Íslenski boltinn

Logi fer ekki með himinskautum yfir spilamennskunni í sumar

„Ég fer ekkert með himinskautum í ánægju með spilamennskuna í sumar. Mér fannst þetta oft frekar daprir leikir,“ segir Logi Ólafsson, fyrrum þjálfari og núverandi sparkspekingur í Pepsimörkunum, er hann var beðinn um að gera upp sumarið í Pepsi-deildinni.

Guðjón Guðmundsson ræddi við Loga í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem Logi gerði upp sumarið í stuttu máli.

„Evrópukeppni landsliða setti strik í reikninginn, ég er sannfærður um það. Það datt svolítið botninn úr mótinu á meðan. Þetta var ekki leiftrandi skemmtilegt mót þegar litið er til baka,“ en þetta má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Garðar fékk gullskóinn

Hvorki hann né Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu fyrir lið sín í dag. Hrvoje Tokic skaust upp í þriðja sæti markalistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×