Þjóðverjar halda áfram góðu gengi sínu í undankeppni HM 2018 en liðið vann þægilegan sigur á Norður-Írlandi á heimavelli í kvöld.
Julian Draxler kom þeim þýsku yfir strax eftir 13 mínútur með snyrtilegu skoti utan teigs og Sami Khedira kom heimamönnum í 2-0 með skalla eftir hornspyrnu á 17. mínútu.
Mörkin urðu ekki fleiri og Þjóðverjar eru með níu stig, fullt hús, eftir þrjá leiki í toppsæti riðilsins. Norður-Írar hafa fjögur stig í þriðja æsti riðilsins.
Aserbaídjan heldur áfram að koma á óvart en liðið er með sjö stig í öðru sæti eftir markalaust jafntefli í Tékklandi í kvöld.
Norðmenn unnu svo 4-1 sigur á San Marínó á heimavelli og hafa þrjú stig í fjórða sæti riðilsins. Tékkar hafa tvö stig og San Marínó stigalaust eins og svo oft áður.
Skyldusigur hjá Þjóðverjum sem hafa ekki fengið á sig mark | Sjáðu mörkin
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn


Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti



