Karl fékk þriggja mánaða bann og þarf að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2016 19:12 Kári Garðarsson þarf að finna sér nýjan aðstoðarmann. vísir/ernir Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. Grótta tapaði umræddum leik 29-25 og eftir hann fór Karl mikinn á Facebook. Hann gagnrýndi dómara leiksins, þá Matthías Leifsson og Örn Arnarson, harkalega sem og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson. „Gríðarleg framför hjá HSÍ eða hitt þó heldur, dómararuglið heldur áfram. Þvílíkt rugl. Eigum við ekkert betra skilið? Látum það vera að þessir fábjánar hafa aldrei spilað handbolta sjálfir. En óþarfi að setja hálf vangefið lið í búning og láta þá dæma?“ skrifaði Karl. „Skrípaleikur í boði Kristjáns Halldórssonar. Hvað á þetta fífl að fá að ganga langt í að eyðileggja íslenskan handbolta?“ bætti hann við.Karl og Grótta báðust afsökunar á ummælum hans og í gær sendi félagið svo frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Karl væri hættur störfum. Ummælum Karls var vísað til aganefndar sem úrskurðaði hann í þriggja mánaða bann í dag.Úrskurðurinn er svohljóðandi: Stjórn HSÍ hefur vísað til aganefndar skrifum sem Karl Erlingsson starfsmaður B í leik Gróttu og Hauka í M.fl.kv. 01.10.2016 setti inn á Facebook síðu sína að leik loknum. Vísan málsins til aganefndar er í samræmi við VI kafla reglugerðar HSÍ um agamál. Í skrifum sínum á Facebook síðu sinni er Karl með mjög svo niðrandi orð um dómara leiksins, eftirlitsmann og starfsmann HSÍ. Fyrir aganefnd liggur greinagerð frá hkd. Gróttu þar sem fram kemur að Grótta hafi ákveðið að slíta samstarfi sínu við Karl í kjölfar þessa máls. Jafnframt gaf Grótta út yfirlýsingu þar sem þessi ummæli eru hörmuð og viðeigandi aðilar beðnir afsökunar. Atvik málsins virðast benda til þess að ummælin hafi verið skrifuð utan leikstaðar og áttu forsvarsmenn Gróttu erfitt með að koma í veg fyrir þau. Niðurstaða aganefndar er að Karl Erlingsson starfsmaður B hjá Gróttu er úrskurðaður 3ja mánaða bann frá þátttöku í leikjum á vegum HSÍ og til greiðslu sektar að upphæð kr. 50.000. Gróttu er jafnframt veitt áminning vegna framkomu starfsmanns síns. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54 Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. Grótta tapaði umræddum leik 29-25 og eftir hann fór Karl mikinn á Facebook. Hann gagnrýndi dómara leiksins, þá Matthías Leifsson og Örn Arnarson, harkalega sem og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson. „Gríðarleg framför hjá HSÍ eða hitt þó heldur, dómararuglið heldur áfram. Þvílíkt rugl. Eigum við ekkert betra skilið? Látum það vera að þessir fábjánar hafa aldrei spilað handbolta sjálfir. En óþarfi að setja hálf vangefið lið í búning og láta þá dæma?“ skrifaði Karl. „Skrípaleikur í boði Kristjáns Halldórssonar. Hvað á þetta fífl að fá að ganga langt í að eyðileggja íslenskan handbolta?“ bætti hann við.Karl og Grótta báðust afsökunar á ummælum hans og í gær sendi félagið svo frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Karl væri hættur störfum. Ummælum Karls var vísað til aganefndar sem úrskurðaði hann í þriggja mánaða bann í dag.Úrskurðurinn er svohljóðandi: Stjórn HSÍ hefur vísað til aganefndar skrifum sem Karl Erlingsson starfsmaður B í leik Gróttu og Hauka í M.fl.kv. 01.10.2016 setti inn á Facebook síðu sína að leik loknum. Vísan málsins til aganefndar er í samræmi við VI kafla reglugerðar HSÍ um agamál. Í skrifum sínum á Facebook síðu sinni er Karl með mjög svo niðrandi orð um dómara leiksins, eftirlitsmann og starfsmann HSÍ. Fyrir aganefnd liggur greinagerð frá hkd. Gróttu þar sem fram kemur að Grótta hafi ákveðið að slíta samstarfi sínu við Karl í kjölfar þessa máls. Jafnframt gaf Grótta út yfirlýsingu þar sem þessi ummæli eru hörmuð og viðeigandi aðilar beðnir afsökunar. Atvik málsins virðast benda til þess að ummælin hafi verið skrifuð utan leikstaðar og áttu forsvarsmenn Gróttu erfitt með að koma í veg fyrir þau. Niðurstaða aganefndar er að Karl Erlingsson starfsmaður B hjá Gróttu er úrskurðaður 3ja mánaða bann frá þátttöku í leikjum á vegum HSÍ og til greiðslu sektar að upphæð kr. 50.000. Gróttu er jafnframt veitt áminning vegna framkomu starfsmanns síns.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54 Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54
Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44