Rimac gegn Porsche 918 Spyder Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 10:30 Porsche 918 er sannkallaður ofurbíll og á metið á Nürburgring brautinni þýsku og fór hana á undir 7 mínútum. Þessi tengiltvinnbíll var aðeins framleiddur í 918 eintökum og kostaði hvert eintak hans 95 milljónir króna. En duga 887 hestöfl hans til að skáka króatíska rafmagnsbílnum Rimac, sem reyndar er skráður fyrir 1.088 hestöflum og öskrandi 1.600 Nm togi. Það sést í þessu myndskeiði hér að ofan. Til að gera sér örlítið grein fyrir getu Rimac rafmagnsbílsins þá fer hann sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og það tekur hann aðeins 6,2 sekúndur að ná 200 km hraða. Bílunum var att saman á kvartmílubraut í Bandaríkjunum og teknir einir 6 sprettir á henni. Það fylgir sögunni að í öllum hamaganginum ofhitnaði Porsche 918 Spyder bíllinn en það átti ekki við Rimac bílinn, en hann er jú ekki með neina brunavél, aðeins rafmótora. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent
Porsche 918 er sannkallaður ofurbíll og á metið á Nürburgring brautinni þýsku og fór hana á undir 7 mínútum. Þessi tengiltvinnbíll var aðeins framleiddur í 918 eintökum og kostaði hvert eintak hans 95 milljónir króna. En duga 887 hestöfl hans til að skáka króatíska rafmagnsbílnum Rimac, sem reyndar er skráður fyrir 1.088 hestöflum og öskrandi 1.600 Nm togi. Það sést í þessu myndskeiði hér að ofan. Til að gera sér örlítið grein fyrir getu Rimac rafmagnsbílsins þá fer hann sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og það tekur hann aðeins 6,2 sekúndur að ná 200 km hraða. Bílunum var att saman á kvartmílubraut í Bandaríkjunum og teknir einir 6 sprettir á henni. Það fylgir sögunni að í öllum hamaganginum ofhitnaði Porsche 918 Spyder bíllinn en það átti ekki við Rimac bílinn, en hann er jú ekki með neina brunavél, aðeins rafmótora.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent