Klippti hárið sitt í miðjum leik og það virkaði | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2016 10:00 Svetlana Kuznetsova með skærin í nótt. Vísir/Getty Rússneska tenniskonan Svetlana Kuznetsova fórnaði hári fyrir sigur á tennismóti í Singapúr í nótt en þetta er lokamót ársins á milli átta bestu tenniskvenna heims. Svetlana Kuznetsova var að keppa hina pólsku Agnieszku Radwanska og var að berjast fyrir lífi sínu í leiknum þegar hún tók upp skærin í einu leikhléinu.Radwanska vantaði bara eitt stig í viðbót til að tryggja sér sigurinn og slá Svetlönu út. Svetlana Kuznetsova er í sjöunda sæti heimslistans eða fjórum sætum neðar en Agnieszka Radwanska. Kuznetsova var hinsvegar tilbúin að fara öðruvísi leið að því að koma sér í betri stöðu fyrir endasprettinn í leiknum. Hún náði sér í skæri, klippti hlut af taglinu sínu og snéri aftur inn á völlinn. Hún var greinilega léttari á fæti eftir klippinguna því hún tryggði sér sigurinn. Ástæðan var þó samt ekki þyngdin á hárinu heldur það að taglið var alltaf að slást framan í hana. „Ég var að reyna að koma taglinu aftur fyrir hárbandið en hárið mitt er mjög þykkt og þungt. Á lokakaflanum fór taglið alltaf í andlitið á mér og það háði mér,“ sagði Svetlana Kuznetsova eftir leikinn. „Á þeim tímapunkti hugsaði ég: Hvort er mikilvægara núna, hárið sem vex aftur eða leikurinn?,“ sagði Svetlana. Það er hægt að sjá myndband af henni með skærin hér fyrir neðan. Well, @SvetlanaK27 with something you don't see everyday. A self haircut while playing tennis #WTAFinals pic.twitter.com/j9CwFn7MJ2— WTA (@WTA) October 24, 2016 When you cut your hair in-play because it's getting in the way (and you go & break back) #WTAFinals https://t.co/QvzIGBxsy4— WTA (@WTA) October 24, 2016 Tennis Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Sjá meira
Rússneska tenniskonan Svetlana Kuznetsova fórnaði hári fyrir sigur á tennismóti í Singapúr í nótt en þetta er lokamót ársins á milli átta bestu tenniskvenna heims. Svetlana Kuznetsova var að keppa hina pólsku Agnieszku Radwanska og var að berjast fyrir lífi sínu í leiknum þegar hún tók upp skærin í einu leikhléinu.Radwanska vantaði bara eitt stig í viðbót til að tryggja sér sigurinn og slá Svetlönu út. Svetlana Kuznetsova er í sjöunda sæti heimslistans eða fjórum sætum neðar en Agnieszka Radwanska. Kuznetsova var hinsvegar tilbúin að fara öðruvísi leið að því að koma sér í betri stöðu fyrir endasprettinn í leiknum. Hún náði sér í skæri, klippti hlut af taglinu sínu og snéri aftur inn á völlinn. Hún var greinilega léttari á fæti eftir klippinguna því hún tryggði sér sigurinn. Ástæðan var þó samt ekki þyngdin á hárinu heldur það að taglið var alltaf að slást framan í hana. „Ég var að reyna að koma taglinu aftur fyrir hárbandið en hárið mitt er mjög þykkt og þungt. Á lokakaflanum fór taglið alltaf í andlitið á mér og það háði mér,“ sagði Svetlana Kuznetsova eftir leikinn. „Á þeim tímapunkti hugsaði ég: Hvort er mikilvægara núna, hárið sem vex aftur eða leikurinn?,“ sagði Svetlana. Það er hægt að sjá myndband af henni með skærin hér fyrir neðan. Well, @SvetlanaK27 with something you don't see everyday. A self haircut while playing tennis #WTAFinals pic.twitter.com/j9CwFn7MJ2— WTA (@WTA) October 24, 2016 When you cut your hair in-play because it's getting in the way (and you go & break back) #WTAFinals https://t.co/QvzIGBxsy4— WTA (@WTA) October 24, 2016
Tennis Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Sjá meira