„Það er sorglegt að þessar breytingar bitni á innlendri framleiðslu“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. október 2016 13:49 Nýjar reglur um áfengiskaup sagðar bitna á innlendri framleiðslu. Mynd/Anton Breytingar á reglum um áfengiskaup ferðamanna í fríhöfninni í flugstöð Leifs Eiríkssonar bitna á innlendri framleiðslu. Þetta er mat forsvarsmanna Vífilfells og Ölgerðarinnar en rætt er við þá á vef Túrista þar sem fjallað er um áhrif þessara breytinga. Reglunum um áfengiskaup ferðamanna var breytt á þá leið í sumarbyrjun að nú geta ferðamenn á leið um fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríkssonar nýtt allan tollinn til kaupa á aðeins sterku áfengi, léttvíni eða bjór. Áður þurfti að blanda saman sortum í samræmi við fimm ólíka samsetningar þar sem mest var hægt að kaupa einn lítra af sterku áfengi en nú er hámarkið 1,5 lítrar, sá sem vill eingöngu vín getur nú tekið sex flöskur í stað fjögurra og er nú hægt að kaupa sex hálfs lítra kippur af áfengu öli en áður var hámarkið fjórar kippur. Túristi greinir frá því að sala á áfengi í Fríhöfninni hafi dregist saman í lítrum talið frá því þessar breytingar tóku gildi þar sem meira er keypt af víni í stað bjórs. Þetta þýðir að minna selst af bjór sem er framleiddur á Íslandi en meira selst af innfluttu víni. „Það er sorglegt að þessar breytingar bitni á innlendri framleiðslu en sala á innfluttu léttvíni aukist,“ segir Erla Jóna Einarsdóttir hjá Ölgerðinni við Túrista. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt þar sem bjórinn er að megninu til framleiddur á Íslandi á meðan stór hluti af sterka áfenginu og allt vínið er flutt inn,“ er haft eftir Hreiðari Þór Jónssyni hjá Vífilfelli á vef Túrista. Vínheildsalar eru hins vegar afar ánægðir með þessa breytingu, líkt og kemur fram í máli Sigurðar Hannessonar, hjá RJC, sem segist vera sáttur við þá reynslu sem komin er á nýju reglurnar því sala á léttvíni hefur aukist. Sjá nánar á vef Túrista hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Breytingar á reglum um áfengiskaup ferðamanna í fríhöfninni í flugstöð Leifs Eiríkssonar bitna á innlendri framleiðslu. Þetta er mat forsvarsmanna Vífilfells og Ölgerðarinnar en rætt er við þá á vef Túrista þar sem fjallað er um áhrif þessara breytinga. Reglunum um áfengiskaup ferðamanna var breytt á þá leið í sumarbyrjun að nú geta ferðamenn á leið um fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríkssonar nýtt allan tollinn til kaupa á aðeins sterku áfengi, léttvíni eða bjór. Áður þurfti að blanda saman sortum í samræmi við fimm ólíka samsetningar þar sem mest var hægt að kaupa einn lítra af sterku áfengi en nú er hámarkið 1,5 lítrar, sá sem vill eingöngu vín getur nú tekið sex flöskur í stað fjögurra og er nú hægt að kaupa sex hálfs lítra kippur af áfengu öli en áður var hámarkið fjórar kippur. Túristi greinir frá því að sala á áfengi í Fríhöfninni hafi dregist saman í lítrum talið frá því þessar breytingar tóku gildi þar sem meira er keypt af víni í stað bjórs. Þetta þýðir að minna selst af bjór sem er framleiddur á Íslandi en meira selst af innfluttu víni. „Það er sorglegt að þessar breytingar bitni á innlendri framleiðslu en sala á innfluttu léttvíni aukist,“ segir Erla Jóna Einarsdóttir hjá Ölgerðinni við Túrista. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt þar sem bjórinn er að megninu til framleiddur á Íslandi á meðan stór hluti af sterka áfenginu og allt vínið er flutt inn,“ er haft eftir Hreiðari Þór Jónssyni hjá Vífilfelli á vef Túrista. Vínheildsalar eru hins vegar afar ánægðir með þessa breytingu, líkt og kemur fram í máli Sigurðar Hannessonar, hjá RJC, sem segist vera sáttur við þá reynslu sem komin er á nýju reglurnar því sala á léttvíni hefur aukist. Sjá nánar á vef Túrista hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira