Audi A9 og Porsche Panamera Coupe á sama undirvagni Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2016 10:49 Audi A9 Coupe særir ekki beint augun. Bæði Porsche og Audi vinna nú að smíði tveggja stórra eðalvagna sem munu notast við sama nýja MSB-undirvagninn sem þróaður var af Porsche. Það eru bílarnir Audi A9, sem er coupe-útgáfa af Audi A8, og Porsche Panamera Coupe. Það er langt frá því ókunnugt að bílar sem tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni séu með sömu undirvagna og íhluti og því kemur þetta lítt á óvart. Porsche ætlar líka að kynna til sögunnar langbaksgerð af nýja Panamera bílnum og verður hann sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Þá er einnig talið líklegt að Porsche muni kynna blæjuútgáfu Panamera, svo útgáfur þess stóra bíls verða brátt æði margar. Heyrst hefur að Audi muni kynna A9 Coupe bílinn í lok þessa áratugar, en hann gæti litið út eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent
Bæði Porsche og Audi vinna nú að smíði tveggja stórra eðalvagna sem munu notast við sama nýja MSB-undirvagninn sem þróaður var af Porsche. Það eru bílarnir Audi A9, sem er coupe-útgáfa af Audi A8, og Porsche Panamera Coupe. Það er langt frá því ókunnugt að bílar sem tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni séu með sömu undirvagna og íhluti og því kemur þetta lítt á óvart. Porsche ætlar líka að kynna til sögunnar langbaksgerð af nýja Panamera bílnum og verður hann sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Þá er einnig talið líklegt að Porsche muni kynna blæjuútgáfu Panamera, svo útgáfur þess stóra bíls verða brátt æði margar. Heyrst hefur að Audi muni kynna A9 Coupe bílinn í lok þessa áratugar, en hann gæti litið út eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent