Taílandskonungur alvarlega veikur Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. október 2016 07:00 Konur bíða fyrir utan sjúkrahúsið þar sem Taílandskonungur er sagður berjast fyrir lífi sínu . Nordicphotos/AFP Bhumibol Aduljadei, hinn 88 ára gamli konungur Taílands, hefur verið alvarlega veikur undanfarið og eru Taílendingar farnir að búa sig undir dauða hans. Hann hefur verið konungur síðan 1946, eða í heil sjötíu ár, lengur en nokkur annar núlifandi þjóðhöfðingi í veröldinni. Fyrir nokkrum dögum var í fyrsta sinn skýrt frá því opinberlega að konungurinn hefði verið á sjúkrahúsi meira eða minna allt árið. Á laugardaginn þurfti hann að fara í blóðskilun vegna nýrnabilunar. Upplýsingar frá konungshöllinni eru samt enn af skornum skammti þannig að hvorki almenningur né fjölmiðlar vita mikið um raunverulegt heilsufarsástand konungsins. Konungurinn nýtur mikilla vinsælda í Taílandi og þar varðar hreinlega við lög að hallmæla honum. Hann hefur með vissum hætti tryggt stöðugleika í landinu alla sína löngu stjórnartíð þrátt fyrir tíðar byltingar og ólgu í stjórnmálum. Arftaki hans verður sonur hans, krónprinsinn Maha Vajiralongkorn, sem er 64 ára gamall en nýtur engan veginn sömu vinsælda og faðir hans. Hann þykir frekar óútreiknanlegur. Einhverjir vonast til þess að Bhumibol konungur hafi séð til þess að í stað krónprinsins muni Sirindhorn, dóttir konungsins og systir prinsins, taka við. Sá núlifandi þjóðhöfðingi, sem kemst næst Bhumibol Taílandskonungi hvað varðar lengd valdatíma, er Elísabet Bretadrottning sem tók við völdum árið 1952. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Bhumibol Aduljadei, hinn 88 ára gamli konungur Taílands, hefur verið alvarlega veikur undanfarið og eru Taílendingar farnir að búa sig undir dauða hans. Hann hefur verið konungur síðan 1946, eða í heil sjötíu ár, lengur en nokkur annar núlifandi þjóðhöfðingi í veröldinni. Fyrir nokkrum dögum var í fyrsta sinn skýrt frá því opinberlega að konungurinn hefði verið á sjúkrahúsi meira eða minna allt árið. Á laugardaginn þurfti hann að fara í blóðskilun vegna nýrnabilunar. Upplýsingar frá konungshöllinni eru samt enn af skornum skammti þannig að hvorki almenningur né fjölmiðlar vita mikið um raunverulegt heilsufarsástand konungsins. Konungurinn nýtur mikilla vinsælda í Taílandi og þar varðar hreinlega við lög að hallmæla honum. Hann hefur með vissum hætti tryggt stöðugleika í landinu alla sína löngu stjórnartíð þrátt fyrir tíðar byltingar og ólgu í stjórnmálum. Arftaki hans verður sonur hans, krónprinsinn Maha Vajiralongkorn, sem er 64 ára gamall en nýtur engan veginn sömu vinsælda og faðir hans. Hann þykir frekar óútreiknanlegur. Einhverjir vonast til þess að Bhumibol konungur hafi séð til þess að í stað krónprinsins muni Sirindhorn, dóttir konungsins og systir prinsins, taka við. Sá núlifandi þjóðhöfðingi, sem kemst næst Bhumibol Taílandskonungi hvað varðar lengd valdatíma, er Elísabet Bretadrottning sem tók við völdum árið 1952. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira