Landsleikur Albaníu og Spánar endaði ekki vel fyrir spænska miðvörðinn, Sergio Ramos.
Hann fór meiddur af velli er hann meiddist á hné. Nú hefur komið í ljós að það mun taka hann mánuð að jafna sig á meiðslunum.
Það þýðir að Ramos gæti misst af fjórum leikjum með Real Madrid. Þar á meðal borgarslag gegn Atletico Madrid.
Hann myndi einnig missa af leik í Meistaradeildinni gegn Legia Varsjá og er tæpur að ná landsleik Spánverja gegn Makedóníu þann 12. nóvember.
