Kókaínið og þunglyndið hafði betur gegn Fury sem gefur frá sér beltin Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 09:45 Tyson Fury er ekki lengur handhafi beltanna. vísir/getty Hnefaleikakappinn Tyson Fury er búinn að gefa frá sér WBO og WBA-heimsmeistaratitlana sem hann vann á síðasta ári þegar hann hafði betur gegn Wladimir Klitschko. Hann hefur ekki barist síðast og tvisvar sinnum hætt við endurkomu þegar búið var að skipuleggja næsta bardaga. Þessi 28 ára gamli Breti er búinn að viðurkenna að hann neytir kókaíns til að hjálpa sér að glíma við þunglyndi en Fury gæti misst hnefaleikaleyfið sitt síðar í dag þegar úrskurður breska hnefaleikasambandsins í máli hans liggur fyrir.Sjá einnig:„Ég er ekki íþróttamaður - bara feitur maður“ „Ég hef nú aðra stóra baráttu í mínu lífi og rétt eins og gegn Klitschko mun ég hafa betur. Það er betra fyrir hnefaleikana og bara sanngjarnt að ég gefi frá mér beltin,“ segir Fury í yfirlýsingu sem birtist í morgun. „Ég vann þessa titla í hringnum og mér finnst að þeir eigi að tapast í hringnum. Ég get aftur á móti ekki varið þá á þessari stundu og því tók ég þessa erfiðu ákvörðun að losa mig við heimsmeistaratitlana sem ég elska.“ Fury átti hvort sem er í hættu á að missa beltin en bæði WBO og WBA voru búin að hóta því að taka þau aftur þar sem Fury var ekki búinn að berjast í tæpt ár og hætta tvisvar sinnum við að verja titlana sína. Aðeins eru tíu dagar síðan Fury sagðist vera hættur í hnefaleikum á Twitter. Hann hefur átt mjög erfitt undanfarna daga, meðal annars glímt við geðræn vandamál, og sagði í viðtali við Rolling Stone að vonandi myndi einhver drepa hann áður en hann myndi fremja sjálfsmorð. Box Tengdar fréttir Fury var bara að grínast Það er eitthvað furðulegt að gerast hjá þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury. 4. október 2016 17:00 Fury gæti misst hnefaleikaleyfið Þungavigtarmeistarinn Tyson Fury mun væntanlega missa hnefaleikaleyfið sitt í kjölfar þess að hann viðurkenndi kókaínnotkun. 5. október 2016 16:00 Fury hættur og drullar yfir hnefaleika Þungarvigtarmeistarinn Tyson Fury tilkynnti að hann væri hættur í hnefaleikum með afar dónalegum hætti á Twitter. 3. október 2016 13:30 Verð vonandi drepinn áður en ég frem sjálfsmorð Staðan á þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury, er ekki góð. Hann hefur glímt við geðræn vandamál í mörg ár og hefur ekki æft síðan í maí. 5. október 2016 07:31 Vantar sjóð til að borga fyrir sálfræðiþjónustu Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum vill að hnefaleikasambönd heimsins stofni sjóð sem geti hjálpað hnefaleikaköppum sem eru að glíma við andleg vandamál. 6. október 2016 07:30 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Hnefaleikakappinn Tyson Fury er búinn að gefa frá sér WBO og WBA-heimsmeistaratitlana sem hann vann á síðasta ári þegar hann hafði betur gegn Wladimir Klitschko. Hann hefur ekki barist síðast og tvisvar sinnum hætt við endurkomu þegar búið var að skipuleggja næsta bardaga. Þessi 28 ára gamli Breti er búinn að viðurkenna að hann neytir kókaíns til að hjálpa sér að glíma við þunglyndi en Fury gæti misst hnefaleikaleyfið sitt síðar í dag þegar úrskurður breska hnefaleikasambandsins í máli hans liggur fyrir.Sjá einnig:„Ég er ekki íþróttamaður - bara feitur maður“ „Ég hef nú aðra stóra baráttu í mínu lífi og rétt eins og gegn Klitschko mun ég hafa betur. Það er betra fyrir hnefaleikana og bara sanngjarnt að ég gefi frá mér beltin,“ segir Fury í yfirlýsingu sem birtist í morgun. „Ég vann þessa titla í hringnum og mér finnst að þeir eigi að tapast í hringnum. Ég get aftur á móti ekki varið þá á þessari stundu og því tók ég þessa erfiðu ákvörðun að losa mig við heimsmeistaratitlana sem ég elska.“ Fury átti hvort sem er í hættu á að missa beltin en bæði WBO og WBA voru búin að hóta því að taka þau aftur þar sem Fury var ekki búinn að berjast í tæpt ár og hætta tvisvar sinnum við að verja titlana sína. Aðeins eru tíu dagar síðan Fury sagðist vera hættur í hnefaleikum á Twitter. Hann hefur átt mjög erfitt undanfarna daga, meðal annars glímt við geðræn vandamál, og sagði í viðtali við Rolling Stone að vonandi myndi einhver drepa hann áður en hann myndi fremja sjálfsmorð.
Box Tengdar fréttir Fury var bara að grínast Það er eitthvað furðulegt að gerast hjá þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury. 4. október 2016 17:00 Fury gæti misst hnefaleikaleyfið Þungavigtarmeistarinn Tyson Fury mun væntanlega missa hnefaleikaleyfið sitt í kjölfar þess að hann viðurkenndi kókaínnotkun. 5. október 2016 16:00 Fury hættur og drullar yfir hnefaleika Þungarvigtarmeistarinn Tyson Fury tilkynnti að hann væri hættur í hnefaleikum með afar dónalegum hætti á Twitter. 3. október 2016 13:30 Verð vonandi drepinn áður en ég frem sjálfsmorð Staðan á þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury, er ekki góð. Hann hefur glímt við geðræn vandamál í mörg ár og hefur ekki æft síðan í maí. 5. október 2016 07:31 Vantar sjóð til að borga fyrir sálfræðiþjónustu Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum vill að hnefaleikasambönd heimsins stofni sjóð sem geti hjálpað hnefaleikaköppum sem eru að glíma við andleg vandamál. 6. október 2016 07:30 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Fury var bara að grínast Það er eitthvað furðulegt að gerast hjá þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury. 4. október 2016 17:00
Fury gæti misst hnefaleikaleyfið Þungavigtarmeistarinn Tyson Fury mun væntanlega missa hnefaleikaleyfið sitt í kjölfar þess að hann viðurkenndi kókaínnotkun. 5. október 2016 16:00
Fury hættur og drullar yfir hnefaleika Þungarvigtarmeistarinn Tyson Fury tilkynnti að hann væri hættur í hnefaleikum með afar dónalegum hætti á Twitter. 3. október 2016 13:30
Verð vonandi drepinn áður en ég frem sjálfsmorð Staðan á þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury, er ekki góð. Hann hefur glímt við geðræn vandamál í mörg ár og hefur ekki æft síðan í maí. 5. október 2016 07:31
Vantar sjóð til að borga fyrir sálfræðiþjónustu Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum vill að hnefaleikasambönd heimsins stofni sjóð sem geti hjálpað hnefaleikaköppum sem eru að glíma við andleg vandamál. 6. október 2016 07:30