Munur á markaðsverði og skiptaverði mikill Sveinn Arnarsson skrifar 21. október 2016 07:00 Markaðsverð er talsvert hærra en skiptaverð Verðlagsstofu. Fréttablaðið/Sveinn Mikill verðmunur er á ýsu og þorski eftir því hvort fiskurinn er seldur beint inn í vinnslu eða fer á markað. Meðalverð á slægðum þorski í júlí var rúmar 212 krónur beint inn í vinnslu útgerðanna en meðalverð á markaði var 287 krónur. Einnig var meðalverðið á markaði hærra fyrir óslægðan þorsk. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mjög mikilvægt að útgerðir greiði markaðsverð fyrir fiskinn sem sjómenn komi með að landi. „Það í sjálfu sér skiptir ekki máli hver kaupir fiskinn og ekki forgangskrafa okkar að allur fiskur fari á markað, síður en svo. Það er hins vegar skýlaus krafa okkar að útgerðir borgi það verð sem markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir aflann. Þarna eru sjómenn ekki að fá réttan hlut og útgerðin græðir,“ segir Valmundur.Valmundur ValmundssonÚtgerðir kaupa fisk af eigin áhöfnum inn til vinnslustöðva sem eru í eigu útgerðanna. Kaupverðið á aflanum segir til um laun sjómanna eftir veiðitúrinn, það er að þeir fá hlut af þeim afla sem selst. Verðið er ákveðið af úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. Munurinn á skiptaverði og markaðsverði óslægðs þorsks er aðeins 21 króna á hvert kíló. Þótt þar sé kannski um fáar krónur að ræða getur það numið milljörðum ef skiptaverðið færðist nær markaðsverði, sem myndi þýða hærri laun sjómanna, hærra útsvar fyrir sveitarfélög og meiri skatttekjur ríkisins. Sjómenn segja það forgangskröfu í samningagerð sinni við útgerðina að menn greiði rétt verð fyrir þann afla sem er veiddur. Sjómenn hafa verið með lausan samning frá árinu 2011 og eru orðnir langþreyttir á tregðu útgerðarmanna til að semja. Ef ekkert gerist mun íslenski flotinn leggjast allur við bryggju þann 10. nóvember næstkomandi. Valmundur segir það líka vera þannig að markaðurinn vinni oft sem milliliður og að sá afli sem fari á markað fari ekki sjálfkrafa á uppboð. „Svo má líka segja að markaðurinn sé pínulítið skakkur því aflinn þar er ekki boðinn upp heldur segjast menn oft bara vilja kaupa aflann úr þessu skipi á þessu verði án þess að skoða hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir. Því er markaðsverð oft lægra en það ætti að vera,“ segir Valmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn og fiskvinnslur vilja markaðsverð á fiski Formaður Sjómannasambands Íslands vill að sjómenn útgerða sem reka eigin fiskvinnslu fái markaðsverð greitt fyrir aflann. Þeir fá nú greitt allt að helmingi lægra verð. Formaður SFÚ segir núverandi fyrirkomulag sovéskan búskap og að þa 20. október 2016 07:00 Forsætisráðherra metur arðsemi sjávarútvegs ofar frjálsri samkeppni Fimm af sjö fylgishæstu flokkunum í framboði vilja nota fiskmarkaðsverð sem skiptaverð bolfisksafla. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því mótfallnir. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda og SFÚ um samkeppnismál í sjávarútvegi. 13. október 2016 07:00 Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Mikill verðmunur er á ýsu og þorski eftir því hvort fiskurinn er seldur beint inn í vinnslu eða fer á markað. Meðalverð á slægðum þorski í júlí var rúmar 212 krónur beint inn í vinnslu útgerðanna en meðalverð á markaði var 287 krónur. Einnig var meðalverðið á markaði hærra fyrir óslægðan þorsk. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mjög mikilvægt að útgerðir greiði markaðsverð fyrir fiskinn sem sjómenn komi með að landi. „Það í sjálfu sér skiptir ekki máli hver kaupir fiskinn og ekki forgangskrafa okkar að allur fiskur fari á markað, síður en svo. Það er hins vegar skýlaus krafa okkar að útgerðir borgi það verð sem markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir aflann. Þarna eru sjómenn ekki að fá réttan hlut og útgerðin græðir,“ segir Valmundur.Valmundur ValmundssonÚtgerðir kaupa fisk af eigin áhöfnum inn til vinnslustöðva sem eru í eigu útgerðanna. Kaupverðið á aflanum segir til um laun sjómanna eftir veiðitúrinn, það er að þeir fá hlut af þeim afla sem selst. Verðið er ákveðið af úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. Munurinn á skiptaverði og markaðsverði óslægðs þorsks er aðeins 21 króna á hvert kíló. Þótt þar sé kannski um fáar krónur að ræða getur það numið milljörðum ef skiptaverðið færðist nær markaðsverði, sem myndi þýða hærri laun sjómanna, hærra útsvar fyrir sveitarfélög og meiri skatttekjur ríkisins. Sjómenn segja það forgangskröfu í samningagerð sinni við útgerðina að menn greiði rétt verð fyrir þann afla sem er veiddur. Sjómenn hafa verið með lausan samning frá árinu 2011 og eru orðnir langþreyttir á tregðu útgerðarmanna til að semja. Ef ekkert gerist mun íslenski flotinn leggjast allur við bryggju þann 10. nóvember næstkomandi. Valmundur segir það líka vera þannig að markaðurinn vinni oft sem milliliður og að sá afli sem fari á markað fari ekki sjálfkrafa á uppboð. „Svo má líka segja að markaðurinn sé pínulítið skakkur því aflinn þar er ekki boðinn upp heldur segjast menn oft bara vilja kaupa aflann úr þessu skipi á þessu verði án þess að skoða hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir. Því er markaðsverð oft lægra en það ætti að vera,“ segir Valmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn og fiskvinnslur vilja markaðsverð á fiski Formaður Sjómannasambands Íslands vill að sjómenn útgerða sem reka eigin fiskvinnslu fái markaðsverð greitt fyrir aflann. Þeir fá nú greitt allt að helmingi lægra verð. Formaður SFÚ segir núverandi fyrirkomulag sovéskan búskap og að þa 20. október 2016 07:00 Forsætisráðherra metur arðsemi sjávarútvegs ofar frjálsri samkeppni Fimm af sjö fylgishæstu flokkunum í framboði vilja nota fiskmarkaðsverð sem skiptaverð bolfisksafla. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því mótfallnir. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda og SFÚ um samkeppnismál í sjávarútvegi. 13. október 2016 07:00 Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Sjómenn og fiskvinnslur vilja markaðsverð á fiski Formaður Sjómannasambands Íslands vill að sjómenn útgerða sem reka eigin fiskvinnslu fái markaðsverð greitt fyrir aflann. Þeir fá nú greitt allt að helmingi lægra verð. Formaður SFÚ segir núverandi fyrirkomulag sovéskan búskap og að þa 20. október 2016 07:00
Forsætisráðherra metur arðsemi sjávarútvegs ofar frjálsri samkeppni Fimm af sjö fylgishæstu flokkunum í framboði vilja nota fiskmarkaðsverð sem skiptaverð bolfisksafla. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því mótfallnir. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda og SFÚ um samkeppnismál í sjávarútvegi. 13. október 2016 07:00
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf