Aldarfjórðungur liðinn frá Bermúdaskálinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2016 10:15 "Það vakti gríðarlega athygli að félagslið frá Íslandi næði svona langt,“ segir Björn um árangur íslensku briddssveitarinnar fyrir 25 árum úti í Japan. Fréttablaðið/GVA „Þetta eru tímamót, það er alveg rétt. Að landa heimsmeistaratitlinum var stór viðburður á sínum tíma og hann lifir,“ segir Björn Eysteinsson sem var fyrirliði íslensku briddssveitarinnar á heimsmeistaramótinu í Yokohama í Japan árið 1991. „Það vakti gríðarlega athygli að félagslið frá Íslandi næði svona langt,“ rifjar hann upp og segir Briddssambandið ætla að halda veglegt afmælisteiti í byrjun næsta mánaðar. Gríðarleg stemning skapaðist kringum mótið hér heima, enda segir Björn ákveðna blaða- og fréttamenn hafa haldið landsmönnum vel upplýstum um gengi sveitarinnar. „Bjarni Fel hjá útvarpinu var í stöðugu sambandi dag og nótt og DV tók forsíðu blaðsins undir landsliðið í tvo til þrjá daga.“ Auk Björns var briddssveitin skipuð þeim Aðalsteini Jörgensen, Erni Arnþórssyni, Guðlaugi R. Jóhannssyni, Guðmundi Páli Arnarsyni, Jóni Baldurssyni og Þorláki Jónssyni. Við heimkomuna var þeim fagnað með eftirminnilegum hætti í Leifsstöð, þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra stakk upp á að glösum yrði lyft og ekki bara hrópað skál, heldur Bermúdaskál, eftir verðlaunagripnum eftirsótta sem þeir komu með. Mikil briddsvakning varð meðal þjóðarinnar eftir þennan frækilega sigur. Þegar gerð var skoðanakönnun ári síðar á því hversu margir spiluðu bridds sér til gamans reglulega voru það 25 prósent þeirra sem talað var við. „Enn er heilmikill fjöldi sem hittist í heimahúsum til að spila bridds þó það fólk keppi ekki,“ segir Björn og upplýsir að fimm þeirra sem voru í sigursveitinni spili keppnisbridds enn, þar á meðal hann, enda kveðst hann mæta á æfingar einu sinni í viku hjá Briddsfélagi Reykjavíkur. Björn er í golfinu líka og rekur eigin golfferðaskrifstofu. Hún heitir því ágæta nafni Betri ferðir. Hann kveðst skipuleggja styttri og lengri golfferðir til margra Evrópulanda. „Eftir að gengi íslensku krónunnar hefur styrkst er mun hagkvæmara fyrir golfara að fara í pakkaferðir,“ bendir hann á. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. október 2016. Lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Þetta eru tímamót, það er alveg rétt. Að landa heimsmeistaratitlinum var stór viðburður á sínum tíma og hann lifir,“ segir Björn Eysteinsson sem var fyrirliði íslensku briddssveitarinnar á heimsmeistaramótinu í Yokohama í Japan árið 1991. „Það vakti gríðarlega athygli að félagslið frá Íslandi næði svona langt,“ rifjar hann upp og segir Briddssambandið ætla að halda veglegt afmælisteiti í byrjun næsta mánaðar. Gríðarleg stemning skapaðist kringum mótið hér heima, enda segir Björn ákveðna blaða- og fréttamenn hafa haldið landsmönnum vel upplýstum um gengi sveitarinnar. „Bjarni Fel hjá útvarpinu var í stöðugu sambandi dag og nótt og DV tók forsíðu blaðsins undir landsliðið í tvo til þrjá daga.“ Auk Björns var briddssveitin skipuð þeim Aðalsteini Jörgensen, Erni Arnþórssyni, Guðlaugi R. Jóhannssyni, Guðmundi Páli Arnarsyni, Jóni Baldurssyni og Þorláki Jónssyni. Við heimkomuna var þeim fagnað með eftirminnilegum hætti í Leifsstöð, þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra stakk upp á að glösum yrði lyft og ekki bara hrópað skál, heldur Bermúdaskál, eftir verðlaunagripnum eftirsótta sem þeir komu með. Mikil briddsvakning varð meðal þjóðarinnar eftir þennan frækilega sigur. Þegar gerð var skoðanakönnun ári síðar á því hversu margir spiluðu bridds sér til gamans reglulega voru það 25 prósent þeirra sem talað var við. „Enn er heilmikill fjöldi sem hittist í heimahúsum til að spila bridds þó það fólk keppi ekki,“ segir Björn og upplýsir að fimm þeirra sem voru í sigursveitinni spili keppnisbridds enn, þar á meðal hann, enda kveðst hann mæta á æfingar einu sinni í viku hjá Briddsfélagi Reykjavíkur. Björn er í golfinu líka og rekur eigin golfferðaskrifstofu. Hún heitir því ágæta nafni Betri ferðir. Hann kveðst skipuleggja styttri og lengri golfferðir til margra Evrópulanda. „Eftir að gengi íslensku krónunnar hefur styrkst er mun hagkvæmara fyrir golfara að fara í pakkaferðir,“ bendir hann á. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. október 2016.
Lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira