Rousey hefur ekki barist síðan hún tapaði gegn Holly Holmes í nóvember á síðasta ári og missti heimsmeistaratitil sinn í bantamvigt, en Holly rotaði Rousey afar óvænt fyrir tæpu ári síðan.
Rousey reynir á endurheimta heimsmeistaratitil sinn á UFC 207 í Las Vegas 30. desember en Nunes er ríkjandi meistari. Hún vann Mieshu Tate í titilbardaga á UFC 200 í júlí á þessu ári en Tate hafði þá tekið hann af Holmes.
Áður en titilinn skipti þrisvar um handhafa í þremur bardögum var Rousey búinn að bera beltið í tæp þrjú ár en hún var algjörlega ósigrandi þar til kom að bardaganum gegn Holly Holmes.
Rousey tók sér góða pásu frá UFC og sneri sér meðal annars að kvikmyndaleik. Hún átti mjög erfitt uppdráttar eftir tapið og viðurkenndi að hún hefði íhugað sjálfsvíg eftir bardagann gegn Holmes.
SHE'S BAAAAAAAAAAACK!! #UFC207 pic.twitter.com/dY7RQnd4w8
— UFC (@ufc) October 12, 2016