Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 09:00 Lars Lagerbäck gæti vafalítið komið hlutunum í lag hjá Noregi. vísir/vilhelm Norska landsliðið í fótbolta hefur sjaldan verið slakara en um þessar mundir. Liðið tapaði fyrir Aserbaídjan í undankeppni HM 2018 um helgina og kreisti fram sigur gegn smáríkinu San Marinó sem skoraði sitt fyrsta útivallarmark í fimmtán ár gegn Norðmönnum á Ullevål. Norskir sparkspekingar gera lítið annað en að tæta norska liðið og norskan fótbolta að stóru leyti í sig þessa dagana og er landsliðsþjálfarinn Per-Mathias Högmo heldur betur valtur í sessi. Búist er við að Högmo verði látinn fara og að nýr þjálfari stýri norska landsliðinu síðasta mótsleik ársins gegn Tékklandi ytra í byrjun nóvember. Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, er sá maður sem oftast er talað um þegar rætt er um eftirmann Högmo en Egil „Drillo“ Olsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, vill fá Svíann Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og íslands.Niður fyrir Færeyjar Norska liðið náði sínum langbesta árangri í sögunni með Drillo við stjórnvölinn um aldamótin en hann benti á Lars í viðtali við norska fjölmiðla þegar mögulegur eftirmaður Högmo var til umræðu. „Þjálfari sem ég ber mikla virðingu fyrir er Lars Lagerbäck. Ég veit ekki hvort hann er inn í myndinni en hann er þjálfari sem Noregur þarf á að halda,“ sagði Drillo. Noregur er í svo sögulegri lægð að það fer niður fyrir Færeyjar á næsta heimslista en þar verður Ísland í 21. sæti, langefst allra Norðurlandaþjóðanna.Ísland bætir sinn eigin árangur um eitt sæti en undir stjórn Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar komst liðið hæst í 22. sæti eftir frábæran árangur á Evrópumótinu í Frakklandi. Lars Lagerbäck starfar nú hjá sænska knattspyrnusambandinu og vinnur með sænska landsliðinu í undankeppni HM 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Sjá meira
Norska landsliðið í fótbolta hefur sjaldan verið slakara en um þessar mundir. Liðið tapaði fyrir Aserbaídjan í undankeppni HM 2018 um helgina og kreisti fram sigur gegn smáríkinu San Marinó sem skoraði sitt fyrsta útivallarmark í fimmtán ár gegn Norðmönnum á Ullevål. Norskir sparkspekingar gera lítið annað en að tæta norska liðið og norskan fótbolta að stóru leyti í sig þessa dagana og er landsliðsþjálfarinn Per-Mathias Högmo heldur betur valtur í sessi. Búist er við að Högmo verði látinn fara og að nýr þjálfari stýri norska landsliðinu síðasta mótsleik ársins gegn Tékklandi ytra í byrjun nóvember. Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, er sá maður sem oftast er talað um þegar rætt er um eftirmann Högmo en Egil „Drillo“ Olsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, vill fá Svíann Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og íslands.Niður fyrir Færeyjar Norska liðið náði sínum langbesta árangri í sögunni með Drillo við stjórnvölinn um aldamótin en hann benti á Lars í viðtali við norska fjölmiðla þegar mögulegur eftirmaður Högmo var til umræðu. „Þjálfari sem ég ber mikla virðingu fyrir er Lars Lagerbäck. Ég veit ekki hvort hann er inn í myndinni en hann er þjálfari sem Noregur þarf á að halda,“ sagði Drillo. Noregur er í svo sögulegri lægð að það fer niður fyrir Færeyjar á næsta heimslista en þar verður Ísland í 21. sæti, langefst allra Norðurlandaþjóðanna.Ísland bætir sinn eigin árangur um eitt sæti en undir stjórn Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar komst liðið hæst í 22. sæti eftir frábæran árangur á Evrópumótinu í Frakklandi. Lars Lagerbäck starfar nú hjá sænska knattspyrnusambandinu og vinnur með sænska landsliðinu í undankeppni HM 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Sjá meira