Söngur er okkar gjaldmiðill Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2016 10:15 Þessi mynd af Samkór Kópavogs var tekin í Stykkishólmskirkju í vorferð kórsins 2016. „Ég get alltaf talað um Samkórinn,“ segir Erla Alexandersdóttir bókari hlæjandi, þegar hún er beðin um viðtal vegna 50 ára afmælis Samkórs Kópavogs. Hún hefur verið í kórnum í 38 ár og ætlar að syngja einsöng á tvennum afmælistónleikum í Hjallakirkju á morgun, klukkan 14 og 17. „Aðaleinsöngvarinn er samt Diddú,“ tekur Erla fram og heitir því að tónleikarnir verði veglegir. Meðal annars verði frumflutt tónverkið Hvarf eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, sérstaklega samið fyrir kórinn í tilefni afmælisins. „Svo syngjum við alls konar lög. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson og Lenka Mátéóva spilar á píanóið,“ bætir hún við. Erla byrjaði í Samkórnum haustið 1978, rétt orðin 17 ára. „Mamma var ein af stofnendum kórsins 1966 og ég fylgdi henni oft á æfingar þannig að ég hef verið viðloðandi hann alla tíð,“ útskýrir hún og heldur áfram. „Jan Morávek var meðal stofnfélaganna og stjórnaði kórnum þar til hann lést skyndilega 1970. Starf kórsins lá niðri frá 1971 til 1978 og þá var mamma ein af driffjöðrunum í að endurvekja hann.“ Erla hefur verið viðloðandi kórinn alla tíð. Hér er hún í kórferð í Vesturheimi.Í Samkór Kópavogs eru nú nær 80 manns og hafa aldrei verið fleiri að sögn Erlu. „Við fórum um 100 saman til Kanada í sumar, 67 syngjandi og restin makar. Þetta var tíu daga ferð og við sungum úti um allt meðal annars á Íslendingahátíðinni í Gimli. Það er alveg ótrúlegt hvernig tekið er á móti Íslendingum á þessu svæði. Við lentum líka í eftirminnilegu þrumuveðri í ferðinni.“ lýsir hún. Kórinn æfir í Digraneskirkju og syngur í messum öðru hvoru upp í leiguna. „Söngurinn er okkar gjaldmiðill,“ segir Erla. „Við reynum líka að vera sýnileg sem oftast,“ segir hún og bendir á vef kórsins www.samkor.is. Hún kveðst hafa verið yngst í hópnum lengst af, því kórinn hafi elst saman. „Þetta er yndislegur félagsskapur svo það er ekki hægt að hætta.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016. Lífið Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Ég get alltaf talað um Samkórinn,“ segir Erla Alexandersdóttir bókari hlæjandi, þegar hún er beðin um viðtal vegna 50 ára afmælis Samkórs Kópavogs. Hún hefur verið í kórnum í 38 ár og ætlar að syngja einsöng á tvennum afmælistónleikum í Hjallakirkju á morgun, klukkan 14 og 17. „Aðaleinsöngvarinn er samt Diddú,“ tekur Erla fram og heitir því að tónleikarnir verði veglegir. Meðal annars verði frumflutt tónverkið Hvarf eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, sérstaklega samið fyrir kórinn í tilefni afmælisins. „Svo syngjum við alls konar lög. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson og Lenka Mátéóva spilar á píanóið,“ bætir hún við. Erla byrjaði í Samkórnum haustið 1978, rétt orðin 17 ára. „Mamma var ein af stofnendum kórsins 1966 og ég fylgdi henni oft á æfingar þannig að ég hef verið viðloðandi hann alla tíð,“ útskýrir hún og heldur áfram. „Jan Morávek var meðal stofnfélaganna og stjórnaði kórnum þar til hann lést skyndilega 1970. Starf kórsins lá niðri frá 1971 til 1978 og þá var mamma ein af driffjöðrunum í að endurvekja hann.“ Erla hefur verið viðloðandi kórinn alla tíð. Hér er hún í kórferð í Vesturheimi.Í Samkór Kópavogs eru nú nær 80 manns og hafa aldrei verið fleiri að sögn Erlu. „Við fórum um 100 saman til Kanada í sumar, 67 syngjandi og restin makar. Þetta var tíu daga ferð og við sungum úti um allt meðal annars á Íslendingahátíðinni í Gimli. Það er alveg ótrúlegt hvernig tekið er á móti Íslendingum á þessu svæði. Við lentum líka í eftirminnilegu þrumuveðri í ferðinni.“ lýsir hún. Kórinn æfir í Digraneskirkju og syngur í messum öðru hvoru upp í leiguna. „Söngurinn er okkar gjaldmiðill,“ segir Erla. „Við reynum líka að vera sýnileg sem oftast,“ segir hún og bendir á vef kórsins www.samkor.is. Hún kveðst hafa verið yngst í hópnum lengst af, því kórinn hafi elst saman. „Þetta er yndislegur félagsskapur svo það er ekki hægt að hætta.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016.
Lífið Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning