Óska eftir athugasemdum við 13 vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. október 2016 08:43 Um verður að ræða allt að 149 metra vindmyllur. mynd/biokraft Fyrirtækið Biokraft, sem fyrirhugar að reisa þrettán vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra, hefur sent tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Athugasemdum við tillöguna þarf að skila fyrir 14. október næstkomandi, en þegar hafa fimmtíu manns skrifað undir lista þar sem áformunum er mótmælt. Undirskriftalistinn var afhentur sveitarstjórn Rangársþings ytra í október í fyrra en í auglýsingu frá Biokraft segir að listinn hafi ekki borist fyrirtækinu. „Telst auglýsingaferlið sem fer af stað með birtingu þessarar tillögu að matsáætlun vera góður vettvangur fyrir einstaklinga og hópa til að skila inn ábendingum og athugasemdum við fyrirhugaða framkvæmd,“ segir í auglýsingunni. 149 metra vindmyllur sem geta framleitt 45 MW Um er að ræða vindmyllugarð sem ber nafnið Vindaborg. Áætlað er að hann verði 2,3 kílómetra norðan við Þykkvabæ, rétt við Austurbæjarmýri. Upphaflega var gert ráð fyrir að garðurinn yrði nefndur Djúpárvirkjun og þá hefur staðsetningu verið breytt þannig að Austurbæjarmýri var tekin út sem framkvæmdarsvæði. Var það gert vegna þess að hluti eigenda landsins voru mótfallnir framkvæmdinni. Samkvæmt tillögunni verður mastur hverrar vindmyllu allt að 92,5 metra hátt og þvermál snúningsflatar um 113 metrar. Hæsti punktur spaða í toppstöðu verður 149 metrar og eiga vindmyllurnar að geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Til þess að reisa vindmyllurnar þarf tvo kranabíla og þurfa plön og vegir að þola allt að 250 tonna farartæki. Tveir kranar verða notaðir við að reisa turnana og þarf annar kraninn að hafa lyftigetu upp á 750 tonn og ná allt að 100 metra hæð. Turnar og aðrir hlutar myllanna verða fluttir á svæðið jafnóðum og myllurnar verða reistar, segir í tillögunni. Þarf að tengjast Landsneti beint Fyrirhuguð tenging við landskerfið er það stór að tengjast þarf Landsneti beint. Landsnet mun sjá um tenginguna við landskerfið og stækka þyrfti tengivirkið á Helli. Þá þarf að byggja spennistöð á virkjanasvæðinu en allir strengir frá myllunum til spennistöðvar verða jarðstrengir í eigu og rekstri Landsnets. Ef Skipulagsstofnun felst á tillögu Biokraft verður vinnu við frummatsskýrslu framhaldið. Áætlað er að hún verði auglýst í nóvember og þá er gert ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar liggi fyrir í febrúar eða mars á næsta ári. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí 2014 tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nánar má lesa um tillögu Biokraft að matsáætlun hér. Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Fyrirtækið Biokraft, sem fyrirhugar að reisa þrettán vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra, hefur sent tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Athugasemdum við tillöguna þarf að skila fyrir 14. október næstkomandi, en þegar hafa fimmtíu manns skrifað undir lista þar sem áformunum er mótmælt. Undirskriftalistinn var afhentur sveitarstjórn Rangársþings ytra í október í fyrra en í auglýsingu frá Biokraft segir að listinn hafi ekki borist fyrirtækinu. „Telst auglýsingaferlið sem fer af stað með birtingu þessarar tillögu að matsáætlun vera góður vettvangur fyrir einstaklinga og hópa til að skila inn ábendingum og athugasemdum við fyrirhugaða framkvæmd,“ segir í auglýsingunni. 149 metra vindmyllur sem geta framleitt 45 MW Um er að ræða vindmyllugarð sem ber nafnið Vindaborg. Áætlað er að hann verði 2,3 kílómetra norðan við Þykkvabæ, rétt við Austurbæjarmýri. Upphaflega var gert ráð fyrir að garðurinn yrði nefndur Djúpárvirkjun og þá hefur staðsetningu verið breytt þannig að Austurbæjarmýri var tekin út sem framkvæmdarsvæði. Var það gert vegna þess að hluti eigenda landsins voru mótfallnir framkvæmdinni. Samkvæmt tillögunni verður mastur hverrar vindmyllu allt að 92,5 metra hátt og þvermál snúningsflatar um 113 metrar. Hæsti punktur spaða í toppstöðu verður 149 metrar og eiga vindmyllurnar að geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Til þess að reisa vindmyllurnar þarf tvo kranabíla og þurfa plön og vegir að þola allt að 250 tonna farartæki. Tveir kranar verða notaðir við að reisa turnana og þarf annar kraninn að hafa lyftigetu upp á 750 tonn og ná allt að 100 metra hæð. Turnar og aðrir hlutar myllanna verða fluttir á svæðið jafnóðum og myllurnar verða reistar, segir í tillögunni. Þarf að tengjast Landsneti beint Fyrirhuguð tenging við landskerfið er það stór að tengjast þarf Landsneti beint. Landsnet mun sjá um tenginguna við landskerfið og stækka þyrfti tengivirkið á Helli. Þá þarf að byggja spennistöð á virkjanasvæðinu en allir strengir frá myllunum til spennistöðvar verða jarðstrengir í eigu og rekstri Landsnets. Ef Skipulagsstofnun felst á tillögu Biokraft verður vinnu við frummatsskýrslu framhaldið. Áætlað er að hún verði auglýst í nóvember og þá er gert ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar liggi fyrir í febrúar eða mars á næsta ári. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí 2014 tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nánar má lesa um tillögu Biokraft að matsáætlun hér.
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira