Frelsið er yndislegt Logi Bergmann skrifar 1. október 2016 07:00 Ég er nú ekki svo gamall. En samt man ég eftir ýmsu sem okkur finnst fáránlegt í dag. Svo fáránlegt að við erum jafnvel farin að hlæja að því og spyrjum okkur: Hvernig var þetta hægt? Ég var minntur á þetta um daginn þegar ég fór með bílinn í skoðun. Það er býsna notalegt. Ég fékk kaffi og svo spjallaði ég við viðkunnanlegan skoðunarmanninn og við rifjuðum upp þegar Bifreiðaeftirlitið sá um þessa hluti.Hálfguðir í sloppum Í minningunni, og ég held að hún sé ekki að blekkja, tók þetta bróðurpartinn af deginum. Skoðunarmenn höfðu alræðisvald og mættu, þegar röðin kom loksins að manni, eins og hálfguðir í sloppum, sem réðu því hvort maður ók heim eða þyrfti að leita að strætóleið frá Bíldshöfðanum. Myndi eitt smáatriði svipta mann frelsinu til þess að fá að keyra á Cortinunni? Það þótti í alvöru fullkomlega eðlilegt og skynsamlegt að senda huggulega stelpu með bílinn í skoðun, enda lá það alveg ljóst fyrir að duttlungar skoðunarmannsins réðu miklu. Ég man líka eftir að hafa unnið á Gauk á Stöng, þar sem menn drukku bjórlíki. Bjórlíki! Það þarf sennilega að útskýra það hugtak fyrir einhverjum kynslóðum. Jú, það var þegar barir blönduðu pilsner saman við einhverjar óskilgreindar tegundir af sterkum drykkjum til að drykkurinn smakkaðist eins og bjór. Sem tókst náttúrlega ekki. Útkoman var hroðaleg og þeir sem drukku urðu yfirleitt á rassgatinu, en okkur fannst þetta meiriháttar. Við vorum bara nánast eins og venjuleg þjóð! Höfum líka í huga að það eru ekki nema 30 ár síðan Íslendingar fengu að horfa á eitthvað annað en Ríkissjónvarpið. Það gekk ekki baráttulaust, undir heimsendaspám um örlög íslenskrar tungu. Þetta þrennt var eitthvað sem við höfðum vanist. Sumum fannst það jafnvel eðlilegt. Svo eðlilegt að þegar rætt var um að breyta því þá risu margir upp og börðust af miklum krafti gegn því. Þegar ég segi miklum krafti, þá meina ég að þeir voru algjörlega á því að ef við breyttum þessu færi allt meira eða minna til helvítis. En þeir töpuðu. Getið þið ímyndað ykkur hvernig væri ef þetta hefði ekki breyst? Kannski eigum við samt bara að vera þakklát. Það er í raun merkilegt að ríkið skuli hafa leyft einkareknar hárgreiðslu- og snyrtistofur. Að engum skuli hafa dottið í hug að segja: „Við getum ekkert látið þetta viðgangast eftirlitslaust. Hvað ef allt fyllist hér af illa klipptu, ljótu fólki?“ Og er ekki nóg komið af þessum stjórnmálaflokkum? Þetta lið getur ekki komið sér saman um neitt og rífst endalaust. Væri ríkisflokkurinn ekki lausnin?Lifum á brúninni Við erum enn í sömu stöðu. Við höfum fólk sem segir okkur að allt mögulegt sé stórhættulegt. Hér fari allt í rugl ef við látum okkur dreyma um að taka með eina rauðvín úr Melabúðinni. Svona eins og það að kaupa í vínbúð sé trygging fyrir huggulegri og passlegri drykkju. Bara ef við gerum það ekki á sunnudögum og ekki á kvöldin. En þetta virkar ekki lengur. Við erum ekki lengur á níunda áratugnum. Við höfum farið til útlanda, Meira að segja útlanda sem selja vín í búðum og þar virðist bara allt í lagi. Reyndar virðist Keflavík ekki vera á Íslandi. Í Leifsstöð er varla metri á milli vodkaflöskunnar og Hello Kitty. Og það er í lagi! En það er alltaf þannig að annar hópurinn talar miklu hærra. Ekki af því að hann hafi endilega meira að segja eða hafi rétt fyrir sér. Heldur af því að hann hefur talið sig þurfa að hafa vit fyrir okkur. Við þurfum að hafa sérstakt ríkiseftirlit með bílum til að þeir detti ekki bara í sundur á þjóðveginum. Við þurfum að hafa bara eina ríkisrás í sjónvarpi og útvarpi, því annars verða bara allir að bulla á útlensku eftir nokkur ár. Við þurfum að banna bjór því annars rúlla útúrdrukkin ungmenni um göturnar. Og við þurfum að banna búðum að selja vín. Annars fer allt til andskotans og almenningur ræður ekki við svona mikið frelsi. Ég segi: Tökum sjensinn. Það hefur gengið bærilega hingað til. Treystið okkur til að gera það sem við viljum. Við skulum reyna að fara varlega. Frelsið getur nefnilega verið svo skemmtilegt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Ég er nú ekki svo gamall. En samt man ég eftir ýmsu sem okkur finnst fáránlegt í dag. Svo fáránlegt að við erum jafnvel farin að hlæja að því og spyrjum okkur: Hvernig var þetta hægt? Ég var minntur á þetta um daginn þegar ég fór með bílinn í skoðun. Það er býsna notalegt. Ég fékk kaffi og svo spjallaði ég við viðkunnanlegan skoðunarmanninn og við rifjuðum upp þegar Bifreiðaeftirlitið sá um þessa hluti.Hálfguðir í sloppum Í minningunni, og ég held að hún sé ekki að blekkja, tók þetta bróðurpartinn af deginum. Skoðunarmenn höfðu alræðisvald og mættu, þegar röðin kom loksins að manni, eins og hálfguðir í sloppum, sem réðu því hvort maður ók heim eða þyrfti að leita að strætóleið frá Bíldshöfðanum. Myndi eitt smáatriði svipta mann frelsinu til þess að fá að keyra á Cortinunni? Það þótti í alvöru fullkomlega eðlilegt og skynsamlegt að senda huggulega stelpu með bílinn í skoðun, enda lá það alveg ljóst fyrir að duttlungar skoðunarmannsins réðu miklu. Ég man líka eftir að hafa unnið á Gauk á Stöng, þar sem menn drukku bjórlíki. Bjórlíki! Það þarf sennilega að útskýra það hugtak fyrir einhverjum kynslóðum. Jú, það var þegar barir blönduðu pilsner saman við einhverjar óskilgreindar tegundir af sterkum drykkjum til að drykkurinn smakkaðist eins og bjór. Sem tókst náttúrlega ekki. Útkoman var hroðaleg og þeir sem drukku urðu yfirleitt á rassgatinu, en okkur fannst þetta meiriháttar. Við vorum bara nánast eins og venjuleg þjóð! Höfum líka í huga að það eru ekki nema 30 ár síðan Íslendingar fengu að horfa á eitthvað annað en Ríkissjónvarpið. Það gekk ekki baráttulaust, undir heimsendaspám um örlög íslenskrar tungu. Þetta þrennt var eitthvað sem við höfðum vanist. Sumum fannst það jafnvel eðlilegt. Svo eðlilegt að þegar rætt var um að breyta því þá risu margir upp og börðust af miklum krafti gegn því. Þegar ég segi miklum krafti, þá meina ég að þeir voru algjörlega á því að ef við breyttum þessu færi allt meira eða minna til helvítis. En þeir töpuðu. Getið þið ímyndað ykkur hvernig væri ef þetta hefði ekki breyst? Kannski eigum við samt bara að vera þakklát. Það er í raun merkilegt að ríkið skuli hafa leyft einkareknar hárgreiðslu- og snyrtistofur. Að engum skuli hafa dottið í hug að segja: „Við getum ekkert látið þetta viðgangast eftirlitslaust. Hvað ef allt fyllist hér af illa klipptu, ljótu fólki?“ Og er ekki nóg komið af þessum stjórnmálaflokkum? Þetta lið getur ekki komið sér saman um neitt og rífst endalaust. Væri ríkisflokkurinn ekki lausnin?Lifum á brúninni Við erum enn í sömu stöðu. Við höfum fólk sem segir okkur að allt mögulegt sé stórhættulegt. Hér fari allt í rugl ef við látum okkur dreyma um að taka með eina rauðvín úr Melabúðinni. Svona eins og það að kaupa í vínbúð sé trygging fyrir huggulegri og passlegri drykkju. Bara ef við gerum það ekki á sunnudögum og ekki á kvöldin. En þetta virkar ekki lengur. Við erum ekki lengur á níunda áratugnum. Við höfum farið til útlanda, Meira að segja útlanda sem selja vín í búðum og þar virðist bara allt í lagi. Reyndar virðist Keflavík ekki vera á Íslandi. Í Leifsstöð er varla metri á milli vodkaflöskunnar og Hello Kitty. Og það er í lagi! En það er alltaf þannig að annar hópurinn talar miklu hærra. Ekki af því að hann hafi endilega meira að segja eða hafi rétt fyrir sér. Heldur af því að hann hefur talið sig þurfa að hafa vit fyrir okkur. Við þurfum að hafa sérstakt ríkiseftirlit með bílum til að þeir detti ekki bara í sundur á þjóðveginum. Við þurfum að hafa bara eina ríkisrás í sjónvarpi og útvarpi, því annars verða bara allir að bulla á útlensku eftir nokkur ár. Við þurfum að banna bjór því annars rúlla útúrdrukkin ungmenni um göturnar. Og við þurfum að banna búðum að selja vín. Annars fer allt til andskotans og almenningur ræður ekki við svona mikið frelsi. Ég segi: Tökum sjensinn. Það hefur gengið bærilega hingað til. Treystið okkur til að gera það sem við viljum. Við skulum reyna að fara varlega. Frelsið getur nefnilega verið svo skemmtilegt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun