![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)
"Mér fannst þetta verðskuldaður sigur,“ sagði Ari Freyr Skúlason eftir 3-2 sigur Íslands á Finnlandi í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi 2018 í kvöld.
Enn er deilt um hvort að sigurmark Íslands gegn Finnlandi í kvöld hafi átt að standa.
Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld.
Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld.
Niklas Moisander, fyrirliði finnska fótboltalandsliðsins, lét skapið hlaupa með sig í gönur eftir að Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í uppbótartíma í leik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld.
Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018.
Ögmundur Kristinsson varði mark Íslands í 3-2 sigrinum á Finnlandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi 2018 vegna meiðsla Hannesar Halldórssonar.
Alfreð Finnbogason, framherji Íslands, var að vonum ánægður með sigurinn í leikslok, en Alfreð jafnaði metin í uppbótartíma eftir fyrirgjöf Gylfa Sigurðssonar.
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans.
Björn segist ekki hafa búist við að vera hent strax í byrjunarliðið.
Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld.
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld.
Gylfi Sigurðsson var að vonum afar kátur með sigurinn gegn Finnum í kvöld.
Viðar Örn Kjartansson hefur verið duglegur að skora með félagsliðum sínum en bíður eftir tækifæri í byrjunarliði íslenska landsliðsins.
Líklega mun aldrei fást svar við spurningunni hvort sigurmark Íslands gegn Finnum var löglegt.
"Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna.
Kári Árnason kom mikið við sögu gegn Finnum.
„Ég held að allir hafi séð hve góður Björn Bergmann er í fótbolta,“ sagði Heimir Hallgrímsson eftir leikinn.
Úkraína kastaði frá sér tveggja marka forskoti gegn Tyrklandi í riðli okkar Íslendinga og Króatía rústaði Kósóvó, 6-0.
Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld.
Markvörðurinn og framherjinn voru hvíldir í kvöld gegn Finnlandi vegna meiðsla.