Segir erfitt að meta hvort að viðvörunarskiltin geri sitt gagn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2016 15:08 Víðir Reynisson er lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi en Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður þess landshluta. vísir Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. Það sé þó þannig að engin ein lausn sé til á því vandamáli sem snýr að öryggi fólks í fjörunni. Þórdís birti í gær myndband á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar þar sem sést að ferðamenn nú sem áður leggja sig í stórhættu við að ná sem bestum myndum í fjörunni en Þórdís og Sigurlaug voru í fjóra daga í Reynisfjöru í liðinni viku. Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði Þórdís að margir ferðamannanna hafi verið að reyna að taka hina fullkomnu mynd. Þá sagði hún í samtali við mbl.is að það hefði komið þeim á óvart hversu lítið ferðamennirnir voru meðvitaðir um hættuna. Ný skilti sem vara ferðamenn við hættunni í Reynisfjöru voru sett upp í fjörunni fyrr í mánuðinum en aðspurður hvort að skiltin skili tilætluðum árangri segir Víðir erfitt að meta það. „En þetta eru frábær gögn sem þessir nemendur eru að safna og það verður mjög áhugavert að sjá niðurstöðurnar, til að mynda hvað þetta er stór hluti af ferðamönnum sem eru að koma þarna sem eru með þessa hegðun sem þær eru að sýna í þessum myndböndum, eru þetta einstök tilvik eða er þetta mjög algengt?“Sjá einnig: Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnumHér sést einn af dröngunum sem ferðamenn vilja svo ólmir ná mynd af.Vísir/Friðrik ÞórVíðir segir það vitað að ávallt sé einhver hluti ferðamanna sem tekur ekki til sín viðvaranir. Rannsókn þeirra Þórdísar og Sigurlaugar sé frábært innlegt í umræðuna um Reynisfjöru og til að meta það hvort skiltin dugi eða hvort gera þurfi meira. „Ég er nú þegar búinn að fá viðbrögð frá aðilum sem segja að við verðum að gera meira og einhvern veginn reyna að neyða fólk þannig að það komist ekki niður í fjöru nema klifra yfir skiltin eða eitthvað slíkt, ég veit ekki hvaða leið menn vilja fara í því en einhvern veginn þá að búa til enn þrengri leið niður í fjöruna.“Ekki raunhæft að setja bryggju eða útsýnispall út í sjó Að sögn Víðis er ekki raunhæft að byggja einhvers konar bryggju eða útsýnispall til að auðvelda ferðamönnum að taka myndum af dröngunum. „Ein af ástæðunum fyrir því að skiltin eru þar sem þau eru er sú að brimið gengur þarna alveg upp. Allt sem er sett er þarna niður í fjöru það fer bara í mesta briminu þannig að einhvers konar bryggja eða útsýnispallur mun bara eyðileggjast í veðrum og briminu sem er þarna.“Banaslys varð í Reynisfjöru í febrúar síðastliðnum og var lögreglan í kjölfarið með vakt í fjörunni. Víðir segir lögregluna á Suðurlandi hvorki hafa mannskap né fjármuni til þess að vera með ávallt með vakt á staðnum. „Það voru umræður um það að þetta væri einn af stöðunum þar sem þyrfti að koma á svona landvörslu en þegar við vorum með vaktina þarna þá tók ég eina vakt. Þann dag var algjör blíða og lítið brim, sól og enginn vindur. Samt voru að koma þarna frekar hættulegar öldur og við vorum hlaupandi þarna fram og til baka um fjöruna að aðstoða fólk sem var að fara út í sjóinn þó að við værum með þessa vakt. Þannig að það er engin ein lausn á þessu og að einhverju leyti verður það alltaf þannig að það verður fólk með áhættuhegðun sem okkur þykir skrýtin. Við getum þó unnið með umhverfið, skýrar reglur og svona vakt. Það mun minnka þann fjölda sem setur sig í svona hættu.“ Víðir segir að næsta skref varðandi Reynisfjöru sé að endurmeta hvort viðvörunarskilti á staðnum hafi tilætluð áhrif. Hann ítrekar að þar geti rannsókn þeirra Þórdísar og Sigurlaugar komið að góðum notum þegar niðurstöður hennar liggja fyrir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. Það sé þó þannig að engin ein lausn sé til á því vandamáli sem snýr að öryggi fólks í fjörunni. Þórdís birti í gær myndband á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar þar sem sést að ferðamenn nú sem áður leggja sig í stórhættu við að ná sem bestum myndum í fjörunni en Þórdís og Sigurlaug voru í fjóra daga í Reynisfjöru í liðinni viku. Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði Þórdís að margir ferðamannanna hafi verið að reyna að taka hina fullkomnu mynd. Þá sagði hún í samtali við mbl.is að það hefði komið þeim á óvart hversu lítið ferðamennirnir voru meðvitaðir um hættuna. Ný skilti sem vara ferðamenn við hættunni í Reynisfjöru voru sett upp í fjörunni fyrr í mánuðinum en aðspurður hvort að skiltin skili tilætluðum árangri segir Víðir erfitt að meta það. „En þetta eru frábær gögn sem þessir nemendur eru að safna og það verður mjög áhugavert að sjá niðurstöðurnar, til að mynda hvað þetta er stór hluti af ferðamönnum sem eru að koma þarna sem eru með þessa hegðun sem þær eru að sýna í þessum myndböndum, eru þetta einstök tilvik eða er þetta mjög algengt?“Sjá einnig: Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnumHér sést einn af dröngunum sem ferðamenn vilja svo ólmir ná mynd af.Vísir/Friðrik ÞórVíðir segir það vitað að ávallt sé einhver hluti ferðamanna sem tekur ekki til sín viðvaranir. Rannsókn þeirra Þórdísar og Sigurlaugar sé frábært innlegt í umræðuna um Reynisfjöru og til að meta það hvort skiltin dugi eða hvort gera þurfi meira. „Ég er nú þegar búinn að fá viðbrögð frá aðilum sem segja að við verðum að gera meira og einhvern veginn reyna að neyða fólk þannig að það komist ekki niður í fjöru nema klifra yfir skiltin eða eitthvað slíkt, ég veit ekki hvaða leið menn vilja fara í því en einhvern veginn þá að búa til enn þrengri leið niður í fjöruna.“Ekki raunhæft að setja bryggju eða útsýnispall út í sjó Að sögn Víðis er ekki raunhæft að byggja einhvers konar bryggju eða útsýnispall til að auðvelda ferðamönnum að taka myndum af dröngunum. „Ein af ástæðunum fyrir því að skiltin eru þar sem þau eru er sú að brimið gengur þarna alveg upp. Allt sem er sett er þarna niður í fjöru það fer bara í mesta briminu þannig að einhvers konar bryggja eða útsýnispallur mun bara eyðileggjast í veðrum og briminu sem er þarna.“Banaslys varð í Reynisfjöru í febrúar síðastliðnum og var lögreglan í kjölfarið með vakt í fjörunni. Víðir segir lögregluna á Suðurlandi hvorki hafa mannskap né fjármuni til þess að vera með ávallt með vakt á staðnum. „Það voru umræður um það að þetta væri einn af stöðunum þar sem þyrfti að koma á svona landvörslu en þegar við vorum með vaktina þarna þá tók ég eina vakt. Þann dag var algjör blíða og lítið brim, sól og enginn vindur. Samt voru að koma þarna frekar hættulegar öldur og við vorum hlaupandi þarna fram og til baka um fjöruna að aðstoða fólk sem var að fara út í sjóinn þó að við værum með þessa vakt. Þannig að það er engin ein lausn á þessu og að einhverju leyti verður það alltaf þannig að það verður fólk með áhættuhegðun sem okkur þykir skrýtin. Við getum þó unnið með umhverfið, skýrar reglur og svona vakt. Það mun minnka þann fjölda sem setur sig í svona hættu.“ Víðir segir að næsta skref varðandi Reynisfjöru sé að endurmeta hvort viðvörunarskilti á staðnum hafi tilætluð áhrif. Hann ítrekar að þar geti rannsókn þeirra Þórdísar og Sigurlaugar komið að góðum notum þegar niðurstöður hennar liggja fyrir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira