Willum um framtíð sína með KR: Er í eilítilli klemmu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2016 16:37 Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. vísir/anton Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, segir að engar viðræður hafi átt sér stað á milli sín og KR vegna þjálfarastöðu félagsins. Um það hafi verið gagnkvæmur skilningur en Willum tók við liðinu um mitt sumar og gilti samningurinn út tímabilið sem lauk í dag. KR hefur verið á mikilli siglingu undir stjórn Willum og tryggði sér í dag sér Evrópusæti með því að næla í þriðja sæti með sigri á Fylki, eitthvað sem var óhugsandi þegar Willum tók við liðinu í 9. sæti með níu stig í lok júní. Hann útilokar ekki að taka við KR til frambúðar en sé mögulega kominn í klemmu vegna þess að hann er jú einnig í framboði fyrir Framsóknarflokkinn fyrir komandi alþingiskosningar þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er aldrei hægt að útiloka neitt í þessu. Fótbolti er búinn að vera hluti af mínu lífi alla tíð. Ég er í eilítilli klemmu ef ég fer að blanda því við annað sem ég er að berjast fyrir þessa dagana. Þetta er svolítið fókin staða,“ segir Willum Þór. Hann segir að það hafi verið frábært að starfa innan félagsins frá því að hann tók við. Þar sé metnaðurinn mikill og allir samstíga. Þegar hann hafi tekið við hafi starfið snúist um að halda sæti KR í deildinni en það hafi fljótlega breyst eftir ágætt gengi í upphafi. „Við höfum tekið þessa gömlu góðu aðferð á þetta, einn leik í einu og þannig reynt að vinna okkur upp töfluna. Svo settum við okkur það markmið að síðasti leikurinn myndi snúast um að ná Evrópusæti og hann gerði það. Að enda þetta svona er rosalega flott fyrir okkur. Þetta er afar mikilvægt fyrir félag eins og KR.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum: Ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. 26. júní 2016 19:03 Willum Þór tekur við KR-liðinu Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta og tekur við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem var rekinn í gær. Willum Þór stýrði fyrstu æfingunni hjá KR í kvöld. 26. júní 2016 17:57 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 3-0 | KR í Evrópukeppni en Fylkir fallinn Fylkir spilar í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Það varð ljóst eftir úrslit dagsins. KR spilar í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. 1. október 2016 16:45 Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, segir að engar viðræður hafi átt sér stað á milli sín og KR vegna þjálfarastöðu félagsins. Um það hafi verið gagnkvæmur skilningur en Willum tók við liðinu um mitt sumar og gilti samningurinn út tímabilið sem lauk í dag. KR hefur verið á mikilli siglingu undir stjórn Willum og tryggði sér í dag sér Evrópusæti með því að næla í þriðja sæti með sigri á Fylki, eitthvað sem var óhugsandi þegar Willum tók við liðinu í 9. sæti með níu stig í lok júní. Hann útilokar ekki að taka við KR til frambúðar en sé mögulega kominn í klemmu vegna þess að hann er jú einnig í framboði fyrir Framsóknarflokkinn fyrir komandi alþingiskosningar þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er aldrei hægt að útiloka neitt í þessu. Fótbolti er búinn að vera hluti af mínu lífi alla tíð. Ég er í eilítilli klemmu ef ég fer að blanda því við annað sem ég er að berjast fyrir þessa dagana. Þetta er svolítið fókin staða,“ segir Willum Þór. Hann segir að það hafi verið frábært að starfa innan félagsins frá því að hann tók við. Þar sé metnaðurinn mikill og allir samstíga. Þegar hann hafi tekið við hafi starfið snúist um að halda sæti KR í deildinni en það hafi fljótlega breyst eftir ágætt gengi í upphafi. „Við höfum tekið þessa gömlu góðu aðferð á þetta, einn leik í einu og þannig reynt að vinna okkur upp töfluna. Svo settum við okkur það markmið að síðasti leikurinn myndi snúast um að ná Evrópusæti og hann gerði það. Að enda þetta svona er rosalega flott fyrir okkur. Þetta er afar mikilvægt fyrir félag eins og KR.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum: Ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. 26. júní 2016 19:03 Willum Þór tekur við KR-liðinu Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta og tekur við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem var rekinn í gær. Willum Þór stýrði fyrstu æfingunni hjá KR í kvöld. 26. júní 2016 17:57 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 3-0 | KR í Evrópukeppni en Fylkir fallinn Fylkir spilar í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Það varð ljóst eftir úrslit dagsins. KR spilar í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. 1. október 2016 16:45 Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira
Willum: Ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. 26. júní 2016 19:03
Willum Þór tekur við KR-liðinu Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta og tekur við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem var rekinn í gær. Willum Þór stýrði fyrstu æfingunni hjá KR í kvöld. 26. júní 2016 17:57
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 3-0 | KR í Evrópukeppni en Fylkir fallinn Fylkir spilar í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Það varð ljóst eftir úrslit dagsins. KR spilar í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. 1. október 2016 16:45