Hrafn um brottrekstur Reggies Dupree: Þetta leiðindaatvik hjálpaði til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2016 22:37 Hrafn hefur stýrt Stjörnunni til sigurs í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. vísir/ernir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með spilamennsku sinna manna í seinni hálfleik í sigrinum á Keflavík í kvöld. Hann var ekki jafn hrifinn af frammistöðu Garðbæinga í fyrri hálfleiknum. „Þetta var saga tveggja hálfleikja. Ég var ofboðslega ósáttur við fyrri hálfleikinn og hvernig við komum inn í hann. Við vissum alveg að Keflavík myndi láta okkur hafa fyrir hlutunum og við ætluðum að taka vel á móti. En núll liðsvillur og 10 tapaðir boltar í 1. leikhluta benda til þess að menn hafi ekki verið nógu sterkir andlega og við þurfum að greina af hverju það var,“ sagði Hrafn eftir leik. Keflvíkingar héldu í við Stjörnumenn í fyrri hálfleik en það má segja að vendipunktur leiksins hafi verið þegar Reggie Dupree lét henda sér út úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins Shouse upp í stúku. Hrafn segir að brottreksturinn hafi haft sitt að segja fyrir bæði lið. „Þetta leiðindaatvik hjálpaði til. Manni finnst ekkert gaman þegar eitthvað slíkt hjálpar manni í baráttunni,“ sagði Hrafn en atvikið má sjá hér að neðan. Þjálfarinn er að vonum sáttur með byrjunina á tímabilinu, enda eru Stjörnumenn með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Hann segir samt að liðið geti gert betur. „Við getum betur og verðum að vinna eftir einhvers konar áætlun. Ég veit ekki alveg hvert maður færi ef maður spilaði á hæsta leveli í fyrstu fjórum umferðunum. En það er gott að sjá að stigin dreifast vel og mismunandi menn stíga upp á mismunandi stundum,“ sagði Hrafn að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Reggie rekinn út úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins upp í stúku | Myndband Bakvörður Keflavíkur gerði sig sekann um heimskulegan hlut og fékk reisupassann. 28. október 2016 21:12 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 99-82 | Sannfærandi Stjörnusigur Stjarnan er áfram með fullt hús stiga í Domino's deild karla í körfubolta eftir öruggan 17 stiga sigur, 99-82, á Keflavík í lokaleik 4. umferðar í kvöld. 28. október 2016 22:45 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með spilamennsku sinna manna í seinni hálfleik í sigrinum á Keflavík í kvöld. Hann var ekki jafn hrifinn af frammistöðu Garðbæinga í fyrri hálfleiknum. „Þetta var saga tveggja hálfleikja. Ég var ofboðslega ósáttur við fyrri hálfleikinn og hvernig við komum inn í hann. Við vissum alveg að Keflavík myndi láta okkur hafa fyrir hlutunum og við ætluðum að taka vel á móti. En núll liðsvillur og 10 tapaðir boltar í 1. leikhluta benda til þess að menn hafi ekki verið nógu sterkir andlega og við þurfum að greina af hverju það var,“ sagði Hrafn eftir leik. Keflvíkingar héldu í við Stjörnumenn í fyrri hálfleik en það má segja að vendipunktur leiksins hafi verið þegar Reggie Dupree lét henda sér út úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins Shouse upp í stúku. Hrafn segir að brottreksturinn hafi haft sitt að segja fyrir bæði lið. „Þetta leiðindaatvik hjálpaði til. Manni finnst ekkert gaman þegar eitthvað slíkt hjálpar manni í baráttunni,“ sagði Hrafn en atvikið má sjá hér að neðan. Þjálfarinn er að vonum sáttur með byrjunina á tímabilinu, enda eru Stjörnumenn með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Hann segir samt að liðið geti gert betur. „Við getum betur og verðum að vinna eftir einhvers konar áætlun. Ég veit ekki alveg hvert maður færi ef maður spilaði á hæsta leveli í fyrstu fjórum umferðunum. En það er gott að sjá að stigin dreifast vel og mismunandi menn stíga upp á mismunandi stundum,“ sagði Hrafn að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Reggie rekinn út úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins upp í stúku | Myndband Bakvörður Keflavíkur gerði sig sekann um heimskulegan hlut og fékk reisupassann. 28. október 2016 21:12 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 99-82 | Sannfærandi Stjörnusigur Stjarnan er áfram með fullt hús stiga í Domino's deild karla í körfubolta eftir öruggan 17 stiga sigur, 99-82, á Keflavík í lokaleik 4. umferðar í kvöld. 28. október 2016 22:45 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Reggie rekinn út úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins upp í stúku | Myndband Bakvörður Keflavíkur gerði sig sekann um heimskulegan hlut og fékk reisupassann. 28. október 2016 21:12
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 99-82 | Sannfærandi Stjörnusigur Stjarnan er áfram með fullt hús stiga í Domino's deild karla í körfubolta eftir öruggan 17 stiga sigur, 99-82, á Keflavík í lokaleik 4. umferðar í kvöld. 28. október 2016 22:45