Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 68-82 | Stólarnir í stuði Kristinn Geir Friðriksson í Hertz-hellinum í Breiðholti skrifar 20. október 2016 22:15 Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls. vísir/anton Tindastóll vann sterkan sigur á ÍR er liðin mættust í Breiðholtinu í kvöld. Það verður seint sagt að um gæðaleik hafi verið að ræða en ÍR mætti til leiks án þriggja lykilmanna og því snemma ljóst að um mjög erfiðan leik yrði að ræða fyrir heimamenn. Tindastóll sýndi mátt sinn og megin í upphafi og náði undirtökunum strax. ÍR gafst þó aldrei upp og var aldrei mjög langt undan í fyrri hálfleik, sem endaði þó 34-44 eftir góða varnarrispu gestanna. Við upphaf seinni náðu heimamenn svo sínum besta kafla og náðu að minnka muninn í fimm stig en þá náðu Stólar rispu sem batt enda á vonir heimamanna um að halda sér í seilingarfjarlægð. Fjórði hluti var svo aðeins formsatriði og Tindastóll fagnaði auðveldum sigri 68-82. Chris Caird og Pétur Birgisson voru mjög góðir og Mamadou Samb átti spretti en liðsvörn Tindastóls var beinið á bak við sigurinn. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Matthew Hunter Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu.Borce: Þurftum að breyta öllu á síðustu stundu Aðspurður um nálgun hans á leiknum í kvöld í ljósi þess að þrír lykilmenn þess voru veikir og meiddir sagði þjálfari ÍR, Borce Ilievski. „Við þurftum að breyta öllu á síðustu metrunum því ég frétti bara í morgun að Matthías Sigurðarsson væri veikur. Þetta var mjög slæmt fyrir okkur, sérstaklega í vörninni gegn Pétri [Birgissyni] sem núna er orðinn leiðtogi liðsins og hefur sýnt gríðarlega framfarir. Við vissum að við myndum eiga í vandræðum með hann.“ Pétur Birgisson stjórnaði leik Tindastóls prýðilega á köflum og skoraði sjálfur mikið ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Borce var langt frá því að vera sáttur við varnarleik sinna manna og einnig fannst honum leikmenn ekki ná að fylgja leikplaninu í grunninn og að þetta hafi verið banabiti liðsins. „Við reyndum einnig að fókusa á Chris Caird og Mamadou Samb. Þetta virkaði svo ekki neitt því við fylgdum ekki leikplaninu, sem fór í raun í vaskinn. Chris var of oft opinn í fyrri hálfleik, sem voru okkar mistök, og ég sagði við leikmenn í hálfleik að við þyrftum að vera mun einbeittari þrátt fyrir að við værum án lykilmanna. Við gerðum of mörg mistök í vörninni og við þurfum að bæta það verulega fyrir næsta leik,“ sagði Borce.Costa: Vildum spila á háu tempói Tindastóll hélt heimamönnum í 34 stigum í báðum hálfleikjum og Diego Costa, þjálfari Stólanna, setti Pape Seck í byrjunarliðið í stað Mamadou Samb til þess að auka hraðann í leik sinna manna. „Á móti þessu liði þurftum við að setja pressu á boltann og hlaupa hraðaupphlaupin því ÍR eru með vel skipulagt lið sem leitar vel að opna manninum og við vildum vera mjög aggressívir og spila á háu tempói. Seck er hreyfanlegri en Samb og því betri kosturinn í þetta sinn,“ sagði Costa. Costa vildi ekki alveg viðurkenna að hann væri mjög ánægður með leik sinna manna þrátt fyrir sigurinn. „Við erum með ungt lið og ég hef alltaf sagt að við verðum betri með hverjum deginum og þannig verður það áfram held ég.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Tindastóll vann sterkan sigur á ÍR er liðin mættust í Breiðholtinu í kvöld. Það verður seint sagt að um gæðaleik hafi verið að ræða en ÍR mætti til leiks án þriggja lykilmanna og því snemma ljóst að um mjög erfiðan leik yrði að ræða fyrir heimamenn. Tindastóll sýndi mátt sinn og megin í upphafi og náði undirtökunum strax. ÍR gafst þó aldrei upp og var aldrei mjög langt undan í fyrri hálfleik, sem endaði þó 34-44 eftir góða varnarrispu gestanna. Við upphaf seinni náðu heimamenn svo sínum besta kafla og náðu að minnka muninn í fimm stig en þá náðu Stólar rispu sem batt enda á vonir heimamanna um að halda sér í seilingarfjarlægð. Fjórði hluti var svo aðeins formsatriði og Tindastóll fagnaði auðveldum sigri 68-82. Chris Caird og Pétur Birgisson voru mjög góðir og Mamadou Samb átti spretti en liðsvörn Tindastóls var beinið á bak við sigurinn. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Matthew Hunter Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu. Hjá ÍR áttu Sveinbjörn Claessen, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Trausti Eiríksson og Hjalti Friðriksson en liðsheildin sérlega döpur á að horfa og ljóst að ÍR án Matthías Orra Sigurðarssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Kristins Marínóssonar er ekki burðugt lið til að berjast við þá bestu.Borce: Þurftum að breyta öllu á síðustu stundu Aðspurður um nálgun hans á leiknum í kvöld í ljósi þess að þrír lykilmenn þess voru veikir og meiddir sagði þjálfari ÍR, Borce Ilievski. „Við þurftum að breyta öllu á síðustu metrunum því ég frétti bara í morgun að Matthías Sigurðarsson væri veikur. Þetta var mjög slæmt fyrir okkur, sérstaklega í vörninni gegn Pétri [Birgissyni] sem núna er orðinn leiðtogi liðsins og hefur sýnt gríðarlega framfarir. Við vissum að við myndum eiga í vandræðum með hann.“ Pétur Birgisson stjórnaði leik Tindastóls prýðilega á köflum og skoraði sjálfur mikið ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Borce var langt frá því að vera sáttur við varnarleik sinna manna og einnig fannst honum leikmenn ekki ná að fylgja leikplaninu í grunninn og að þetta hafi verið banabiti liðsins. „Við reyndum einnig að fókusa á Chris Caird og Mamadou Samb. Þetta virkaði svo ekki neitt því við fylgdum ekki leikplaninu, sem fór í raun í vaskinn. Chris var of oft opinn í fyrri hálfleik, sem voru okkar mistök, og ég sagði við leikmenn í hálfleik að við þyrftum að vera mun einbeittari þrátt fyrir að við værum án lykilmanna. Við gerðum of mörg mistök í vörninni og við þurfum að bæta það verulega fyrir næsta leik,“ sagði Borce.Costa: Vildum spila á háu tempói Tindastóll hélt heimamönnum í 34 stigum í báðum hálfleikjum og Diego Costa, þjálfari Stólanna, setti Pape Seck í byrjunarliðið í stað Mamadou Samb til þess að auka hraðann í leik sinna manna. „Á móti þessu liði þurftum við að setja pressu á boltann og hlaupa hraðaupphlaupin því ÍR eru með vel skipulagt lið sem leitar vel að opna manninum og við vildum vera mjög aggressívir og spila á háu tempói. Seck er hreyfanlegri en Samb og því betri kosturinn í þetta sinn,“ sagði Costa. Costa vildi ekki alveg viðurkenna að hann væri mjög ánægður með leik sinna manna þrátt fyrir sigurinn. „Við erum með ungt lið og ég hef alltaf sagt að við verðum betri með hverjum deginum og þannig verður það áfram held ég.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36