Rúnar Alex: Draumur fyrir mig að spila í svona liði Tómas Þór Þóraðrson skrifar 11. október 2016 08:45 Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta mætir Úkraínu í lokaumferð undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli í dag klukkan 16.45. Með sigri komast ungu strákarnir okkar beint í lokakeppni EM í Póllandi á næsta ári og leika eftir afrek gullkynslóðarinnar frá því 2011. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en útsending hefst klukkan 16.35. „Ég er rólegur núna. Ég er ekkert stressaður, bara spenntur,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður liðsins, við Vísi á lokaæfingunni á Laugardalsvellinum í gær.Sjá einnig:Leikur upp á framtíðina Íslenska liðið er á toppi riðilsins og ræður eigin örlögum. Sigur þýðir að liðið er öruggt með farseðil á lokamótið. Rúnari Alex finnst Ísland vera með betra lið en Úkraína. „Mér finnst það. Það segir sitt að við erum efstir í þessum riðli. Ég ætla ekki að vera með of stórar yfirlýsingar en við förum klárlega í þennan leik sem sigurstranglegra liðið þar sem við erum að spila úrslitaleik um að fara á EM en þeir hafa að engu að keppa,“ segir markvörðurinn, en hvert er leyndarmálið á bakvið árangur þessa liðs? „Ég held að það séu tengslin milli leikmanna. Það eru allir góðir vinir, við þekkjum vel inn á hvorn annan og þekkjum okkar takmörk. Svo er stór hlutur í þessu öllu saman að við erum allir að spila í okkar félagsliðum og komum því til móts við landsliðið með sjálfstraust og í leikformi sem skiptir rosalega miklu máli,“ sagði Rúnar Alex.Rúnar Alex í leiknum gegn Skotlandi í síðustu viku.vísir/ernirStór gluggi Rúnar Alex missti af fjórum leikjum vegna meiðsla í undankeppninni en er búinn að spila fimm og fá aðeins á sig tvö mörk. Varnarleikur íslenska liðsins frá fremsta manni hefur verið frábær nánast alla undankeppnina. „Við erum aðeins búnir að fá á okkur fimm mörk í þremur leikjum og halda hreinu sex sinnum. Það er draumur fyrir mig sem markvörð að spila í svona liði,“ sagði Rúnar Alex, sem spilar með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni.Sjá einnig:Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna „Það er líka draumur fyrir liðið að geta þetta og er rosalegur styrkur. Ef við skorum eitt mark og við höldum hreinu gegn Úkraínu þá erum við komnir á EM.“ U21 árs keppnin er einn stærsti sýningargluggi heims fyrir unga leikmenn og um það eru strákarnir allir meðvitaðir. „Það er stórt fyrir leikmennina sem eru að spila á Íslandi að fá þetta tækifæri. Þetta verður bara geggja ef af verður. Þessi gluggi er risastór - alveg risastórt dæmi“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Oliver tæpur fyrir stórleikinn á morgun: „Vinstri bakvörður sem leysti mig af“ Oliver Sigurjónsson, fyrirliði U21 árs landsliðsins, hefur fulla trú á að liðið komist í lokakeppni EM þó hann verði ekki með á morgun. 10. október 2016 16:45 Eyjólfur: Ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið á móti Tyrkjum Eyjólfur Sverrisson nú á möguleika á því að skila 21 árs landsliðinu í fótbolta aftur inn í úrslitakeppni Evrópumótsins en til þess þurfa strákarnir hans að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á morgun. 10. október 2016 19:30 Leikur upp á framtíðina U21 árs landsliðið í fótbolta getur komist í lokakeppni EM 2017 með sigri á Úkraínu í kvöld. Sigur gæti haft jákvæð margföldunaráhrif á íslenskan fótbolta. 11. október 2016 06:00 Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Real Madrid - Espanyol | Taplaus lið í toppslag Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Sjá meira
Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta mætir Úkraínu í lokaumferð undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli í dag klukkan 16.45. Með sigri komast ungu strákarnir okkar beint í lokakeppni EM í Póllandi á næsta ári og leika eftir afrek gullkynslóðarinnar frá því 2011. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en útsending hefst klukkan 16.35. „Ég er rólegur núna. Ég er ekkert stressaður, bara spenntur,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður liðsins, við Vísi á lokaæfingunni á Laugardalsvellinum í gær.Sjá einnig:Leikur upp á framtíðina Íslenska liðið er á toppi riðilsins og ræður eigin örlögum. Sigur þýðir að liðið er öruggt með farseðil á lokamótið. Rúnari Alex finnst Ísland vera með betra lið en Úkraína. „Mér finnst það. Það segir sitt að við erum efstir í þessum riðli. Ég ætla ekki að vera með of stórar yfirlýsingar en við förum klárlega í þennan leik sem sigurstranglegra liðið þar sem við erum að spila úrslitaleik um að fara á EM en þeir hafa að engu að keppa,“ segir markvörðurinn, en hvert er leyndarmálið á bakvið árangur þessa liðs? „Ég held að það séu tengslin milli leikmanna. Það eru allir góðir vinir, við þekkjum vel inn á hvorn annan og þekkjum okkar takmörk. Svo er stór hlutur í þessu öllu saman að við erum allir að spila í okkar félagsliðum og komum því til móts við landsliðið með sjálfstraust og í leikformi sem skiptir rosalega miklu máli,“ sagði Rúnar Alex.Rúnar Alex í leiknum gegn Skotlandi í síðustu viku.vísir/ernirStór gluggi Rúnar Alex missti af fjórum leikjum vegna meiðsla í undankeppninni en er búinn að spila fimm og fá aðeins á sig tvö mörk. Varnarleikur íslenska liðsins frá fremsta manni hefur verið frábær nánast alla undankeppnina. „Við erum aðeins búnir að fá á okkur fimm mörk í þremur leikjum og halda hreinu sex sinnum. Það er draumur fyrir mig sem markvörð að spila í svona liði,“ sagði Rúnar Alex, sem spilar með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni.Sjá einnig:Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna „Það er líka draumur fyrir liðið að geta þetta og er rosalegur styrkur. Ef við skorum eitt mark og við höldum hreinu gegn Úkraínu þá erum við komnir á EM.“ U21 árs keppnin er einn stærsti sýningargluggi heims fyrir unga leikmenn og um það eru strákarnir allir meðvitaðir. „Það er stórt fyrir leikmennina sem eru að spila á Íslandi að fá þetta tækifæri. Þetta verður bara geggja ef af verður. Þessi gluggi er risastór - alveg risastórt dæmi“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Oliver tæpur fyrir stórleikinn á morgun: „Vinstri bakvörður sem leysti mig af“ Oliver Sigurjónsson, fyrirliði U21 árs landsliðsins, hefur fulla trú á að liðið komist í lokakeppni EM þó hann verði ekki með á morgun. 10. október 2016 16:45 Eyjólfur: Ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið á móti Tyrkjum Eyjólfur Sverrisson nú á möguleika á því að skila 21 árs landsliðinu í fótbolta aftur inn í úrslitakeppni Evrópumótsins en til þess þurfa strákarnir hans að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á morgun. 10. október 2016 19:30 Leikur upp á framtíðina U21 árs landsliðið í fótbolta getur komist í lokakeppni EM 2017 með sigri á Úkraínu í kvöld. Sigur gæti haft jákvæð margföldunaráhrif á íslenskan fótbolta. 11. október 2016 06:00 Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Real Madrid - Espanyol | Taplaus lið í toppslag Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Sjá meira
Oliver tæpur fyrir stórleikinn á morgun: „Vinstri bakvörður sem leysti mig af“ Oliver Sigurjónsson, fyrirliði U21 árs landsliðsins, hefur fulla trú á að liðið komist í lokakeppni EM þó hann verði ekki með á morgun. 10. október 2016 16:45
Eyjólfur: Ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið á móti Tyrkjum Eyjólfur Sverrisson nú á möguleika á því að skila 21 árs landsliðinu í fótbolta aftur inn í úrslitakeppni Evrópumótsins en til þess þurfa strákarnir hans að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á morgun. 10. október 2016 19:30
Leikur upp á framtíðina U21 árs landsliðið í fótbolta getur komist í lokakeppni EM 2017 með sigri á Úkraínu í kvöld. Sigur gæti haft jákvæð margföldunaráhrif á íslenskan fótbolta. 11. október 2016 06:00
Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn