Benz eykur enn forskotið á BMW Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2016 12:00 Hatrömm barátta mun standa milli Benz og BMW út árið í heildarsölu. Allar líkur eru til þess að Mercedes Benz verði stærsti lúxusbílasali heims í ár og hrifsi þann titil af BMW sem haldið hefur honum í mörg ár. Sala Benz jókst um 12% í ágúst en sala BMW um 5%. Benz seldi 156.246 bíla í mánuðinum en BMW 142.554. Við það jókst munurinn milli fyrirtækjanna úr 30.442 bílum í 44.124. Benz hefur alls selt 1,32 milljón bíla í ár en BMW 1,28 milljón. Audi hefur selt 1,23 milljón bíla og vöxturinn þar á bæ var aðeins 2,9% í ágúst og 132.350 seldir bílar. Mercedes Benz naut gríðarmikillar sölu nýs E-Class bíls í ágúst, sem og góðri sölu í GLA og GLC bílunum og 25% vexti í sölu í Kína. Sala jeppa og jepplinga Benz jókst um 40% á milli ára í ágúst. Mikil eftirspurn er reyndar líka eftir BMW X3 jepplingnum og jókst sala hans um 30% í ágúst og um 9,9% og 11% í X4 og X5 bílunum. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent
Allar líkur eru til þess að Mercedes Benz verði stærsti lúxusbílasali heims í ár og hrifsi þann titil af BMW sem haldið hefur honum í mörg ár. Sala Benz jókst um 12% í ágúst en sala BMW um 5%. Benz seldi 156.246 bíla í mánuðinum en BMW 142.554. Við það jókst munurinn milli fyrirtækjanna úr 30.442 bílum í 44.124. Benz hefur alls selt 1,32 milljón bíla í ár en BMW 1,28 milljón. Audi hefur selt 1,23 milljón bíla og vöxturinn þar á bæ var aðeins 2,9% í ágúst og 132.350 seldir bílar. Mercedes Benz naut gríðarmikillar sölu nýs E-Class bíls í ágúst, sem og góðri sölu í GLA og GLC bílunum og 25% vexti í sölu í Kína. Sala jeppa og jepplinga Benz jókst um 40% á milli ára í ágúst. Mikil eftirspurn er reyndar líka eftir BMW X3 jepplingnum og jókst sala hans um 30% í ágúst og um 9,9% og 11% í X4 og X5 bílunum.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent