Ofurhetjurnar komnar í Djúpavík Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 11. október 2016 07:00 Skyndilega er lítið friðsælt þorp á Vestfjörðum orðinn miðdepill kvikmyndaáhugamanna. Þar eru yfir 200 manns nú samankomnir. vísir/stefán Andrúmsloftið á Ströndum er öðruvísi þessa dagana enda hefjast tökur á tveimur atriðum á Hollywood-stórmyndinni Justice League í dag. Rúmlega 200 manna lið er komið til Djúpavíkur þar sem tökur fara fram. Svartir Range Rover-ar og aðrir lúxusbílar keyra nú um vegina og þyrlur ferja fólk til og frá. Undirbúningur fyrir þessi tvö atriði hefur gengið vel samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og eru Hollywood-starfsmenn sagðir ánægðir með samstarfið við íslenska kollega sína.Ben Affleck leikur Batman í kvikmyndinni Justice League.vísir/gettyFjölskyldur sem sóttu í friðinn og einveruna vestur á fjörðum fengu lítinn frið um helgina. Hávaði frá þyrlum og aukin umferð lúxusbíla rufu þann frið. Þeir Íslendingar sem vinna að myndinni eru látnir skrifa undir þagnareið og mega því ekki tjá sig um framvindu mála. Kvikmyndastjörnurnar Jason Momoa og William Dafoe eru komnar norður en ekki er vitað hvenær Ben Affleck, sem leikur Batman, kemur til landsins en hann tók þátt í að leiklesa handrit Good Will Hunting um helgina í New York. Öryggisgæsla er töluverð á Djúpavík en þó fékk kvikmyndagerðarmaðurinn William Short, sem staddur er hér á landi til að gera litla heimildarmynd um lokabardaga Grettis Ásmundarsonar, að sitja í mat með þeim sem eru að taka upp myndina. Hann greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni en maturinn er eldaður af Múlakaffi. Jason Momoa, sem leikur Aquaman, birti myndir á Instagram-reikningi sínum af Djúpuvík og dásamaði þar haustfegurðina. Momoa er þekktastur fyrir hlutverk sitt í Baywatch og Game of Thrones þar sem hann lék Khal Drogo. William Dafoe var gómaður í miðbæ Reykjavíkur fyrir utan Kalda bar en Dafoe leikur vin Aquaman, sem kallaður er Nuidis Vulko. Dafoe er gamalreyndur leikari og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Platoon árið 1986. Stefnt er að því að Justice League verði jólamyndin árið 2017, leikstjóri er Zack Snyder.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00 Ferðasumarið í Djúpavík: Trylltur dans norðurljósanna í björgunarleiðangri með hótelgestum Samgönguskortur, ævintýralegar reddingar og kvikmyndir er meðal þess sem Magnús Karl Pétursson, nýr hótelstjóri Hótel Djúpavíkur, ræðir um í viðtali um ferðasumarið á Djúpavík. 8. september 2016 10:00 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Andrúmsloftið á Ströndum er öðruvísi þessa dagana enda hefjast tökur á tveimur atriðum á Hollywood-stórmyndinni Justice League í dag. Rúmlega 200 manna lið er komið til Djúpavíkur þar sem tökur fara fram. Svartir Range Rover-ar og aðrir lúxusbílar keyra nú um vegina og þyrlur ferja fólk til og frá. Undirbúningur fyrir þessi tvö atriði hefur gengið vel samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og eru Hollywood-starfsmenn sagðir ánægðir með samstarfið við íslenska kollega sína.Ben Affleck leikur Batman í kvikmyndinni Justice League.vísir/gettyFjölskyldur sem sóttu í friðinn og einveruna vestur á fjörðum fengu lítinn frið um helgina. Hávaði frá þyrlum og aukin umferð lúxusbíla rufu þann frið. Þeir Íslendingar sem vinna að myndinni eru látnir skrifa undir þagnareið og mega því ekki tjá sig um framvindu mála. Kvikmyndastjörnurnar Jason Momoa og William Dafoe eru komnar norður en ekki er vitað hvenær Ben Affleck, sem leikur Batman, kemur til landsins en hann tók þátt í að leiklesa handrit Good Will Hunting um helgina í New York. Öryggisgæsla er töluverð á Djúpavík en þó fékk kvikmyndagerðarmaðurinn William Short, sem staddur er hér á landi til að gera litla heimildarmynd um lokabardaga Grettis Ásmundarsonar, að sitja í mat með þeim sem eru að taka upp myndina. Hann greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni en maturinn er eldaður af Múlakaffi. Jason Momoa, sem leikur Aquaman, birti myndir á Instagram-reikningi sínum af Djúpuvík og dásamaði þar haustfegurðina. Momoa er þekktastur fyrir hlutverk sitt í Baywatch og Game of Thrones þar sem hann lék Khal Drogo. William Dafoe var gómaður í miðbæ Reykjavíkur fyrir utan Kalda bar en Dafoe leikur vin Aquaman, sem kallaður er Nuidis Vulko. Dafoe er gamalreyndur leikari og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Platoon árið 1986. Stefnt er að því að Justice League verði jólamyndin árið 2017, leikstjóri er Zack Snyder.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00 Ferðasumarið í Djúpavík: Trylltur dans norðurljósanna í björgunarleiðangri með hótelgestum Samgönguskortur, ævintýralegar reddingar og kvikmyndir er meðal þess sem Magnús Karl Pétursson, nýr hótelstjóri Hótel Djúpavíkur, ræðir um í viðtali um ferðasumarið á Djúpavík. 8. september 2016 10:00 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00
Ferðasumarið í Djúpavík: Trylltur dans norðurljósanna í björgunarleiðangri með hótelgestum Samgönguskortur, ævintýralegar reddingar og kvikmyndir er meðal þess sem Magnús Karl Pétursson, nýr hótelstjóri Hótel Djúpavíkur, ræðir um í viðtali um ferðasumarið á Djúpavík. 8. september 2016 10:00
Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið