Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 09:00 Lars Lagerbäck gæti vafalítið komið hlutunum í lag hjá Noregi. vísir/vilhelm Norska landsliðið í fótbolta hefur sjaldan verið slakara en um þessar mundir. Liðið tapaði fyrir Aserbaídjan í undankeppni HM 2018 um helgina og kreisti fram sigur gegn smáríkinu San Marinó sem skoraði sitt fyrsta útivallarmark í fimmtán ár gegn Norðmönnum á Ullevål. Norskir sparkspekingar gera lítið annað en að tæta norska liðið og norskan fótbolta að stóru leyti í sig þessa dagana og er landsliðsþjálfarinn Per-Mathias Högmo heldur betur valtur í sessi. Búist er við að Högmo verði látinn fara og að nýr þjálfari stýri norska landsliðinu síðasta mótsleik ársins gegn Tékklandi ytra í byrjun nóvember. Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, er sá maður sem oftast er talað um þegar rætt er um eftirmann Högmo en Egil „Drillo“ Olsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, vill fá Svíann Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og íslands.Niður fyrir Færeyjar Norska liðið náði sínum langbesta árangri í sögunni með Drillo við stjórnvölinn um aldamótin en hann benti á Lars í viðtali við norska fjölmiðla þegar mögulegur eftirmaður Högmo var til umræðu. „Þjálfari sem ég ber mikla virðingu fyrir er Lars Lagerbäck. Ég veit ekki hvort hann er inn í myndinni en hann er þjálfari sem Noregur þarf á að halda,“ sagði Drillo. Noregur er í svo sögulegri lægð að það fer niður fyrir Færeyjar á næsta heimslista en þar verður Ísland í 21. sæti, langefst allra Norðurlandaþjóðanna.Ísland bætir sinn eigin árangur um eitt sæti en undir stjórn Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar komst liðið hæst í 22. sæti eftir frábæran árangur á Evrópumótinu í Frakklandi. Lars Lagerbäck starfar nú hjá sænska knattspyrnusambandinu og vinnur með sænska landsliðinu í undankeppni HM 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Norska landsliðið í fótbolta hefur sjaldan verið slakara en um þessar mundir. Liðið tapaði fyrir Aserbaídjan í undankeppni HM 2018 um helgina og kreisti fram sigur gegn smáríkinu San Marinó sem skoraði sitt fyrsta útivallarmark í fimmtán ár gegn Norðmönnum á Ullevål. Norskir sparkspekingar gera lítið annað en að tæta norska liðið og norskan fótbolta að stóru leyti í sig þessa dagana og er landsliðsþjálfarinn Per-Mathias Högmo heldur betur valtur í sessi. Búist er við að Högmo verði látinn fara og að nýr þjálfari stýri norska landsliðinu síðasta mótsleik ársins gegn Tékklandi ytra í byrjun nóvember. Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, er sá maður sem oftast er talað um þegar rætt er um eftirmann Högmo en Egil „Drillo“ Olsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, vill fá Svíann Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og íslands.Niður fyrir Færeyjar Norska liðið náði sínum langbesta árangri í sögunni með Drillo við stjórnvölinn um aldamótin en hann benti á Lars í viðtali við norska fjölmiðla þegar mögulegur eftirmaður Högmo var til umræðu. „Þjálfari sem ég ber mikla virðingu fyrir er Lars Lagerbäck. Ég veit ekki hvort hann er inn í myndinni en hann er þjálfari sem Noregur þarf á að halda,“ sagði Drillo. Noregur er í svo sögulegri lægð að það fer niður fyrir Færeyjar á næsta heimslista en þar verður Ísland í 21. sæti, langefst allra Norðurlandaþjóðanna.Ísland bætir sinn eigin árangur um eitt sæti en undir stjórn Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar komst liðið hæst í 22. sæti eftir frábæran árangur á Evrópumótinu í Frakklandi. Lars Lagerbäck starfar nú hjá sænska knattspyrnusambandinu og vinnur með sænska landsliðinu í undankeppni HM 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira