Bakþankar Norðmanna kosta Vegagerðina 600 milljónir króna Svavar Hávarðsson skrifar 24. október 2016 07:00 Smíði ferjunnar mun hefjast innan tíðar að öllu óbreyttu. mynd/vegagerðin Vegagerðin liggur nú yfir tilboðum í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, en norskt fyrirtæki sem átti upphaflega lægsta tilboðið í smíði ferjunnar dró tilboð sitt til baka. Áhrif þessa eru þau að kostnaður við smíðina verður nokkru hærri en áætlað var út frá lægstu tilboðum en tefur verkið ekki. Lægstu tilboðin hljóðuðu upp á 2,6 til 2,7 milljarða króna en það tilboð sem nú er talið vænlegast er upp á 3,2 milljarða króna. Upphaflega voru tilboð í nýja ferju opnuð um miðjan september og voru þau lægstu heilum 800 milljónum undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var um 3,5 milljarðar króna. Norska fyrirtækið Moskenesstraumen AS átti annað af lægstu tilboðunum en dró það til baka án þess að gefa fyrir því sérstakar ástæður. Annars vegar lutu tilboðin að smíði ferjunnar eingöngu en hins vegar að smíði hennar og rekstri til tólf ára. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru öll tilboð um smíði og rekstur óaðgengileg og þau hafa verið lögð til hliðar. Vegagerðin staðfestir að litið sé til tilboðs pólsks fyrirtækis – skipasmíðastöðvarinnar Crist SA – sem var það fimmta lægsta. Kínverskt fyrirtæki átti mun lægra tilboð – áþekkt því norska – en þegar tekinn hafði verið með í reikninginn fjarlægðarkostnaður, eftirlit og að koma skipinu til Íslands þá voru önnur tilboð hagstæðari. Munurinn á tilboði pólska fyrirtækisins og því lægsta er um 600 milljónir króna. Þegar það lá fyrir að norska fyrirtækið, sem átti hagstæðasta tilboðið, hafði fallið frá því á síðustu stundu var farin ferð út til að skoða pólsku skipasmíðastöðina til að meta tilboð fyrirtækisins til fullnustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Vegagerðin liggur nú yfir tilboðum í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, en norskt fyrirtæki sem átti upphaflega lægsta tilboðið í smíði ferjunnar dró tilboð sitt til baka. Áhrif þessa eru þau að kostnaður við smíðina verður nokkru hærri en áætlað var út frá lægstu tilboðum en tefur verkið ekki. Lægstu tilboðin hljóðuðu upp á 2,6 til 2,7 milljarða króna en það tilboð sem nú er talið vænlegast er upp á 3,2 milljarða króna. Upphaflega voru tilboð í nýja ferju opnuð um miðjan september og voru þau lægstu heilum 800 milljónum undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var um 3,5 milljarðar króna. Norska fyrirtækið Moskenesstraumen AS átti annað af lægstu tilboðunum en dró það til baka án þess að gefa fyrir því sérstakar ástæður. Annars vegar lutu tilboðin að smíði ferjunnar eingöngu en hins vegar að smíði hennar og rekstri til tólf ára. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru öll tilboð um smíði og rekstur óaðgengileg og þau hafa verið lögð til hliðar. Vegagerðin staðfestir að litið sé til tilboðs pólsks fyrirtækis – skipasmíðastöðvarinnar Crist SA – sem var það fimmta lægsta. Kínverskt fyrirtæki átti mun lægra tilboð – áþekkt því norska – en þegar tekinn hafði verið með í reikninginn fjarlægðarkostnaður, eftirlit og að koma skipinu til Íslands þá voru önnur tilboð hagstæðari. Munurinn á tilboði pólska fyrirtækisins og því lægsta er um 600 milljónir króna. Þegar það lá fyrir að norska fyrirtækið, sem átti hagstæðasta tilboðið, hafði fallið frá því á síðustu stundu var farin ferð út til að skoða pólsku skipasmíðastöðina til að meta tilboð fyrirtækisins til fullnustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18
Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02
Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45
Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45