Upp í þriggja daga bið eftir innlögn á bráðamóttöku Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2016 21:00 Síðasta árið hefur oft verið fjallað um vanda Landspítala við að útskrifa sjúklinga sem veldur því að erfitt er að skapa pláss fyrir nýja sjúklinga. Vandinn kemur til vegna þess að ekki eru pláss á hjúkrunarheimilum og endurhæfingardeildum. Á föstudag fékk Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans bréf frá tuttugu og tveimur sérfræðilæknum á bráðadeild landspítalans. Í bréfinu lýsa læknarnir yfir neyðarástandi á bráðamótttökunni þar sem deildin sé yfirfull af sjúklingum sem ættu með réttu að fara á aðrar deildir. Á meðan geti þeir ekki sinnt bráðatilfellum nægilega vel.Sjá einnig: Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til forstjórans. Hann segir ástandið alvarlegt en minnir þó á bráðveikir eigi að sjálfsögðu að leita á bráðamóttökuna. „Á undanförnum mánuðum hefur ástandið hér á bráðamótttökunni farið smám saman versnandi. Við erum að meðaltali með fimmtán sjúklinga sem liggja hér á hverjum morgni að bíða eftir innlögn á aðrar deildir spítalans og þessar tölur hafa farið upp í 25 til 26 á einum morgni,“ segir Jón Magnús. Hann segir þar af leiðandi aðeins þrjú til fimm pláss vera fyrir nýja sjúklinga á bráðadeildum. „Þannig að ekki bara skapar þetta óþægindi og óöryggi fyrir þá sjúklinga sem bíða eftir að komast í nýtt úrræði heldur er einnig hætta á því að við getum ekki tekið eins hratt á móti nýjum sjúklingum og við gjarnan vildum.“ Sjúklingur bíður að meðaltali í tólf tíma frá því að ákveðið er að hann þurfi að leggjast inn á bráðadeild þar til hann kemst í rúm. En biðin getur farið upp í einn til þrjá sólarhringa og bitnar mest á öldruðum og fjölveikum sjúklingum. Jón Magnús hefur einnig áhyggjur af starfsfólkinu.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist hafa fengið eingöngu brot af því fjármagni sem átti að nýta til að takast á við plássleysi.vísir/þþ/lsh„Starfsfólkið er orðið langþreytt, þá fer það að verða óöruggt í vinnunni og finnst það ekki sinna sjúklingum eins vel og það ætti að gera. Þetta leiðir til starfsþreytu, að fólk fari óánægt heim af vaktinni og það er hætta á að við missum afar hæft starfsfólk ef þetta heldur áfram til lengri tíma,“ segir Jón Magnús. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tekur undir áhyggjur læknanna. Hann segir tvær til þrjár legudeildir fullar af sjúklingum sem séu búnir að fá þá meðhöndlun sem þeir þurfa. „Nær allur rekstrarvandi spítalans núna er vegna yfirvinnu og aukavakta á bráðamóttökunni. Það er vandamál að þurfa að kalla til fólk sem er þegar örþreytt, láta það koma hingað inn og biðja það um að hlaupa hraðar.“ Páll segir ýmis úrræði hafi verið reynd vegna mikillar fjölgunar sjúklinga, en fjölgunin kemur til vegna öldrunar þjóðar og fleiri ferðamanna. En til þess að takast á við vandann þurfi allsherjar endurskipulagningu á spítalanum. „Alþingi samþykkti að veita þúsund milljónir á árinu 2016 til að bæta fráflæðisvanda spítalans. Fram að þessu höfum við bara séð 11 prósent eða 110 millur af því, og það er kominn október. Við eigum vonandi eftir að fá meira. En við teljum að heppilegra hefði verið ef við hefðum haft meira að segja um það hvernig fé hefði verið varið.“ Tengdar fréttir „Ég þrái að komast heim“ Fötluð kona er föst á Landspítalanum vegna manneklu í heimahjúkrun. 27. september 2016 19:00 Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Tuttugu sérfræðilæknar sendu Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala alvarlega áminningu í gær vegna ástandsins sem er á bráðamóttöku. 1. október 2016 12:44 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Síðasta árið hefur oft verið fjallað um vanda Landspítala við að útskrifa sjúklinga sem veldur því að erfitt er að skapa pláss fyrir nýja sjúklinga. Vandinn kemur til vegna þess að ekki eru pláss á hjúkrunarheimilum og endurhæfingardeildum. Á föstudag fékk Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans bréf frá tuttugu og tveimur sérfræðilæknum á bráðadeild landspítalans. Í bréfinu lýsa læknarnir yfir neyðarástandi á bráðamótttökunni þar sem deildin sé yfirfull af sjúklingum sem ættu með réttu að fara á aðrar deildir. Á meðan geti þeir ekki sinnt bráðatilfellum nægilega vel.Sjá einnig: Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til forstjórans. Hann segir ástandið alvarlegt en minnir þó á bráðveikir eigi að sjálfsögðu að leita á bráðamóttökuna. „Á undanförnum mánuðum hefur ástandið hér á bráðamótttökunni farið smám saman versnandi. Við erum að meðaltali með fimmtán sjúklinga sem liggja hér á hverjum morgni að bíða eftir innlögn á aðrar deildir spítalans og þessar tölur hafa farið upp í 25 til 26 á einum morgni,“ segir Jón Magnús. Hann segir þar af leiðandi aðeins þrjú til fimm pláss vera fyrir nýja sjúklinga á bráðadeildum. „Þannig að ekki bara skapar þetta óþægindi og óöryggi fyrir þá sjúklinga sem bíða eftir að komast í nýtt úrræði heldur er einnig hætta á því að við getum ekki tekið eins hratt á móti nýjum sjúklingum og við gjarnan vildum.“ Sjúklingur bíður að meðaltali í tólf tíma frá því að ákveðið er að hann þurfi að leggjast inn á bráðadeild þar til hann kemst í rúm. En biðin getur farið upp í einn til þrjá sólarhringa og bitnar mest á öldruðum og fjölveikum sjúklingum. Jón Magnús hefur einnig áhyggjur af starfsfólkinu.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist hafa fengið eingöngu brot af því fjármagni sem átti að nýta til að takast á við plássleysi.vísir/þþ/lsh„Starfsfólkið er orðið langþreytt, þá fer það að verða óöruggt í vinnunni og finnst það ekki sinna sjúklingum eins vel og það ætti að gera. Þetta leiðir til starfsþreytu, að fólk fari óánægt heim af vaktinni og það er hætta á að við missum afar hæft starfsfólk ef þetta heldur áfram til lengri tíma,“ segir Jón Magnús. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tekur undir áhyggjur læknanna. Hann segir tvær til þrjár legudeildir fullar af sjúklingum sem séu búnir að fá þá meðhöndlun sem þeir þurfa. „Nær allur rekstrarvandi spítalans núna er vegna yfirvinnu og aukavakta á bráðamóttökunni. Það er vandamál að þurfa að kalla til fólk sem er þegar örþreytt, láta það koma hingað inn og biðja það um að hlaupa hraðar.“ Páll segir ýmis úrræði hafi verið reynd vegna mikillar fjölgunar sjúklinga, en fjölgunin kemur til vegna öldrunar þjóðar og fleiri ferðamanna. En til þess að takast á við vandann þurfi allsherjar endurskipulagningu á spítalanum. „Alþingi samþykkti að veita þúsund milljónir á árinu 2016 til að bæta fráflæðisvanda spítalans. Fram að þessu höfum við bara séð 11 prósent eða 110 millur af því, og það er kominn október. Við eigum vonandi eftir að fá meira. En við teljum að heppilegra hefði verið ef við hefðum haft meira að segja um það hvernig fé hefði verið varið.“
Tengdar fréttir „Ég þrái að komast heim“ Fötluð kona er föst á Landspítalanum vegna manneklu í heimahjúkrun. 27. september 2016 19:00 Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Tuttugu sérfræðilæknar sendu Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala alvarlega áminningu í gær vegna ástandsins sem er á bráðamóttöku. 1. október 2016 12:44 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
„Ég þrái að komast heim“ Fötluð kona er föst á Landspítalanum vegna manneklu í heimahjúkrun. 27. september 2016 19:00
Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Tuttugu sérfræðilæknar sendu Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala alvarlega áminningu í gær vegna ástandsins sem er á bráðamóttöku. 1. október 2016 12:44