Afmælissýning á Hótel Höfn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2016 09:15 Haukur og Selma Hauksdóttir (samt ekki feðgin) syngja saman. Bak við þau eru Heiðar Sigurðsson og Bjartmar Ágústsson. „Skemmtifélagið hafði samband við mig sem gamlan hljómsveitarstjóra og stakk upp á að Hljómsveit Hauks yrði með í 50 ára afmælissýningu Hótels Hafnar, hún var svo oft búin að spila þar fyrir dansi. Við vorum þakklát fyrir heiðurinn en niðurstaðan varð sú að ég kæmi einn fram fyrir hönd sveitarinnar,“ segir Haukur Þorvaldsson, netagerðar- og tónlistarmaður á Höfn. „Það er nú ekki mín sterkasta hlið að syngja en ég læt mig hafa það að taka tvö lög,“ bætir hann við glaðlega. Sýningin sem frumsýnd er í kvöld nefnist Þannig týnist tíminn og er sú 15. sem Hornfirska skemmtifélagið setur upp á Hótel Höfn. Þar verða flutt vinsæl, íslensk lög frá árunum 1966 til 2016 í bland við gamanmál. Haukur segir um 20 manns koma að henni og að kynnar verði Erna Gísladóttir og Björn Sigfinnsson. „Í tilefni af 50 ára afmæli sínu býður hótelið gestum upp á fordrykk fyrir sýningar. Þá tekur við þriggja rétta kvöldverður, síðan sýningin sjálf og að henni lokinnileikur hljómsveitin KUSK fyrir dansi. Í tengslum við sýningar býður hótelið tveggja nátta gistingu með morgunmat á verði einnar," lýsir hann. Haukur segir Hótel Höfn hafa haft mikið gildi fyrir staðinn og héraðið í heild. „Það var ótrúlegt afrek hjá þeim Árna Stefánssyni og Þórhalli Dan Kristjánssyni og þeirra konum, Svövu og Ólöfu Sverrisdætrum, að koma hótelinu upp á sínum tíma. Salurinn tók 120-30 í sæti og herbergin voru 20 í fyrstu en var fljótlega fjölgað um helming. Þetta var áður en vegurinn opnaðist sunnanlands og ekki margir á ferð yfir vetrartímann en þá fékk fiskvinnslufólk inni á hótelinu og salurinn var vinsæll fyrir fundi, árshátíðir og hvers kyns mannfagnaði.“ Hafnarkirkja og Lionsklúbbur Hornafjarðar eru líka 50 ára á árinu, að sögn Hauks, svo 1966 var merkisár á Höfn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október 2016. Lífið Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
„Skemmtifélagið hafði samband við mig sem gamlan hljómsveitarstjóra og stakk upp á að Hljómsveit Hauks yrði með í 50 ára afmælissýningu Hótels Hafnar, hún var svo oft búin að spila þar fyrir dansi. Við vorum þakklát fyrir heiðurinn en niðurstaðan varð sú að ég kæmi einn fram fyrir hönd sveitarinnar,“ segir Haukur Þorvaldsson, netagerðar- og tónlistarmaður á Höfn. „Það er nú ekki mín sterkasta hlið að syngja en ég læt mig hafa það að taka tvö lög,“ bætir hann við glaðlega. Sýningin sem frumsýnd er í kvöld nefnist Þannig týnist tíminn og er sú 15. sem Hornfirska skemmtifélagið setur upp á Hótel Höfn. Þar verða flutt vinsæl, íslensk lög frá árunum 1966 til 2016 í bland við gamanmál. Haukur segir um 20 manns koma að henni og að kynnar verði Erna Gísladóttir og Björn Sigfinnsson. „Í tilefni af 50 ára afmæli sínu býður hótelið gestum upp á fordrykk fyrir sýningar. Þá tekur við þriggja rétta kvöldverður, síðan sýningin sjálf og að henni lokinnileikur hljómsveitin KUSK fyrir dansi. Í tengslum við sýningar býður hótelið tveggja nátta gistingu með morgunmat á verði einnar," lýsir hann. Haukur segir Hótel Höfn hafa haft mikið gildi fyrir staðinn og héraðið í heild. „Það var ótrúlegt afrek hjá þeim Árna Stefánssyni og Þórhalli Dan Kristjánssyni og þeirra konum, Svövu og Ólöfu Sverrisdætrum, að koma hótelinu upp á sínum tíma. Salurinn tók 120-30 í sæti og herbergin voru 20 í fyrstu en var fljótlega fjölgað um helming. Þetta var áður en vegurinn opnaðist sunnanlands og ekki margir á ferð yfir vetrartímann en þá fékk fiskvinnslufólk inni á hótelinu og salurinn var vinsæll fyrir fundi, árshátíðir og hvers kyns mannfagnaði.“ Hafnarkirkja og Lionsklúbbur Hornafjarðar eru líka 50 ára á árinu, að sögn Hauks, svo 1966 var merkisár á Höfn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október 2016.
Lífið Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira