Dagur Kár: Hentaði mér mun betur að fara í Grindavík núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 14:11 Dagur Kár Jónsson. Vísir/Valli Dagur Kár Jónsson skrifaði í dag undir samning við Grindavík í Domino´s deild karla í körfubolta og þessi uppaldi Stjörnumaður mun því æfa og spila í Röstinni í Grindavík í vetur. Flestir hefðu búist við því að Dagur Kár færi í Stjörnuna en af hverju Grindavík? „Núna í ár hentað það mér mun betur að fara í Grindavík. Ég passa betur þar,“ sagði Dagur Kár Jónsson. „Það voru nokkur lið sem komu til grein og nokkur lið sem höfðu samband. Ég fann fyrir áhuga hjá mörgum en Grindavík heillaði langmest,“ sagði Dagur Kár. Hann kom til landsins í morgun og gekk frá samningi sínum eftir hádegið. „Það er nokkuð ljóst að þeir þurfa hjálp. Ég vona að vinnusemin mín geti hjálpað þeim í vetur,“ sagði Dagur Kár. Dagur Kár var að hefja sitt annan vetur í St. Francis háskólanum en kemur nú heim rétt fyrir tímabilið úti. „Það eru margir hluti sem koma að því. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra hjá St. Francis og var að vonast eftir stærra hlutverki í ár. Eftir að hafa verið úti í tvo mánuði og verið að spjalla við þjálfarann þá var mér frekar ljóst að hlutverkið yrði ekki jafnstórt og ég hafði vonast eftir,“ sagði Dagur Kár. „Í bland við það koma inn húsnæðismál sem voru ekki mér að skapi,“ sagði Dagur Kár en hann verður í fjarnámi í vetur og á því möguleika á að fara aftur úr og spila tvö síðustu árin sín í háskólaboltanum. „Ég klára hluta af önninni í fjarnámi sem verður til þess að ég verð áfram löglegur ef ég skildi ákveða það einhvern tímann seinna að fara út aftur,“ sagði Dagur Kár. Dagur Kár lærði mikið á tímabilinu með St. Francis háskólanum en Dagur Kár var þar með 4,6 stig og 1,3 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum í leik. „Þetta var frábær lífsreynsla og ég get tekið heilan helling úr út þessu og þá sérstaklega varnarlega. Ég var í skóla þar sem mikil áhersla var lögð á vörn og mér finnst ég hafa bætt mig þvílíkt sem varnarmaður,“ sagði Dagur Kár. Hann mun nú spila með hinum öfluga Lewis Clinch í bakvarðarsveit Grindavíkurliðsins. „Lewis er frábær leikmaður og allir sem ég er búinn að tala við í stjórninni og í leikmannahóp Grindavíkur tala ótrúlega vel um hann. Þeir segja að hann sé algjör fagmaður og ég hlakka mikið til að vinna með honum og öllum hinum í Grindavíkurliðinu,“ sagði Dagur Kár. Síðasta tímabilið Dags með Stjörnunni var 2014-15 þar sem Dagur Kár var með 17,6 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur því fyrir löngu sannað sig í úrvalsdeildinni hér heima. Jón Kr. Gíslason, faðir Dags, lék í eitt tímabil með Grindavíkurliðinu undir lok ferils síns og var þá með 7,8 stig og 8,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Þeir voru eitthvað að tala um það að það séu tuttugu ár, nánast upp á dag, síðan að hann skrifaði undir hjá Grindavík. Það er skemmtileg tilviljun,“ sagði Dagur Kár en verður hann jafnöflugur og pabbi sinn? „Það er eitt sem ég get lofað er að ég mun leggja mig hundrað prósent fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Við sjáum síðan bara til hverju það skilar,“ sagði Dagur Kár. Það verður stutt í fyrsta leikinn á móti hans gömlu félögum úr Garðbænum því Grindavík og Stjarnan mætast í 32 liða úrslitum Maltbikarsins um þar næstu helgi. „Það verður skrýtið að mæta Stjörnunni þar sem að áður en ég fór í St. Francis þá var ég búinn að vera í Stjörnunni síðan ég var fimm ára. Við erum að spila á móti þeim í bikarnum og þetta verður skemmtilegt,“ sagði Dagur Kár. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dagur Kár á heimleið: „Hann finnur sér góðan stað til að spila á“ Bakvörðurinn kemur heim eftir eins árs dvöl í háskóla í Bandaríkjunum og aftur í Domino's-deildina. 26. október 2016 21:57 Dagur Kár kominn til Grindavíkur Dagur Kár Jónsson er á leið í Domino's-deild karla eftir eins árs dvöl í St. Francis í New York. 28. október 2016 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Dagur Kár Jónsson skrifaði í dag undir samning við Grindavík í Domino´s deild karla í körfubolta og þessi uppaldi Stjörnumaður mun því æfa og spila í Röstinni í Grindavík í vetur. Flestir hefðu búist við því að Dagur Kár færi í Stjörnuna en af hverju Grindavík? „Núna í ár hentað það mér mun betur að fara í Grindavík. Ég passa betur þar,“ sagði Dagur Kár Jónsson. „Það voru nokkur lið sem komu til grein og nokkur lið sem höfðu samband. Ég fann fyrir áhuga hjá mörgum en Grindavík heillaði langmest,“ sagði Dagur Kár. Hann kom til landsins í morgun og gekk frá samningi sínum eftir hádegið. „Það er nokkuð ljóst að þeir þurfa hjálp. Ég vona að vinnusemin mín geti hjálpað þeim í vetur,“ sagði Dagur Kár. Dagur Kár var að hefja sitt annan vetur í St. Francis háskólanum en kemur nú heim rétt fyrir tímabilið úti. „Það eru margir hluti sem koma að því. Mér fannst ég eiga fínt tímabil í fyrra hjá St. Francis og var að vonast eftir stærra hlutverki í ár. Eftir að hafa verið úti í tvo mánuði og verið að spjalla við þjálfarann þá var mér frekar ljóst að hlutverkið yrði ekki jafnstórt og ég hafði vonast eftir,“ sagði Dagur Kár. „Í bland við það koma inn húsnæðismál sem voru ekki mér að skapi,“ sagði Dagur Kár en hann verður í fjarnámi í vetur og á því möguleika á að fara aftur úr og spila tvö síðustu árin sín í háskólaboltanum. „Ég klára hluta af önninni í fjarnámi sem verður til þess að ég verð áfram löglegur ef ég skildi ákveða það einhvern tímann seinna að fara út aftur,“ sagði Dagur Kár. Dagur Kár lærði mikið á tímabilinu með St. Francis háskólanum en Dagur Kár var þar með 4,6 stig og 1,3 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum í leik. „Þetta var frábær lífsreynsla og ég get tekið heilan helling úr út þessu og þá sérstaklega varnarlega. Ég var í skóla þar sem mikil áhersla var lögð á vörn og mér finnst ég hafa bætt mig þvílíkt sem varnarmaður,“ sagði Dagur Kár. Hann mun nú spila með hinum öfluga Lewis Clinch í bakvarðarsveit Grindavíkurliðsins. „Lewis er frábær leikmaður og allir sem ég er búinn að tala við í stjórninni og í leikmannahóp Grindavíkur tala ótrúlega vel um hann. Þeir segja að hann sé algjör fagmaður og ég hlakka mikið til að vinna með honum og öllum hinum í Grindavíkurliðinu,“ sagði Dagur Kár. Síðasta tímabilið Dags með Stjörnunni var 2014-15 þar sem Dagur Kár var með 17,6 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur því fyrir löngu sannað sig í úrvalsdeildinni hér heima. Jón Kr. Gíslason, faðir Dags, lék í eitt tímabil með Grindavíkurliðinu undir lok ferils síns og var þá með 7,8 stig og 8,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Þeir voru eitthvað að tala um það að það séu tuttugu ár, nánast upp á dag, síðan að hann skrifaði undir hjá Grindavík. Það er skemmtileg tilviljun,“ sagði Dagur Kár en verður hann jafnöflugur og pabbi sinn? „Það er eitt sem ég get lofað er að ég mun leggja mig hundrað prósent fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Við sjáum síðan bara til hverju það skilar,“ sagði Dagur Kár. Það verður stutt í fyrsta leikinn á móti hans gömlu félögum úr Garðbænum því Grindavík og Stjarnan mætast í 32 liða úrslitum Maltbikarsins um þar næstu helgi. „Það verður skrýtið að mæta Stjörnunni þar sem að áður en ég fór í St. Francis þá var ég búinn að vera í Stjörnunni síðan ég var fimm ára. Við erum að spila á móti þeim í bikarnum og þetta verður skemmtilegt,“ sagði Dagur Kár.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Dagur Kár á heimleið: „Hann finnur sér góðan stað til að spila á“ Bakvörðurinn kemur heim eftir eins árs dvöl í háskóla í Bandaríkjunum og aftur í Domino's-deildina. 26. október 2016 21:57 Dagur Kár kominn til Grindavíkur Dagur Kár Jónsson er á leið í Domino's-deild karla eftir eins árs dvöl í St. Francis í New York. 28. október 2016 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Dagur Kár á heimleið: „Hann finnur sér góðan stað til að spila á“ Bakvörðurinn kemur heim eftir eins árs dvöl í háskóla í Bandaríkjunum og aftur í Domino's-deildina. 26. október 2016 21:57
Dagur Kár kominn til Grindavíkur Dagur Kár Jónsson er á leið í Domino's-deild karla eftir eins árs dvöl í St. Francis í New York. 28. október 2016 13:30