Eyjólfur: Ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið á móti Tyrkjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 19:30 Eyjólfur Sverrisson nú á möguleika á því að skila 21 árs landsliðinu í fótbolta aftur inn í úrslitakeppni Evrópumótsins en til þess þurfa strákarnir hans að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á morgun. Efsta sætið í riðlinum gefur sæti í úrslitakeppninni í Póllandi næsta sumar og það er öruggt að Makedónía og Frakkland verða bæði neðar en Ísland takist strákunum að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum í kvöld. Eyjólfur þjálfaði einnig 21 árs landsliðið sem komst í úrslitakeppni EM í Danmörku sumarið 2011 en lykilmenn þess liðs hafa síðar gert garðinn frægan með A-landsliðinu. „Við ætlum okkur á EM og þá þurfum við að vinna þennan leik. Það er einmitt það sem við ætlum að gera. Við sögðum það fyrir keppnina að við þyrftum að enda í efsta sæti til þess að komast á EM. Með sigri þá náum við því og við stefnum á það,“ sagði Eyjólfur Sverrisson í viðtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann 365, á æfingu íslenska liðsins í Laugardalnum í dag. Er þetta úkraínska lið sterkara en það skoska sem íslenska liðið vann í síðustu viku. „Þetta eru svipuð lið og ég reikna með jöfnum leik. Þetta verður baráttuleikur og við ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið gerði í gær eða með miklum sigurvilja og ákveðni. Takist það þá eigum við alla möguleika á því að vinna þennan leik, “ sagði Eyjólfur „Við sáum vinnsluna í A-landsliðinu í gær og þar sýndu allir sem einn gríðarlega baráttu. Það er líka það sem hefur verið okkar aðalsmerki í þessari keppni. Við ætlum okkur að halda því áfram,“ sagði Eyjólfur „Það verða einhverjar breytingar og það eru einhver smá meiðsli. Við þurfum því að sjá til,“ sagði Eyjólfur um það hvort hann ætli að breyta liðinu sem vann Skota á miðvikudaginn var. Eyjólfur fór með 21 árs landsliðið á EM 2011 en getur hann borið þessi tvö lið saman. „Ég er búinn að vera með 21 árs liðið í þremur keppnum og þetta eru allt mjög mismundandi lið. Eitt var mjög teknískt sóknarlið, annað var stórt, sterkt og massíft lið. Þetta lið er svona blanda af hinum tveimur, “ sagði Eyjólfur „Við reynum að gera það besta með þá leikmenn sem við höfum. Við reynum að stilla þá saman þannig að þeir séu að spila sama fótboltann og að allir séu að róa í sömu átt,“ sagði Eyjólfur. Hann er mjög ánægður með liðið sitt hingað til í keppninni. „Við höfum sýnt frábæra leiki og þetta hefur verið frábært mót hjá liðinu. Við ætlum að halda því áfram og ljúka því annað kvöld,,“ sagði Eyjólfur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Eyjólf Sverrisson hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson nú á möguleika á því að skila 21 árs landsliðinu í fótbolta aftur inn í úrslitakeppni Evrópumótsins en til þess þurfa strákarnir hans að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á morgun. Efsta sætið í riðlinum gefur sæti í úrslitakeppninni í Póllandi næsta sumar og það er öruggt að Makedónía og Frakkland verða bæði neðar en Ísland takist strákunum að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum í kvöld. Eyjólfur þjálfaði einnig 21 árs landsliðið sem komst í úrslitakeppni EM í Danmörku sumarið 2011 en lykilmenn þess liðs hafa síðar gert garðinn frægan með A-landsliðinu. „Við ætlum okkur á EM og þá þurfum við að vinna þennan leik. Það er einmitt það sem við ætlum að gera. Við sögðum það fyrir keppnina að við þyrftum að enda í efsta sæti til þess að komast á EM. Með sigri þá náum við því og við stefnum á það,“ sagði Eyjólfur Sverrisson í viðtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann 365, á æfingu íslenska liðsins í Laugardalnum í dag. Er þetta úkraínska lið sterkara en það skoska sem íslenska liðið vann í síðustu viku. „Þetta eru svipuð lið og ég reikna með jöfnum leik. Þetta verður baráttuleikur og við ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið gerði í gær eða með miklum sigurvilja og ákveðni. Takist það þá eigum við alla möguleika á því að vinna þennan leik, “ sagði Eyjólfur „Við sáum vinnsluna í A-landsliðinu í gær og þar sýndu allir sem einn gríðarlega baráttu. Það er líka það sem hefur verið okkar aðalsmerki í þessari keppni. Við ætlum okkur að halda því áfram,“ sagði Eyjólfur „Það verða einhverjar breytingar og það eru einhver smá meiðsli. Við þurfum því að sjá til,“ sagði Eyjólfur um það hvort hann ætli að breyta liðinu sem vann Skota á miðvikudaginn var. Eyjólfur fór með 21 árs landsliðið á EM 2011 en getur hann borið þessi tvö lið saman. „Ég er búinn að vera með 21 árs liðið í þremur keppnum og þetta eru allt mjög mismundandi lið. Eitt var mjög teknískt sóknarlið, annað var stórt, sterkt og massíft lið. Þetta lið er svona blanda af hinum tveimur, “ sagði Eyjólfur „Við reynum að gera það besta með þá leikmenn sem við höfum. Við reynum að stilla þá saman þannig að þeir séu að spila sama fótboltann og að allir séu að róa í sömu átt,“ sagði Eyjólfur. Hann er mjög ánægður með liðið sitt hingað til í keppninni. „Við höfum sýnt frábæra leiki og þetta hefur verið frábært mót hjá liðinu. Við ætlum að halda því áfram og ljúka því annað kvöld,,“ sagði Eyjólfur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Eyjólf Sverrisson hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira