Sendiherra Íslands gefur danska fótboltalandsliðinu góð ráð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2016 19:15 Vísir/Samsett mynd Íslenska fótboltalandsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum en þessi misserin og Danir horfa nú öfundaraugum á velgengi íslenska liðsins á meðan danska liðið hrynur niður styrkleikalistann. Ísland var í 27. sæti á síðasta lista, 19 sætum ofar en Danir, en fer væntanlega upp í 21. sæti á næsta lista. Danir detta aftur á móti niður um fjögur sæti eða alla leið í 50. sætið. Danir verða því væntanlega 29 sætum á eftir Íslandi á nýjum FIFA-lista. Politiken fjallar um íslenska landsliðið og ber saman ferðalag Íslands og Danmerkur á FIFA-listanum þar sem Danir hafa farið úr 11. sæti niður í það 50. en Íslendingar úr 112. sæti upp í það 21. Íslenska landsliðið er taplaust á toppi síns riðils í undankeppninni en Danir eru í 4. sæti í sínum riðli og hafa tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Benedikt Jónsson, Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, mætti á leik Dana og Svartfellinga í undankeppni þar sem Danir töpuðu 1-0. Politiken nýtti tækifærið og fékk hans mat á gengi landsliðanna tveggja. „Ég varð fyrir vonbrigðum með leikinn í gær. Kannski er vandamálið að þið einblínið of mikið á of fáa leikmenn. Lýsendurnir tala nánast bara um Christian Eriksen,“ sagði Benedikt Jónsson en hann viðurkenndi um leið að hafa ekki meira vit á fótboltanum en að hafa leikið sér með boltann þegar hann var strákur. Blaðamaður Politiken spurði Benedikt um hvaða ráð hann gæti gefið danska landsliðinu í fótbolta? „Það eru ellefu leikmenn í liði. Íslenska leiðin er að einblína á allt liðið en ekki einstaklingana,“ sagði Benedikt en er hann bjartsýnn á það að Ísland komist á HM í fyrsta sinn? „Það eru bara nokkrir leikir búnir og það er erfitt að spá fyrir um það núna. Það voru samt ekki margir sem bjuggust við því að Ísland kæmist til Frakklands. Þeir eru í erfiðum riðli með Króatíu, Tyrklandi og Úkraínu en af hverju ekki?,“ sagði Benedikt. Það má finna viðtalið við hann og umfjöllunina hér. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Strákarnir okkar aldrei verið ofar á heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið bætir eigið met frá því eftir EM og er áfram langbesta liðið á Norðurlöndum. 12. október 2016 08:00 Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45 Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Norska landsliðið hefur sjaldan verið verið slakara og er þjálfarinn valtur í sessi. 13. október 2016 09:00 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misstu niður tveggja marka forystu Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum en þessi misserin og Danir horfa nú öfundaraugum á velgengi íslenska liðsins á meðan danska liðið hrynur niður styrkleikalistann. Ísland var í 27. sæti á síðasta lista, 19 sætum ofar en Danir, en fer væntanlega upp í 21. sæti á næsta lista. Danir detta aftur á móti niður um fjögur sæti eða alla leið í 50. sætið. Danir verða því væntanlega 29 sætum á eftir Íslandi á nýjum FIFA-lista. Politiken fjallar um íslenska landsliðið og ber saman ferðalag Íslands og Danmerkur á FIFA-listanum þar sem Danir hafa farið úr 11. sæti niður í það 50. en Íslendingar úr 112. sæti upp í það 21. Íslenska landsliðið er taplaust á toppi síns riðils í undankeppninni en Danir eru í 4. sæti í sínum riðli og hafa tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Benedikt Jónsson, Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, mætti á leik Dana og Svartfellinga í undankeppni þar sem Danir töpuðu 1-0. Politiken nýtti tækifærið og fékk hans mat á gengi landsliðanna tveggja. „Ég varð fyrir vonbrigðum með leikinn í gær. Kannski er vandamálið að þið einblínið of mikið á of fáa leikmenn. Lýsendurnir tala nánast bara um Christian Eriksen,“ sagði Benedikt Jónsson en hann viðurkenndi um leið að hafa ekki meira vit á fótboltanum en að hafa leikið sér með boltann þegar hann var strákur. Blaðamaður Politiken spurði Benedikt um hvaða ráð hann gæti gefið danska landsliðinu í fótbolta? „Það eru ellefu leikmenn í liði. Íslenska leiðin er að einblína á allt liðið en ekki einstaklingana,“ sagði Benedikt en er hann bjartsýnn á það að Ísland komist á HM í fyrsta sinn? „Það eru bara nokkrir leikir búnir og það er erfitt að spá fyrir um það núna. Það voru samt ekki margir sem bjuggust við því að Ísland kæmist til Frakklands. Þeir eru í erfiðum riðli með Króatíu, Tyrklandi og Úkraínu en af hverju ekki?,“ sagði Benedikt. Það má finna viðtalið við hann og umfjöllunina hér.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00 „Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00 Strákarnir okkar aldrei verið ofar á heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið bætir eigið met frá því eftir EM og er áfram langbesta liðið á Norðurlöndum. 12. október 2016 08:00 Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45 Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Norska landsliðið hefur sjaldan verið verið slakara og er þjálfarinn valtur í sessi. 13. október 2016 09:00 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misstu niður tveggja marka forystu Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Sjá meira
Tyrkir fengu „mikilvæga kennslustund í fótbolta“ frá Íslandi Tyrkneskir fjölmiðlar heillast af íslenska landsliðinu sem er búið að pakka Tyrkjum saman tvisvar sinnum á tveimur árum. 10. október 2016 09:00
„Hefðum ekki unnið Ísland þó við hefðum spilað til morguns“ Fyrrverandi landsliðsmaður Tyrklands var hrifinn af spilamennsku Íslands en langt frá því að vera sáttur með sína menn. 10. október 2016 08:00
Strákarnir okkar aldrei verið ofar á heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið bætir eigið met frá því eftir EM og er áfram langbesta liðið á Norðurlöndum. 12. október 2016 08:00
Eiður ánægður með strákana en skýtur létt á Alfreð fyrir brasilíska hornfánadansinn "Ég lærði af þeim besta,“ svaraði Alfreð markahæsta leikmanni íslenska landsliðsins frá upphafi. 10. október 2016 09:45
Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Norska landsliðið hefur sjaldan verið verið slakara og er þjálfarinn valtur í sessi. 13. október 2016 09:00