„Við fórum eftir fyrirmælum lögreglu í einu og öllu“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2016 22:14 Vísir/EGILL „Staðreyndin er nefnilega sú að við ókum ekki í gegnum neinar lokanir frá lögreglu og við fórum eftir fyrirmælum lögreglu í einu og öllu um leið og þeir komu. Það er óumdeilt!“ Þetta skrifa þrír menn sem hafa verið ákærðir fyrir að keyra upp að Holuhrauni á meðan eldgosið stóð þar yfir fyrir tveimur árum. Þeir gagnrýna framgöngu yfirvalda í málinu harðlega en þann 12. október munu þeir mæta fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri „þar sem hið opinbera freistar þess að fá okkur dæmda fyrir að skoða náttúru landsins okkar.“ Mennirnir skrifuðu færslu á Facebooksíðuna Ferðafrelsi en færslan ber titilinn „Yfirlýsing óbyggðaþrjóta“. Þar er ferð þeirra upp að hrauninu í september 2014 rifjuð upp. „Aðstæður voru eins og best verður á kosið og við gjörþekktum svæðið. Við lögðum engan í hættu og vorum mun betur búnir en flestir þeir sem komu þarna upp eftir með svokallað leyfi. Ekki grunaði okkur að þessi för okkar ætti eftir að setja hið opinbera alveg á hliðina svo engu var til sparað að handsama okkur, enda voru myndir byrjaðar að birtast á samfélagsmiðlum af mönnum upp við hraunið með bros á vör.“Sjá einnig: Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi. Enn fremur segir að þyrla hafi verið send á eftir þeim og um borð í henni hafi verið sérsveitarmenn. „Þetta olli skiljanlega miklu umtali í þjóðfélaginu og misbauð flestum sem til þekkja framganga yfirvalda, þær miklu takmarkanir á ferðafrelsi landsmanna og allur sá falski hræðsluáróður sem flæddi yfir fjölmiðlana.“ Í yfirlýsingunni segir að mikils misskilnings hafi gætt varðandi á hverju ákæran gegn þeim byggist. Þar segir að hún snúist ekki um hvort að réttlætanlegt hafi verið að loka um tíu prósentum af Íslandi fyrir ferðamennsku svo engir „gætu séð gosið ekki einu sinni úr fjarska.“ Þannig hafi verið sett fordæmi fyrir því að landsmönnum verði bannað að virða fyrir sér eldgos framtíðarinnar. Það snúist heldur ekki um að erlendum og innlendum fréttamönnum og öðrum hafi verið leyft að fara óhindrað um svæðið á vanbúnum bílum. Né snúist það um „hvort það hafi verið réttlætanlegt að nota fjölmiðlana okkar til að dreifa hræðsluáróðri“. Málið snúist einnig ekki um hvort að rétt væri að nota björgunarsveitarmeðlimi sem löggæslumenn. Þeir segja málið snúast um tvennt. Að þeir hafi keyrt á lokuðum vegi „sem við höfum alla tíð viðurkennt enda ekkert nýtt í þeim efnum. Vanir Jeppamenn vita sem er að ferðalög þeirra t.d. á veturna snúast mikið um að keyra á lokuðum vegum.“ Þá segjast þeir einnig hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu og segja þeir það vera rangt. „Við komum hvergi að lokunum lögreglu á ferð okkar að gosstöðvunum og þegar lögreglan stöðvaði för okkar hlýddum við fyrirmælum hennar í einu og öllu.“ Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Staðreyndin er nefnilega sú að við ókum ekki í gegnum neinar lokanir frá lögreglu og við fórum eftir fyrirmælum lögreglu í einu og öllu um leið og þeir komu. Það er óumdeilt!“ Þetta skrifa þrír menn sem hafa verið ákærðir fyrir að keyra upp að Holuhrauni á meðan eldgosið stóð þar yfir fyrir tveimur árum. Þeir gagnrýna framgöngu yfirvalda í málinu harðlega en þann 12. október munu þeir mæta fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri „þar sem hið opinbera freistar þess að fá okkur dæmda fyrir að skoða náttúru landsins okkar.“ Mennirnir skrifuðu færslu á Facebooksíðuna Ferðafrelsi en færslan ber titilinn „Yfirlýsing óbyggðaþrjóta“. Þar er ferð þeirra upp að hrauninu í september 2014 rifjuð upp. „Aðstæður voru eins og best verður á kosið og við gjörþekktum svæðið. Við lögðum engan í hættu og vorum mun betur búnir en flestir þeir sem komu þarna upp eftir með svokallað leyfi. Ekki grunaði okkur að þessi för okkar ætti eftir að setja hið opinbera alveg á hliðina svo engu var til sparað að handsama okkur, enda voru myndir byrjaðar að birtast á samfélagsmiðlum af mönnum upp við hraunið með bros á vör.“Sjá einnig: Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi. Enn fremur segir að þyrla hafi verið send á eftir þeim og um borð í henni hafi verið sérsveitarmenn. „Þetta olli skiljanlega miklu umtali í þjóðfélaginu og misbauð flestum sem til þekkja framganga yfirvalda, þær miklu takmarkanir á ferðafrelsi landsmanna og allur sá falski hræðsluáróður sem flæddi yfir fjölmiðlana.“ Í yfirlýsingunni segir að mikils misskilnings hafi gætt varðandi á hverju ákæran gegn þeim byggist. Þar segir að hún snúist ekki um hvort að réttlætanlegt hafi verið að loka um tíu prósentum af Íslandi fyrir ferðamennsku svo engir „gætu séð gosið ekki einu sinni úr fjarska.“ Þannig hafi verið sett fordæmi fyrir því að landsmönnum verði bannað að virða fyrir sér eldgos framtíðarinnar. Það snúist heldur ekki um að erlendum og innlendum fréttamönnum og öðrum hafi verið leyft að fara óhindrað um svæðið á vanbúnum bílum. Né snúist það um „hvort það hafi verið réttlætanlegt að nota fjölmiðlana okkar til að dreifa hræðsluáróðri“. Málið snúist einnig ekki um hvort að rétt væri að nota björgunarsveitarmeðlimi sem löggæslumenn. Þeir segja málið snúast um tvennt. Að þeir hafi keyrt á lokuðum vegi „sem við höfum alla tíð viðurkennt enda ekkert nýtt í þeim efnum. Vanir Jeppamenn vita sem er að ferðalög þeirra t.d. á veturna snúast mikið um að keyra á lokuðum vegum.“ Þá segjast þeir einnig hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu og segja þeir það vera rangt. „Við komum hvergi að lokunum lögreglu á ferð okkar að gosstöðvunum og þegar lögreglan stöðvaði för okkar hlýddum við fyrirmælum hennar í einu og öllu.“
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira