Ari Freyr: Við hættum aldrei Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. október 2016 22:08 Ari Freyr segir að íslenska landsliðið hætti aldrei. vísir/anton „Mér fannst þetta verðskuldaður sigur,“ sagði Ari Freyr Skúlason eftir 3-2 sigur Íslands á Finnlandi í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi 2018 í kvöld. „Þeir eiga ekki mikið en skora tvö mörk. Við vorum heldur ekkert að brillera. Þetta var stöngin út hjá sumum en svo náðum við að klóra í bakkann og skora tvö mörk á síðustu mínútunum sem var æðislegt. „Þetta sýnir hvernig karakterar við erum og hvernig við erum sem lið. Við gefumst aldrei upp, berjumst fyrir hvern annan og hættum aldrei fyrr en það er búið að flauta leikinn af,“ sagði Ari Freyr. Ari Freyr segir sigurinn hafa verið sanngjarnan þó Finnland hafi átt sín augnablik í leiknum eins og í öðru markinu sem liðið skoraði. „Við náðum að blokka skotið, svo fellur þetta fyrir hann aftur og það er ómögulegt fyrir Ömma [Ögmund Kristinsson] að sjá skotið. Ef við lítum heilt yfir þetta þá stjórnum við leiknum frá fyrstu mínútu. „Auðvitað áttu þeir sína kafla. Þeir spila með þrjá miðverði og það er erfitt að setja pressu á þá. Þeir leysa þetta mjög vel á köflum og voru duglegir að finna framherjana sína. „Það má hrósa þeim fyrir að þeir voru duglegir að hlaupa og náðu að opna okkur inn á milli. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú og fannst þetta verðskuldað,“ sagði Ari Freyr. Í fyrra markinu myndaðist mikið pláss úti vinstra megin þar sem Ari Freyr var að verjast. „Það myndast alltaf pláss gegn þessu leikkerfi. Þegar miðjumaðurinn hleypur á milli mín og Ragga (Ragnars Sigurðssonar) þá þarf maður að bíða þar til maður getur farið út. Hann fær að setja fyrirgjöfina einfalda en svona er fótbolti. „Við getum viðurkennt að þetta var ekki okkar besti leikur en við endum á að klóra í bakkann og héldum áfram. Þeir voru farnir að tefja frekar snemma. Við náðum að halda áfram eftir að við jöfnum,“ sagði Ari Freyr. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
„Mér fannst þetta verðskuldaður sigur,“ sagði Ari Freyr Skúlason eftir 3-2 sigur Íslands á Finnlandi í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi 2018 í kvöld. „Þeir eiga ekki mikið en skora tvö mörk. Við vorum heldur ekkert að brillera. Þetta var stöngin út hjá sumum en svo náðum við að klóra í bakkann og skora tvö mörk á síðustu mínútunum sem var æðislegt. „Þetta sýnir hvernig karakterar við erum og hvernig við erum sem lið. Við gefumst aldrei upp, berjumst fyrir hvern annan og hættum aldrei fyrr en það er búið að flauta leikinn af,“ sagði Ari Freyr. Ari Freyr segir sigurinn hafa verið sanngjarnan þó Finnland hafi átt sín augnablik í leiknum eins og í öðru markinu sem liðið skoraði. „Við náðum að blokka skotið, svo fellur þetta fyrir hann aftur og það er ómögulegt fyrir Ömma [Ögmund Kristinsson] að sjá skotið. Ef við lítum heilt yfir þetta þá stjórnum við leiknum frá fyrstu mínútu. „Auðvitað áttu þeir sína kafla. Þeir spila með þrjá miðverði og það er erfitt að setja pressu á þá. Þeir leysa þetta mjög vel á köflum og voru duglegir að finna framherjana sína. „Það má hrósa þeim fyrir að þeir voru duglegir að hlaupa og náðu að opna okkur inn á milli. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú og fannst þetta verðskuldað,“ sagði Ari Freyr. Í fyrra markinu myndaðist mikið pláss úti vinstra megin þar sem Ari Freyr var að verjast. „Það myndast alltaf pláss gegn þessu leikkerfi. Þegar miðjumaðurinn hleypur á milli mín og Ragga (Ragnars Sigurðssonar) þá þarf maður að bíða þar til maður getur farið út. Hann fær að setja fyrirgjöfina einfalda en svona er fótbolti. „Við getum viðurkennt að þetta var ekki okkar besti leikur en við endum á að klóra í bakkann og héldum áfram. Þeir voru farnir að tefja frekar snemma. Við náðum að halda áfram eftir að við jöfnum,“ sagði Ari Freyr.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira