Biðtími krónprinsins teygist á langinn Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. október 2016 07:00 Maha Vajiralongkorn krónprins hefur reglulega vakið hneykslun. vísir/epa Tæp vika er síðan Bhumibol Adulyadej Taílandskonungur lést, 88 ára eftir heil 70 ár á valdastól. Eini sonur hans, krónprinsinn Maha Vajiralongkorn, hefur ekki enn formlega tekið við. Ástæða biðarinnar hefur ekki verið gefin upp, en hennar gæti verið að leita í þeirri staðreynd að krónprinsinn er og hefur lengi verið afar umdeildur í Taílandi.Konungurinn hefur notið óskiptrar virðingar flestra landsmanna. Þótt konungstigninni fylgi lítil sem engin formleg völd hefur Bhumibol þótt hafa tryggt ákveðinn stöðugleika í landinu. Og það þrátt fyrir tíðar stjórnarbyltingar og pólitískt umrót. Sonurinn Vajiralongkorn hefur aftur á móti reglulega komist í fréttir fyrir glaumgosalíf og ýmsan galgopahátt. Almenningur er sagður bera litla virðingu fyrir honum og ráðamenn hafa haft áhyggjur af því að hann verði konungur. Vajiralongkorn er að vísu orðinn 64 ára og kannski tekinn að róast, en hneykslismálin fylgja honum. Hann er þrígiftur og á samtals sjö börn, þar af fimm með annarri eiginkonu sinni, en þau fæddust öll á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonunni. Hjónaband númer tvö entist þó aðeins í tvö ár og endaði með því að hann rak konuna úr landi. Krónprinsinn skildi við þriðju eiginkonu sína árið 2014 eftir að nokkrir ættingjar hennar voru handteknir og sakaðir um fjármálaspillingu. Hún sjálf varð alræmd í Taílandi fyrir að ganga um hálfnakin í mikilli afmælisveislu sem haldin var fyrir hund krónprinsins. Sá hundur er síðan sagður hafa verið gerður að yfirmanni í hernum. Enginn vafi leikur á því að Vajiralongkorn á fullan rétt til konungstignar í Taílandi, nú þegar faðir hans er látinn. Bhumipol konungur hafði sjálfur gefið það út formlega að Vajiralongkorn eigi að verða konungur, en samkvæmt lögum hefur konungurinn einn heimild til þess að svipta krónprins rétti til konungstignar. Nærri vika er samt liðin frá andláti Bhumipols og töfin veldur furðu. Opinberlega er Vajiralongkorn sjálfur sagður hafa óskað eftir því að bíða með að taka við konungstigninni, þangað til hann sé tilbúinn, eins og það er orðað í tilkynningu frá konungshöllinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Tengdar fréttir Facebook tekur út allar auglýsingar vegna fráfalls konungs Taílands Facebook segir að þetta sé gert í virðingarskyni við fráfall Taílandskonungs sem lést á fimmtudaginn. 15. október 2016 11:16 Krónprins Taílands vill fá ár til þess að syrgja föður sinn áður en hann tekur við Hann segist þurfa meiri tíma til þess að syrgja föður sinn sem lést á fimmtudag. 16. október 2016 09:10 Bhumibol Taílandskonungur er látinn Hinn 88 ára Bhumibol hafði setið lengst alls konungsfólks á valdastóli. 13. október 2016 12:03 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Tæp vika er síðan Bhumibol Adulyadej Taílandskonungur lést, 88 ára eftir heil 70 ár á valdastól. Eini sonur hans, krónprinsinn Maha Vajiralongkorn, hefur ekki enn formlega tekið við. Ástæða biðarinnar hefur ekki verið gefin upp, en hennar gæti verið að leita í þeirri staðreynd að krónprinsinn er og hefur lengi verið afar umdeildur í Taílandi.Konungurinn hefur notið óskiptrar virðingar flestra landsmanna. Þótt konungstigninni fylgi lítil sem engin formleg völd hefur Bhumibol þótt hafa tryggt ákveðinn stöðugleika í landinu. Og það þrátt fyrir tíðar stjórnarbyltingar og pólitískt umrót. Sonurinn Vajiralongkorn hefur aftur á móti reglulega komist í fréttir fyrir glaumgosalíf og ýmsan galgopahátt. Almenningur er sagður bera litla virðingu fyrir honum og ráðamenn hafa haft áhyggjur af því að hann verði konungur. Vajiralongkorn er að vísu orðinn 64 ára og kannski tekinn að róast, en hneykslismálin fylgja honum. Hann er þrígiftur og á samtals sjö börn, þar af fimm með annarri eiginkonu sinni, en þau fæddust öll á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonunni. Hjónaband númer tvö entist þó aðeins í tvö ár og endaði með því að hann rak konuna úr landi. Krónprinsinn skildi við þriðju eiginkonu sína árið 2014 eftir að nokkrir ættingjar hennar voru handteknir og sakaðir um fjármálaspillingu. Hún sjálf varð alræmd í Taílandi fyrir að ganga um hálfnakin í mikilli afmælisveislu sem haldin var fyrir hund krónprinsins. Sá hundur er síðan sagður hafa verið gerður að yfirmanni í hernum. Enginn vafi leikur á því að Vajiralongkorn á fullan rétt til konungstignar í Taílandi, nú þegar faðir hans er látinn. Bhumipol konungur hafði sjálfur gefið það út formlega að Vajiralongkorn eigi að verða konungur, en samkvæmt lögum hefur konungurinn einn heimild til þess að svipta krónprins rétti til konungstignar. Nærri vika er samt liðin frá andláti Bhumipols og töfin veldur furðu. Opinberlega er Vajiralongkorn sjálfur sagður hafa óskað eftir því að bíða með að taka við konungstigninni, þangað til hann sé tilbúinn, eins og það er orðað í tilkynningu frá konungshöllinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Tengdar fréttir Facebook tekur út allar auglýsingar vegna fráfalls konungs Taílands Facebook segir að þetta sé gert í virðingarskyni við fráfall Taílandskonungs sem lést á fimmtudaginn. 15. október 2016 11:16 Krónprins Taílands vill fá ár til þess að syrgja föður sinn áður en hann tekur við Hann segist þurfa meiri tíma til þess að syrgja föður sinn sem lést á fimmtudag. 16. október 2016 09:10 Bhumibol Taílandskonungur er látinn Hinn 88 ára Bhumibol hafði setið lengst alls konungsfólks á valdastóli. 13. október 2016 12:03 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Facebook tekur út allar auglýsingar vegna fráfalls konungs Taílands Facebook segir að þetta sé gert í virðingarskyni við fráfall Taílandskonungs sem lést á fimmtudaginn. 15. október 2016 11:16
Krónprins Taílands vill fá ár til þess að syrgja föður sinn áður en hann tekur við Hann segist þurfa meiri tíma til þess að syrgja föður sinn sem lést á fimmtudag. 16. október 2016 09:10
Bhumibol Taílandskonungur er látinn Hinn 88 ára Bhumibol hafði setið lengst alls konungsfólks á valdastóli. 13. október 2016 12:03