Óska eftir athugasemdum við 13 vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. október 2016 08:43 Um verður að ræða allt að 149 metra vindmyllur. mynd/biokraft Fyrirtækið Biokraft, sem fyrirhugar að reisa þrettán vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra, hefur sent tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Athugasemdum við tillöguna þarf að skila fyrir 14. október næstkomandi, en þegar hafa fimmtíu manns skrifað undir lista þar sem áformunum er mótmælt. Undirskriftalistinn var afhentur sveitarstjórn Rangársþings ytra í október í fyrra en í auglýsingu frá Biokraft segir að listinn hafi ekki borist fyrirtækinu. „Telst auglýsingaferlið sem fer af stað með birtingu þessarar tillögu að matsáætlun vera góður vettvangur fyrir einstaklinga og hópa til að skila inn ábendingum og athugasemdum við fyrirhugaða framkvæmd,“ segir í auglýsingunni. 149 metra vindmyllur sem geta framleitt 45 MW Um er að ræða vindmyllugarð sem ber nafnið Vindaborg. Áætlað er að hann verði 2,3 kílómetra norðan við Þykkvabæ, rétt við Austurbæjarmýri. Upphaflega var gert ráð fyrir að garðurinn yrði nefndur Djúpárvirkjun og þá hefur staðsetningu verið breytt þannig að Austurbæjarmýri var tekin út sem framkvæmdarsvæði. Var það gert vegna þess að hluti eigenda landsins voru mótfallnir framkvæmdinni. Samkvæmt tillögunni verður mastur hverrar vindmyllu allt að 92,5 metra hátt og þvermál snúningsflatar um 113 metrar. Hæsti punktur spaða í toppstöðu verður 149 metrar og eiga vindmyllurnar að geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Til þess að reisa vindmyllurnar þarf tvo kranabíla og þurfa plön og vegir að þola allt að 250 tonna farartæki. Tveir kranar verða notaðir við að reisa turnana og þarf annar kraninn að hafa lyftigetu upp á 750 tonn og ná allt að 100 metra hæð. Turnar og aðrir hlutar myllanna verða fluttir á svæðið jafnóðum og myllurnar verða reistar, segir í tillögunni. Þarf að tengjast Landsneti beint Fyrirhuguð tenging við landskerfið er það stór að tengjast þarf Landsneti beint. Landsnet mun sjá um tenginguna við landskerfið og stækka þyrfti tengivirkið á Helli. Þá þarf að byggja spennistöð á virkjanasvæðinu en allir strengir frá myllunum til spennistöðvar verða jarðstrengir í eigu og rekstri Landsnets. Ef Skipulagsstofnun felst á tillögu Biokraft verður vinnu við frummatsskýrslu framhaldið. Áætlað er að hún verði auglýst í nóvember og þá er gert ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar liggi fyrir í febrúar eða mars á næsta ári. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí 2014 tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nánar má lesa um tillögu Biokraft að matsáætlun hér. Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Fyrirtækið Biokraft, sem fyrirhugar að reisa þrettán vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra, hefur sent tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Athugasemdum við tillöguna þarf að skila fyrir 14. október næstkomandi, en þegar hafa fimmtíu manns skrifað undir lista þar sem áformunum er mótmælt. Undirskriftalistinn var afhentur sveitarstjórn Rangársþings ytra í október í fyrra en í auglýsingu frá Biokraft segir að listinn hafi ekki borist fyrirtækinu. „Telst auglýsingaferlið sem fer af stað með birtingu þessarar tillögu að matsáætlun vera góður vettvangur fyrir einstaklinga og hópa til að skila inn ábendingum og athugasemdum við fyrirhugaða framkvæmd,“ segir í auglýsingunni. 149 metra vindmyllur sem geta framleitt 45 MW Um er að ræða vindmyllugarð sem ber nafnið Vindaborg. Áætlað er að hann verði 2,3 kílómetra norðan við Þykkvabæ, rétt við Austurbæjarmýri. Upphaflega var gert ráð fyrir að garðurinn yrði nefndur Djúpárvirkjun og þá hefur staðsetningu verið breytt þannig að Austurbæjarmýri var tekin út sem framkvæmdarsvæði. Var það gert vegna þess að hluti eigenda landsins voru mótfallnir framkvæmdinni. Samkvæmt tillögunni verður mastur hverrar vindmyllu allt að 92,5 metra hátt og þvermál snúningsflatar um 113 metrar. Hæsti punktur spaða í toppstöðu verður 149 metrar og eiga vindmyllurnar að geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Til þess að reisa vindmyllurnar þarf tvo kranabíla og þurfa plön og vegir að þola allt að 250 tonna farartæki. Tveir kranar verða notaðir við að reisa turnana og þarf annar kraninn að hafa lyftigetu upp á 750 tonn og ná allt að 100 metra hæð. Turnar og aðrir hlutar myllanna verða fluttir á svæðið jafnóðum og myllurnar verða reistar, segir í tillögunni. Þarf að tengjast Landsneti beint Fyrirhuguð tenging við landskerfið er það stór að tengjast þarf Landsneti beint. Landsnet mun sjá um tenginguna við landskerfið og stækka þyrfti tengivirkið á Helli. Þá þarf að byggja spennistöð á virkjanasvæðinu en allir strengir frá myllunum til spennistöðvar verða jarðstrengir í eigu og rekstri Landsnets. Ef Skipulagsstofnun felst á tillögu Biokraft verður vinnu við frummatsskýrslu framhaldið. Áætlað er að hún verði auglýst í nóvember og þá er gert ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar liggi fyrir í febrúar eða mars á næsta ári. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí 2014 tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nánar má lesa um tillögu Biokraft að matsáætlun hér.
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent