Sport

Conor ætlar aldrei að berjast aftur í Las Vegas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor þjarmar hér að Nate Diaz.
Conor þjarmar hér að Nate Diaz. vísir/getty
Conor McGregor er ekki ánægður með 17 milljón króna sektina sem hann fékk í vikunni frá íþróttasambandi Nevada. Hann hefur farið fram á að keppa ekki aftur í Las Vegas.

„Ég var ekki ánægður með þessa uppákomu á blaðamannafundinum en þetta er aðeins of mikið,“ sagði White en sektin var tilkomin út af því að Írinn kastaði vatnsflöskum og orkudrykkjardósum yfir David Copperfield-salinn á MGM-hótelinu er hann var á blaðamannafundi með Nate Diaz. Áhorfendur hefðu getað meiðst.

„Conor hafði svo samband við mig í gær og sagðist aldrei vilja berjast aftur í Las Vegas. Það er ekki gott fyrir Nevada. Þeir sekta strákana okkar svo mikið að þeir vilja ekki berjast þar aftur.“

Conor fékk 344 milljónir fyrir bardagann gegn Diaz þannig að hann hafði alveg efni á sektinni.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×