Willum um framtíð sína með KR: Er í eilítilli klemmu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2016 16:37 Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. vísir/anton Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, segir að engar viðræður hafi átt sér stað á milli sín og KR vegna þjálfarastöðu félagsins. Um það hafi verið gagnkvæmur skilningur en Willum tók við liðinu um mitt sumar og gilti samningurinn út tímabilið sem lauk í dag. KR hefur verið á mikilli siglingu undir stjórn Willum og tryggði sér í dag sér Evrópusæti með því að næla í þriðja sæti með sigri á Fylki, eitthvað sem var óhugsandi þegar Willum tók við liðinu í 9. sæti með níu stig í lok júní. Hann útilokar ekki að taka við KR til frambúðar en sé mögulega kominn í klemmu vegna þess að hann er jú einnig í framboði fyrir Framsóknarflokkinn fyrir komandi alþingiskosningar þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er aldrei hægt að útiloka neitt í þessu. Fótbolti er búinn að vera hluti af mínu lífi alla tíð. Ég er í eilítilli klemmu ef ég fer að blanda því við annað sem ég er að berjast fyrir þessa dagana. Þetta er svolítið fókin staða,“ segir Willum Þór. Hann segir að það hafi verið frábært að starfa innan félagsins frá því að hann tók við. Þar sé metnaðurinn mikill og allir samstíga. Þegar hann hafi tekið við hafi starfið snúist um að halda sæti KR í deildinni en það hafi fljótlega breyst eftir ágætt gengi í upphafi. „Við höfum tekið þessa gömlu góðu aðferð á þetta, einn leik í einu og þannig reynt að vinna okkur upp töfluna. Svo settum við okkur það markmið að síðasti leikurinn myndi snúast um að ná Evrópusæti og hann gerði það. Að enda þetta svona er rosalega flott fyrir okkur. Þetta er afar mikilvægt fyrir félag eins og KR.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum: Ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. 26. júní 2016 19:03 Willum Þór tekur við KR-liðinu Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta og tekur við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem var rekinn í gær. Willum Þór stýrði fyrstu æfingunni hjá KR í kvöld. 26. júní 2016 17:57 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 3-0 | KR í Evrópukeppni en Fylkir fallinn Fylkir spilar í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Það varð ljóst eftir úrslit dagsins. KR spilar í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. 1. október 2016 16:45 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, segir að engar viðræður hafi átt sér stað á milli sín og KR vegna þjálfarastöðu félagsins. Um það hafi verið gagnkvæmur skilningur en Willum tók við liðinu um mitt sumar og gilti samningurinn út tímabilið sem lauk í dag. KR hefur verið á mikilli siglingu undir stjórn Willum og tryggði sér í dag sér Evrópusæti með því að næla í þriðja sæti með sigri á Fylki, eitthvað sem var óhugsandi þegar Willum tók við liðinu í 9. sæti með níu stig í lok júní. Hann útilokar ekki að taka við KR til frambúðar en sé mögulega kominn í klemmu vegna þess að hann er jú einnig í framboði fyrir Framsóknarflokkinn fyrir komandi alþingiskosningar þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er aldrei hægt að útiloka neitt í þessu. Fótbolti er búinn að vera hluti af mínu lífi alla tíð. Ég er í eilítilli klemmu ef ég fer að blanda því við annað sem ég er að berjast fyrir þessa dagana. Þetta er svolítið fókin staða,“ segir Willum Þór. Hann segir að það hafi verið frábært að starfa innan félagsins frá því að hann tók við. Þar sé metnaðurinn mikill og allir samstíga. Þegar hann hafi tekið við hafi starfið snúist um að halda sæti KR í deildinni en það hafi fljótlega breyst eftir ágætt gengi í upphafi. „Við höfum tekið þessa gömlu góðu aðferð á þetta, einn leik í einu og þannig reynt að vinna okkur upp töfluna. Svo settum við okkur það markmið að síðasti leikurinn myndi snúast um að ná Evrópusæti og hann gerði það. Að enda þetta svona er rosalega flott fyrir okkur. Þetta er afar mikilvægt fyrir félag eins og KR.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum: Ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. 26. júní 2016 19:03 Willum Þór tekur við KR-liðinu Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta og tekur við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem var rekinn í gær. Willum Þór stýrði fyrstu æfingunni hjá KR í kvöld. 26. júní 2016 17:57 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 3-0 | KR í Evrópukeppni en Fylkir fallinn Fylkir spilar í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Það varð ljóst eftir úrslit dagsins. KR spilar í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. 1. október 2016 16:45 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Willum: Ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. 26. júní 2016 19:03
Willum Þór tekur við KR-liðinu Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta og tekur við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem var rekinn í gær. Willum Þór stýrði fyrstu æfingunni hjá KR í kvöld. 26. júní 2016 17:57
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 3-0 | KR í Evrópukeppni en Fylkir fallinn Fylkir spilar í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Það varð ljóst eftir úrslit dagsins. KR spilar í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. 1. október 2016 16:45