Sara Björk: Við hlupum af okkur rassgatið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2016 16:09 Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins. Mynd/Youtube-síða KSÍ Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 2-2 jafntefli íslenska liðsins við það kínverska á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. „Þetta var hörkuleikur og Kína er með mjög gott lið. Við vorum að prófa nýtt leikskipulag og mér fannst það ganga ágætlega,“ sagði Sara Björk. „Við náðum að spila ágætlega á köflum en í seinni hálfleiknum þá duttum við of langt niður á völlinn og þær voru aðeins meira með boltann. Mér fannst við sýna góðan karakter að koma til baka og ná að jafna,“ sagði Sara Björk. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði jöfnunarmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok en þær kínversku höfðu þá skorað tvö mörk í seinni hálfleiknum eftir að Ísland var 1-0 yfir í hálfleik. „Nýja leikkerfið gekk bara ágætlega miðað við það að við vorum að spila það í fyrsta skiptið. Þetta er skemmtilegt leikskipulag og við eigum líka eftir að vinna meira með það,“ sagði Sara Björk. „Við fengum nokkur færi og þær líka. Þetta var opinn leikur og hefði getað farið á báða vegu. Við erum ánægðar með að koma til baka eftir að hafa lent undir,“ sagði Sara Björk. „Þær kínversku voru betri en ég átti von á. Ég mundi ekki eftir svona rosalega góðum einstaklingum í liðinu. Þetta er mjög gott og vel spilandi lið,“ sagði Sara Björk. „Mér fannst við vinna fyrir þessu jöfnunarmarki því við hlupum af okkur rassgatið. Við áttum klárlega þetta eina stig skilið,“ sagði Sara Björk. Það er hægt að finna allt viðtalið við Söru Björk hér fyrir neðan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52 Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18 Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00 Fyrsta landsliðsmark Katrínar tryggði stelpunum jafntefli | Sjáið mörkin Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. 20. október 2016 13:34 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 2-2 jafntefli íslenska liðsins við það kínverska á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. „Þetta var hörkuleikur og Kína er með mjög gott lið. Við vorum að prófa nýtt leikskipulag og mér fannst það ganga ágætlega,“ sagði Sara Björk. „Við náðum að spila ágætlega á köflum en í seinni hálfleiknum þá duttum við of langt niður á völlinn og þær voru aðeins meira með boltann. Mér fannst við sýna góðan karakter að koma til baka og ná að jafna,“ sagði Sara Björk. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði jöfnunarmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok en þær kínversku höfðu þá skorað tvö mörk í seinni hálfleiknum eftir að Ísland var 1-0 yfir í hálfleik. „Nýja leikkerfið gekk bara ágætlega miðað við það að við vorum að spila það í fyrsta skiptið. Þetta er skemmtilegt leikskipulag og við eigum líka eftir að vinna meira með það,“ sagði Sara Björk. „Við fengum nokkur færi og þær líka. Þetta var opinn leikur og hefði getað farið á báða vegu. Við erum ánægðar með að koma til baka eftir að hafa lent undir,“ sagði Sara Björk. „Þær kínversku voru betri en ég átti von á. Ég mundi ekki eftir svona rosalega góðum einstaklingum í liðinu. Þetta er mjög gott og vel spilandi lið,“ sagði Sara Björk. „Mér fannst við vinna fyrir þessu jöfnunarmarki því við hlupum af okkur rassgatið. Við áttum klárlega þetta eina stig skilið,“ sagði Sara Björk. Það er hægt að finna allt viðtalið við Söru Björk hér fyrir neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52 Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18 Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00 Fyrsta landsliðsmark Katrínar tryggði stelpunum jafntefli | Sjáið mörkin Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. 20. október 2016 13:34 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Sjá meira
Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52
Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18
Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00
Fyrsta landsliðsmark Katrínar tryggði stelpunum jafntefli | Sjáið mörkin Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. 20. október 2016 13:34