Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 21:30 Aron Elís Þrándarson. Vísir/Stefán Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. Strákarnir þurfa að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum á morgun í lokaleik sínum í undankeppninni en sigur myndi tryggja liðinu efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í tólf liða úrslitakeppninni í júní 2017. Aron Elís Þrándarson skoraði fyrra mark íslenska liðsins í sigrinum mikilvæga á Skotum á miðvikudaginn var. Hann hefur spilað alla níu leiki liðsins í undankeppninni til þessa. „Stemmningin er bara gríðarlega góð. Við erum búnir að bíða eftir þessu í langan tíma. Við stefndum að þessu fyrir keppnina og hingað erum við komnir,“ sagði Aron Elís Þrándarson í viðtali við Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamann 365, á æfingu liðsins í dag. Úkraínska liðið á ekki möguleika á því að komast áfram og er því bara að spila upp á heiðurinn á Laugardalsvellinum á morgun. Við hverju býst íslenska landsliðið af liði Úkraínu á morgun? „Við horfðum á þá í fyrradag og þeir eru mjög góðir. Þeir eru sérstaklega góðir með boltann. Þeir eru búnir að yngja upp í liðinu en þeir eru að fara koma hingað og gefa okkur hörkuleik. Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna,“ sagði Aron Elís. „Við setum þá kröfu á okkur sjálfa að klára þetta. Við erum alltof nálægt þessu til að fara að klúðra þessu. Þetta er ekkert flókið, við ætlum bara að koma hingað á morgun og vinna þetta," sagði Aron Elís en hvað þarf íslenska liðið þá að gera? „Við þurfum að halda í okkar skipulag, ekki vera of æstir í að fara að sækja markið strax og vera bara rólegir því þá held ég að þetta komi bara,“ sagði Aron Elís. „Við verðum bara þolinmóðir og spilum okkar leik. Við ætlum ekkert að breyta því og vonandi bara klárum við þetta,“ sagði Aron. Úrslitakeppni í Póllandi næsta sumar gæti opnað margar dyr fyrir íslensku strákana. „Þetta er þvílíkur gluggi fyrir alla í liðinu. Það eru margir í liðinu sem eru að spila á Íslandi og þetta er því gríðarlega stór gluggi fyrir þá að komast á þetta lokamót. Við settum það markmið fyrir keppnina að komast til Póllands og við erum svo nálægt því núna,“ sagði Aron Elís Þrándarson en það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport.Viðtalið við Aron Elís Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. Strákarnir þurfa að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum á morgun í lokaleik sínum í undankeppninni en sigur myndi tryggja liðinu efsta sætið í riðlinum og þar með sæti í tólf liða úrslitakeppninni í júní 2017. Aron Elís Þrándarson skoraði fyrra mark íslenska liðsins í sigrinum mikilvæga á Skotum á miðvikudaginn var. Hann hefur spilað alla níu leiki liðsins í undankeppninni til þessa. „Stemmningin er bara gríðarlega góð. Við erum búnir að bíða eftir þessu í langan tíma. Við stefndum að þessu fyrir keppnina og hingað erum við komnir,“ sagði Aron Elís Þrándarson í viðtali við Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamann 365, á æfingu liðsins í dag. Úkraínska liðið á ekki möguleika á því að komast áfram og er því bara að spila upp á heiðurinn á Laugardalsvellinum á morgun. Við hverju býst íslenska landsliðið af liði Úkraínu á morgun? „Við horfðum á þá í fyrradag og þeir eru mjög góðir. Þeir eru sérstaklega góðir með boltann. Þeir eru búnir að yngja upp í liðinu en þeir eru að fara koma hingað og gefa okkur hörkuleik. Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna,“ sagði Aron Elís. „Við setum þá kröfu á okkur sjálfa að klára þetta. Við erum alltof nálægt þessu til að fara að klúðra þessu. Þetta er ekkert flókið, við ætlum bara að koma hingað á morgun og vinna þetta," sagði Aron Elís en hvað þarf íslenska liðið þá að gera? „Við þurfum að halda í okkar skipulag, ekki vera of æstir í að fara að sækja markið strax og vera bara rólegir því þá held ég að þetta komi bara,“ sagði Aron Elís. „Við verðum bara þolinmóðir og spilum okkar leik. Við ætlum ekkert að breyta því og vonandi bara klárum við þetta,“ sagði Aron. Úrslitakeppni í Póllandi næsta sumar gæti opnað margar dyr fyrir íslensku strákana. „Þetta er þvílíkur gluggi fyrir alla í liðinu. Það eru margir í liðinu sem eru að spila á Íslandi og þetta er því gríðarlega stór gluggi fyrir þá að komast á þetta lokamót. Við settum það markmið fyrir keppnina að komast til Póllands og við erum svo nálægt því núna,“ sagði Aron Elís Þrándarson en það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport.Viðtalið við Aron Elís
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Sjá meira