Innlent

Búið að opna Þingvallaveg

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi í dag en mikill viðbúnaður var vegna slyssins.
Frá vettvangi í dag en mikill viðbúnaður var vegna slyssins. vísir/vilhelm
Búið er að opna fyrir umferð um Þingvallaveg en honum var lokað í dag eftir að rúta fór út af veginum þar í morgun.

42 farþegar voru í rútunni, 40 ferðamenn, bílstjóri og leiðsögumaður. Farþegarnir voru flestir kínverskir en ökumaður og leiðsögumaður íslenskir. Alls voru sautján farþegar fluttir á Landspítalann og eru tveir á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum frá spítalanum.

Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og var viðbragðsáætlun almannavarna virkjuð eftir tilkynningu klukkan 10:18 og mikill fjöldi sjúkrabíla, lögreglubíla, tækjabíla slökkviliðs og björgunarsveitarfólk sent á vettvang. Þá var viðbragðsáætlun Landspítalans einnig virkjuð en viðbúnaðarstig á spítalanum er ekki lengur í gildi.


Tengdar fréttir

Tveir farþegar á gjörgæslu

Tveir farþegar úr rútunni sem fór út af Þingvallavegi í morgun eru á gjörgæslu Landspítalans en alls eru fimmtán farþegar úr slysinu komnir á spítalann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×