Þjóðverjar halda áfram góðu gengi sínu í undankeppni HM 2018 en liðið vann þægilegan sigur á Norður-Írlandi á heimavelli í kvöld.
Julian Draxler kom þeim þýsku yfir strax eftir 13 mínútur með snyrtilegu skoti utan teigs og Sami Khedira kom heimamönnum í 2-0 með skalla eftir hornspyrnu á 17. mínútu.
Mörkin urðu ekki fleiri og Þjóðverjar eru með níu stig, fullt hús, eftir þrjá leiki í toppsæti riðilsins. Norður-Írar hafa fjögur stig í þriðja æsti riðilsins.
Aserbaídjan heldur áfram að koma á óvart en liðið er með sjö stig í öðru sæti eftir markalaust jafntefli í Tékklandi í kvöld.
Norðmenn unnu svo 4-1 sigur á San Marínó á heimavelli og hafa þrjú stig í fjórða sæti riðilsins. Tékkar hafa tvö stig og San Marínó stigalaust eins og svo oft áður.
Skyldusigur hjá Þjóðverjum sem hafa ekki fengið á sig mark | Sjáðu mörkin
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mest lesið






Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins
Enski boltinn




Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti