Nýi Volkswagen jeppinn í Kína Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2016 10:30 Þessi mynd náðist af jeppanum í Kína. Volkswagen hefur unnið að smíði nýs jeppa sem meiningin er að markaðssetja á Bandaríkjamarkaði, en einnig í Kína og líklega fyrst þar. Það má merkja af því að þessi mynd náðist af jeppanum án feluklæða í Kína um daginn. Í Kína fær bílinn nafnið Teramont en þessi bíll er býsna líkur Croosblue tilraunabílnum sem Volkswagen sýndi fyrst á bílasýningunni í Detroit árið 2013. Hann er með sömu LED-framljósin og Crossblue, en afturljósin hafa breyst úr því að vera hringlaga í teygðari ljós sem einnig eru með LED-tækni. Bíllinn er greinilega með V6 vél en merki um það er aftan á bílnum, en líklega er það sama 3,6 lítra vélin sem finna má í Passat í Bandaríkjunum. Engu að síður er líklegt að bíllinn verði einnig í boði með fjögurra strokka vél með forþjöppu og síðar meir með tengiltvinnaflrás. Bíllinn sem myndir náðust af í Kína er leðurklæddur að innan og frekar ríkulegur. Í fyrri áætlunum Volkswagen var meiningin að merkaðssetja þennan jeppa í Bandaríkjunum fljótlega á næsta ári, en þar verður hann í boði með þriðju sætaröðinni og á hann að hýfa upp dræma sölu Volkswagen bíla þar í landi. Sala Volkswagen bíla í Bandaríkjunum hefur verið dræm frá uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent
Volkswagen hefur unnið að smíði nýs jeppa sem meiningin er að markaðssetja á Bandaríkjamarkaði, en einnig í Kína og líklega fyrst þar. Það má merkja af því að þessi mynd náðist af jeppanum án feluklæða í Kína um daginn. Í Kína fær bílinn nafnið Teramont en þessi bíll er býsna líkur Croosblue tilraunabílnum sem Volkswagen sýndi fyrst á bílasýningunni í Detroit árið 2013. Hann er með sömu LED-framljósin og Crossblue, en afturljósin hafa breyst úr því að vera hringlaga í teygðari ljós sem einnig eru með LED-tækni. Bíllinn er greinilega með V6 vél en merki um það er aftan á bílnum, en líklega er það sama 3,6 lítra vélin sem finna má í Passat í Bandaríkjunum. Engu að síður er líklegt að bíllinn verði einnig í boði með fjögurra strokka vél með forþjöppu og síðar meir með tengiltvinnaflrás. Bíllinn sem myndir náðust af í Kína er leðurklæddur að innan og frekar ríkulegur. Í fyrri áætlunum Volkswagen var meiningin að merkaðssetja þennan jeppa í Bandaríkjunum fljótlega á næsta ári, en þar verður hann í boði með þriðju sætaröðinni og á hann að hýfa upp dræma sölu Volkswagen bíla þar í landi. Sala Volkswagen bíla í Bandaríkjunum hefur verið dræm frá uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent