Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur 6. október 2016 20:54 Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. Teemu Pukki kom Finnum yfir á 21. mínútu, en Kári Árnason jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu á 37. mínútu. Staðan var þó ekki lengi jöfn því einungis tveimur mínútum síðar komust Finnarnir aftur yfir með marki Robin Lod. Lokamínúturnar voru rosalegar. Alfreð jafnaði metin í uppbótartíma og Ragnar Sigurðsson tryggði svo sigurinn í blálokin. Lokatölur 3-2. Gylfi Sigurðsson var valinn maður leiksins að mati Vísis og Fréttablaðsins, en einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Finnlandi:Ögmundur Kristinsson, markvörður 5 Gat lítið gert í mörkunum en ver því miður sjaldan neitt aukalega þegar hann fær tækifærið líkt og í kvöld.Vörnin sem fyrr óörugg með hann í markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Vissi ekki alveg hvað hann átti að gera án þess að vera með mann á sér. Gleymdi sér að horfa á boltann í fyrra markinu og gerði afskaplega lítið fyrir sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Hefur spilað betur og vantaði meiri árásargirni á boltann eins og í marki númer tvö. Skoraði fyrsta markið, fiskaði vítið og lagði upp sigurmarkið. Þvílík ógn í sóknarleik okkar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Eins og Kári ólíkur sjálfum sér í fyrri hálfleik en betri í þeim síðari þó lítið hafi verið að gera hjá varnarlínunni. Leysti það sem kom vel og átti stóran þátt í sigurmarkinu, skoraði það jafnvel en það á eftir að koma í ljós.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í svona leik þarf Ari Freyr að skila miklu betra framlagi fyrir sóknarleikinn en það vantaði. Þessi annars frábæri spyrnumaður átti marga slaka krossa í dag.Jóhann Berg Guðmundsson, vinstri kantmaður 6 Var mjög sprækur í fyrri hálfleik, alltaf tilbúinn að búa eitthvað til og taka hlaup. Sterkur líka í loftinu. Hélt því áfram í seinni en vantaði upp á síðustu sendingu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Barðist eins og ljón að vanda en sendingarnar í fyrri hálfleik ekki alveg nógu góðar. Það skánaði í síðari hálfleik þar sem hann fór að dreifa spilinu betur gegn afturliggjandi Finnum.Gylfi Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður vallarins eins og svo oft áður. Aðeins of margar hælspyrnur í fyrri hálfleik en gæðin óumdeild. Vítaspyrna í slána og skot í stöngina. Menn verða ekki mikið óheppnari en það. Lagði upp seinna jöfnunarmarkið með frábærri sendingu.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Stundum á þessi frábæri leikmaður það til að hverfa algjörlega í leikjum. Hann hjálpaði Birki Má lítið í varnarleiknum í fyrri hálfleik og bauð upp á lítið í sókninni.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 4 Fínasta tilraun hjá Heimi með Björn Bergmann en þrátt fyrir fína byrjun týndist Skagamaðurinn algjörlega. Nýtti líkamlegan styrk sinn illa og virtist ekki ráða við verkefnið.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Tengdi sóknarleikinn ekki nógu vel við miðjuna og átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér einhver þangað til í lokin. Þá sáum við markaskorarann í essinu sínu skoraði jöfnunarmarkið og var í eldlínunni undir lokin.Varamenn:Viðar Örn Kartansson - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 75. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.Theodór Elmar Bjarnason- (Kom inn á Birki Má Sævarsson á 89. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. Teemu Pukki kom Finnum yfir á 21. mínútu, en Kári Árnason jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu á 37. mínútu. Staðan var þó ekki lengi jöfn því einungis tveimur mínútum síðar komust Finnarnir aftur yfir með marki Robin Lod. Lokamínúturnar voru rosalegar. Alfreð jafnaði metin í uppbótartíma og Ragnar Sigurðsson tryggði svo sigurinn í blálokin. Lokatölur 3-2. Gylfi Sigurðsson var valinn maður leiksins að mati Vísis og Fréttablaðsins, en einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Finnlandi:Ögmundur Kristinsson, markvörður 5 Gat lítið gert í mörkunum en ver því miður sjaldan neitt aukalega þegar hann fær tækifærið líkt og í kvöld.Vörnin sem fyrr óörugg með hann í markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Vissi ekki alveg hvað hann átti að gera án þess að vera með mann á sér. Gleymdi sér að horfa á boltann í fyrra markinu og gerði afskaplega lítið fyrir sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Hefur spilað betur og vantaði meiri árásargirni á boltann eins og í marki númer tvö. Skoraði fyrsta markið, fiskaði vítið og lagði upp sigurmarkið. Þvílík ógn í sóknarleik okkar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Eins og Kári ólíkur sjálfum sér í fyrri hálfleik en betri í þeim síðari þó lítið hafi verið að gera hjá varnarlínunni. Leysti það sem kom vel og átti stóran þátt í sigurmarkinu, skoraði það jafnvel en það á eftir að koma í ljós.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í svona leik þarf Ari Freyr að skila miklu betra framlagi fyrir sóknarleikinn en það vantaði. Þessi annars frábæri spyrnumaður átti marga slaka krossa í dag.Jóhann Berg Guðmundsson, vinstri kantmaður 6 Var mjög sprækur í fyrri hálfleik, alltaf tilbúinn að búa eitthvað til og taka hlaup. Sterkur líka í loftinu. Hélt því áfram í seinni en vantaði upp á síðustu sendingu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Barðist eins og ljón að vanda en sendingarnar í fyrri hálfleik ekki alveg nógu góðar. Það skánaði í síðari hálfleik þar sem hann fór að dreifa spilinu betur gegn afturliggjandi Finnum.Gylfi Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður vallarins eins og svo oft áður. Aðeins of margar hælspyrnur í fyrri hálfleik en gæðin óumdeild. Vítaspyrna í slána og skot í stöngina. Menn verða ekki mikið óheppnari en það. Lagði upp seinna jöfnunarmarkið með frábærri sendingu.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Stundum á þessi frábæri leikmaður það til að hverfa algjörlega í leikjum. Hann hjálpaði Birki Má lítið í varnarleiknum í fyrri hálfleik og bauð upp á lítið í sókninni.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 4 Fínasta tilraun hjá Heimi með Björn Bergmann en þrátt fyrir fína byrjun týndist Skagamaðurinn algjörlega. Nýtti líkamlegan styrk sinn illa og virtist ekki ráða við verkefnið.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Tengdi sóknarleikinn ekki nógu vel við miðjuna og átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér einhver þangað til í lokin. Þá sáum við markaskorarann í essinu sínu skoraði jöfnunarmarkið og var í eldlínunni undir lokin.Varamenn:Viðar Örn Kartansson - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 75. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.Theodór Elmar Bjarnason- (Kom inn á Birki Má Sævarsson á 89. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn