Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Snæfell 111-82 | Hólmarar enn án sigurs Guðmundur Steinarsson í TM-höllinni í Keflavík skrifar 20. október 2016 22:15 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. vísir/anton Keflavík vann öruggan sigur á Snæfelli í Sláturhúsinu í kvöld. Leikurinn fór frekar rólega af stað. Lítið um varnir og menn gátu valið sér þau skot sem þeir vildu. Eftir leikhlé hjá Snæfelli tóku þeir völdin og voru skynsamir í sókn, á meðan heimamenn tóku stuttar sóknir og voru að hitta illa. Snæfell leiddi með 8 stigum eftir 1.leikhluta. Það var ekki fyrr en um miðjan annan leikhluta að Keflvikingar tóku við sér, settu upp pressuvörn og fóru að fá auðveldar körfur. Þá mætti einnig Ágúst Orrason og setti niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Keflvíkingar klikkuðu á 9 fyrstu þriggja stiga skotunum sínum. Seinni hálfleikur var eign heimamanna. Stevens lét til sín taka í 3.leikhluta og skoraði þá 18 stig. Á sama tíma dró verulega úr Sefton í liði Snæfells. Í fjórða leikhluta hélt munurinn áfram að aukast þangað til yfirlauk. Þægilegur sigur fyrir Keflavík sem er að venjast lífinu án lansliðsmannsins Harðar Axels.Af hverju vann Keflavík? Eftir að Keflavík skipti um vörn þá fór að ganga betur hjá þeim. Þá var klárlega vanmat hjá Keflvíkingum í upphafi leiks. Eftir að þeir náðu að hrista vanmatið úr sér þá gengu þeir á lagið og litu ekki til baka. Einnig munaði mikið um framlag Ágústar Orra sem skilaði 22 stigum af bekknum.Bestu menn vallarins Amin Stevens var með myndarlega tvennu, 32 stig og 15 fráköst, og Guðmundur Jónsson var einnig með flottan leik, en mestu munaði um innkomu Águstar Orra sem kom inná og setti niður þrjá þrista og náði að snúa leiknum þannig við.Tölfræðin sem vakti athygli Það tók Keflvíkinga 10 tilraunir að setja niður fyrsta þriggja stiga skotið. Svenni Davíðs kom sterkur inn af bekknum fyrir Snæfell og setti 12 stig. Það komust allir á blað hjá Keflavík nema einn. Amin Stevens var 16/19 í skotum í kvöld sem er 84 prósent nýting sem verður að teljast frábær nýting. Keflavík frákastaði 22 sóknarfráköst á móti 11 hjá Snæfell. Snæfellingar töpuðu 22 boltum sem er einfaldlega of mikið gegn liði eins og Keflavík.Ingi Þór: Dómarinn eyðilagði tilþrif ársins Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum ekkert í skýjunum með enn eitt tapið. „Við byrjuðum á að elta en náðum að snúa þessu okkur i vil og halda þeim stigalausum síðustu 5 mínúturnar í fyrsta leikhluta,“ segir Ingi en honum fannst sínir menn ekki ráða við pressuvörn Keflvíkinga eftir að þeir skiptu í hana. Tapaðir boltar og frákastabaráttan var eitthvað sem Ingi var frekar ósáttur við hjá sínum mönnum. Ingi játaði því að það hafi dregið af Sefton i seinni hálfleik og hann hafi kannski reynt helst til of mikið sjálfur. Svenni Davíðs kom vel inn af bekknum og var Ingi mjög ánægur með það framlag sem hann bauð uppá. Ingi var mjög ósáttur við einn af dómurum leiksins er hann dæmdi að boltinn hefði verið á niðurleið þegar Sefton varði skot Guðmundar Jónssonar í spjaldið með tilþrifum. Tilþrif tímabilsins vill Ingi meina og eru margir sem voru á leiknum eflaust sammála honum.Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Keflavík vann öruggan sigur á Snæfelli í Sláturhúsinu í kvöld. Leikurinn fór frekar rólega af stað. Lítið um varnir og menn gátu valið sér þau skot sem þeir vildu. Eftir leikhlé hjá Snæfelli tóku þeir völdin og voru skynsamir í sókn, á meðan heimamenn tóku stuttar sóknir og voru að hitta illa. Snæfell leiddi með 8 stigum eftir 1.leikhluta. Það var ekki fyrr en um miðjan annan leikhluta að Keflvikingar tóku við sér, settu upp pressuvörn og fóru að fá auðveldar körfur. Þá mætti einnig Ágúst Orrason og setti niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Keflvíkingar klikkuðu á 9 fyrstu þriggja stiga skotunum sínum. Seinni hálfleikur var eign heimamanna. Stevens lét til sín taka í 3.leikhluta og skoraði þá 18 stig. Á sama tíma dró verulega úr Sefton í liði Snæfells. Í fjórða leikhluta hélt munurinn áfram að aukast þangað til yfirlauk. Þægilegur sigur fyrir Keflavík sem er að venjast lífinu án lansliðsmannsins Harðar Axels.Af hverju vann Keflavík? Eftir að Keflavík skipti um vörn þá fór að ganga betur hjá þeim. Þá var klárlega vanmat hjá Keflvíkingum í upphafi leiks. Eftir að þeir náðu að hrista vanmatið úr sér þá gengu þeir á lagið og litu ekki til baka. Einnig munaði mikið um framlag Ágústar Orra sem skilaði 22 stigum af bekknum.Bestu menn vallarins Amin Stevens var með myndarlega tvennu, 32 stig og 15 fráköst, og Guðmundur Jónsson var einnig með flottan leik, en mestu munaði um innkomu Águstar Orra sem kom inná og setti niður þrjá þrista og náði að snúa leiknum þannig við.Tölfræðin sem vakti athygli Það tók Keflvíkinga 10 tilraunir að setja niður fyrsta þriggja stiga skotið. Svenni Davíðs kom sterkur inn af bekknum fyrir Snæfell og setti 12 stig. Það komust allir á blað hjá Keflavík nema einn. Amin Stevens var 16/19 í skotum í kvöld sem er 84 prósent nýting sem verður að teljast frábær nýting. Keflavík frákastaði 22 sóknarfráköst á móti 11 hjá Snæfell. Snæfellingar töpuðu 22 boltum sem er einfaldlega of mikið gegn liði eins og Keflavík.Ingi Þór: Dómarinn eyðilagði tilþrif ársins Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum ekkert í skýjunum með enn eitt tapið. „Við byrjuðum á að elta en náðum að snúa þessu okkur i vil og halda þeim stigalausum síðustu 5 mínúturnar í fyrsta leikhluta,“ segir Ingi en honum fannst sínir menn ekki ráða við pressuvörn Keflvíkinga eftir að þeir skiptu í hana. Tapaðir boltar og frákastabaráttan var eitthvað sem Ingi var frekar ósáttur við hjá sínum mönnum. Ingi játaði því að það hafi dregið af Sefton i seinni hálfleik og hann hafi kannski reynt helst til of mikið sjálfur. Svenni Davíðs kom vel inn af bekknum og var Ingi mjög ánægur með það framlag sem hann bauð uppá. Ingi var mjög ósáttur við einn af dómurum leiksins er hann dæmdi að boltinn hefði verið á niðurleið þegar Sefton varði skot Guðmundar Jónssonar í spjaldið með tilþrifum. Tilþrif tímabilsins vill Ingi meina og eru margir sem voru á leiknum eflaust sammála honum.Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira