Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Tindastóll 98-78 | KR í engum vandræðum með Stólana Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2016 22:30 Brynjar Þór Björnsson var magnaður í leiknum í kvöld. vísir/anton Íslandsmeistarar KR byrja tímabilið frábærlega en liðið vann mjög öruggan sigur á Tindastól, 98-78, í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í DHL-höllinni. Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari var aðeins eitt lið inni á vellinum. Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR og skoraði hann 33 stig.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHL-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. KR-ingar byrjuðu þennan leik með miklum látum og voru mjög svo tilbúnir í þennan slag. Stigaskorið dreifðist vel hjá heimamönnum og voru allir að taka þátt. Sóknarleikur Stólana var í molum á upphafsmínútunum og var staðan fljótlega orðin 17-4 fyrir KR, frábær byrjun. Þá fór Stólarnir í gang og eftir fínan kafla náði liðið að skora tíu stig gegn engu og breyta stöðunni í 17-14. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 23-19. Stólarnir gerðu fimm fyrstu stigin í öðrum leikhluta og komust yfir 24-23. Annar leikhluti var mjög jafn en liðin voru bæði í stökustu vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna. Þetta var leikur tveggja sterkra varna en menn voru heldur ekki að finna skotið sitt. Brynjar Þór Björnsson, KR, og Pétur Rúnar Birgisson, Tindastól, drógu vagninn fyrir sitt lið og fundu sig vel. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 39-35 og töluverður haustbragur á leiknum. Brynjar Þór Björnsson var ekkert að grínast í upphafi síðari hálfleiksins en hann gerði strax þrjá þrista í röð fyrir KR og var staðan orðin 48-37. Þarna var Brynjar kominn með 24 stig og var sjóðandi heitur. Þriðji leikhlutinn var algjör þriggja stig sýning og var Brynjar þar fremstur í flokki. Tindastólsmenn hittu aftur á móti einnig ágætlega fyrir utan en KR-ingar voru einu til tveimur skrefum á undan gestunum. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 70-55 og KR með pálmann í höndunum. Það er skemmst frá því að segja að KR-ingar voru bara miklu betri í kvöld og það var bara eitt lið inn á vellinum. Það vantar þrjá gríðarlega sterka leikmenn í KR-liðið en það virðist ekki skipta neinu máli. Þetta verður greinilega rosalegur vetur hjá Vesturbæingum. Þeir voru frábærir í kvöld og átti sigurinn svo fyllilega skilið. Leikurinn fór að lokum 98-78 og vinna Íslandsmeistararnir góðan sigur á Tindastól í fyrstu umferð. Brynjar Þór: Ekki efast um sigurhjarta meistarans „Þetta er bara einhver skemmtilegasti deildarleikur sem ég hef spilað,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, sem fór hreinlega á kostum í kvöld og gerði 33 stig. „Við komum inn í þennan leik eiginlega sem litla liðið og við erum ekki vanir því. Okkur var spáð öðru til þriðja sæti í deildinni og við vildum sýna öllum úr hverju við erum gerðir. Ekki efast um sigurhjarta meistarans.“ Brynjar segir að það sé langt síðan að hann fékk það hlutverk að bera uppi stigaskorið í KR-liðinu. „Við erum með mjög breytt lið. Í dag spilum við á sjö mönnum og við erum án Pavels og Jóns en við bara spiluðum á styrkleikum okkar og sóttum á veikleika Tindastóls og gerðum það bara mjög vel, bæði varnar og sóknarlega.“ Hann segir að liðið hafi lagt upp með að láta lélegustu sóknarmenn þeirra vera með boltann. „Og við sóttum á lélegustu varnarmennina þeirra. Þetta er samt bara fyrsti leikur en sýnum bara í kvöld að við erum með mikla breidd. Ég bjóst samt við Stólunum sterkari en þetta.“Helgi Freyr: Þetta var fínt tækifæri til að taka KR en við nýttum það ekki „Við vorum ekki tilbúnir í kvöld, svo eitt er víst en tímabilið var bara að byrja og við verðum bara að læra af þessu,“ segir Helgi Freyr Margeirsson, leikmaður Tindastóls, eftir leikinn. „Það var gott tækifæri að taka KR í kvöld þar sem það vantar mannskap hjá liðinu en við bara nýttum það ekki. Við vorum búnir að sjá það mjög snemma leiks að þeir vildu skjóta þriggja stig skot en það var alveg saman hvað við töluðum oft um það innan liðsins að loka á það, þeir fóru hvað eftir annað upp í frítt þriggja stig skot.“ Helgi segir að liðið verði að spila mun betur í næsta leik þegar Tindastóll mætir Þór. „Við verðum að gera það en það kemur ekkert til greina að beygja okkur eitthvað niður eftir þennan leik. Það er mjög sárt að mæta ekki almennilega til leiks eftir fínt undirbúningstímabil og sýna okkar fólki úr hverju við erum gerðir.“Sigurður: Í svona góðu liði opnast mikið fyrir mig „Mér líður bara vel, ég er í frábæru liði og það eru fullt af ógnum allstaðar og það opnar fyrir mig,“ segir Sigurður Þorvaldsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta datt rosalega vel fyrir mig í kvöld. Ég er bara í það þægilegri stöðu að það opnast mikið fyrir mig og þá verð ég að setja boltann ofan í.“ Sigurður segir að hann hafi lent í meiðslum snemma tímabils í fyrra en núna sé hann alveg klár. „Ég er í mjög fínu standi og mér líður mjög vel líkamlega. Ég var mjög opinn í kvöld en það verður ekkert þannig í öllum leikjum, það er á hreinu. Brynjar [Þór Björnsson] var á eldi í kvöld og þegar við erum spila svona þá er þetta rosalega gaman.“Bein lýsing: KR - TindastóllTweets by @Visirkarfa1 Helgi Freyr (nr. 8) í baksýn.vísir/antonBrynjar skoraði 33 stig.vísir/antonSigurður spilaði mjög vel í sínum fyrsta deildarleik með KR.vísir/anton Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Íslandsmeistarar KR byrja tímabilið frábærlega en liðið vann mjög öruggan sigur á Tindastól, 98-78, í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í DHL-höllinni. Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari var aðeins eitt lið inni á vellinum. Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR og skoraði hann 33 stig.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHL-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. KR-ingar byrjuðu þennan leik með miklum látum og voru mjög svo tilbúnir í þennan slag. Stigaskorið dreifðist vel hjá heimamönnum og voru allir að taka þátt. Sóknarleikur Stólana var í molum á upphafsmínútunum og var staðan fljótlega orðin 17-4 fyrir KR, frábær byrjun. Þá fór Stólarnir í gang og eftir fínan kafla náði liðið að skora tíu stig gegn engu og breyta stöðunni í 17-14. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 23-19. Stólarnir gerðu fimm fyrstu stigin í öðrum leikhluta og komust yfir 24-23. Annar leikhluti var mjög jafn en liðin voru bæði í stökustu vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna. Þetta var leikur tveggja sterkra varna en menn voru heldur ekki að finna skotið sitt. Brynjar Þór Björnsson, KR, og Pétur Rúnar Birgisson, Tindastól, drógu vagninn fyrir sitt lið og fundu sig vel. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 39-35 og töluverður haustbragur á leiknum. Brynjar Þór Björnsson var ekkert að grínast í upphafi síðari hálfleiksins en hann gerði strax þrjá þrista í röð fyrir KR og var staðan orðin 48-37. Þarna var Brynjar kominn með 24 stig og var sjóðandi heitur. Þriðji leikhlutinn var algjör þriggja stig sýning og var Brynjar þar fremstur í flokki. Tindastólsmenn hittu aftur á móti einnig ágætlega fyrir utan en KR-ingar voru einu til tveimur skrefum á undan gestunum. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 70-55 og KR með pálmann í höndunum. Það er skemmst frá því að segja að KR-ingar voru bara miklu betri í kvöld og það var bara eitt lið inn á vellinum. Það vantar þrjá gríðarlega sterka leikmenn í KR-liðið en það virðist ekki skipta neinu máli. Þetta verður greinilega rosalegur vetur hjá Vesturbæingum. Þeir voru frábærir í kvöld og átti sigurinn svo fyllilega skilið. Leikurinn fór að lokum 98-78 og vinna Íslandsmeistararnir góðan sigur á Tindastól í fyrstu umferð. Brynjar Þór: Ekki efast um sigurhjarta meistarans „Þetta er bara einhver skemmtilegasti deildarleikur sem ég hef spilað,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, sem fór hreinlega á kostum í kvöld og gerði 33 stig. „Við komum inn í þennan leik eiginlega sem litla liðið og við erum ekki vanir því. Okkur var spáð öðru til þriðja sæti í deildinni og við vildum sýna öllum úr hverju við erum gerðir. Ekki efast um sigurhjarta meistarans.“ Brynjar segir að það sé langt síðan að hann fékk það hlutverk að bera uppi stigaskorið í KR-liðinu. „Við erum með mjög breytt lið. Í dag spilum við á sjö mönnum og við erum án Pavels og Jóns en við bara spiluðum á styrkleikum okkar og sóttum á veikleika Tindastóls og gerðum það bara mjög vel, bæði varnar og sóknarlega.“ Hann segir að liðið hafi lagt upp með að láta lélegustu sóknarmenn þeirra vera með boltann. „Og við sóttum á lélegustu varnarmennina þeirra. Þetta er samt bara fyrsti leikur en sýnum bara í kvöld að við erum með mikla breidd. Ég bjóst samt við Stólunum sterkari en þetta.“Helgi Freyr: Þetta var fínt tækifæri til að taka KR en við nýttum það ekki „Við vorum ekki tilbúnir í kvöld, svo eitt er víst en tímabilið var bara að byrja og við verðum bara að læra af þessu,“ segir Helgi Freyr Margeirsson, leikmaður Tindastóls, eftir leikinn. „Það var gott tækifæri að taka KR í kvöld þar sem það vantar mannskap hjá liðinu en við bara nýttum það ekki. Við vorum búnir að sjá það mjög snemma leiks að þeir vildu skjóta þriggja stig skot en það var alveg saman hvað við töluðum oft um það innan liðsins að loka á það, þeir fóru hvað eftir annað upp í frítt þriggja stig skot.“ Helgi segir að liðið verði að spila mun betur í næsta leik þegar Tindastóll mætir Þór. „Við verðum að gera það en það kemur ekkert til greina að beygja okkur eitthvað niður eftir þennan leik. Það er mjög sárt að mæta ekki almennilega til leiks eftir fínt undirbúningstímabil og sýna okkar fólki úr hverju við erum gerðir.“Sigurður: Í svona góðu liði opnast mikið fyrir mig „Mér líður bara vel, ég er í frábæru liði og það eru fullt af ógnum allstaðar og það opnar fyrir mig,“ segir Sigurður Þorvaldsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta datt rosalega vel fyrir mig í kvöld. Ég er bara í það þægilegri stöðu að það opnast mikið fyrir mig og þá verð ég að setja boltann ofan í.“ Sigurður segir að hann hafi lent í meiðslum snemma tímabils í fyrra en núna sé hann alveg klár. „Ég er í mjög fínu standi og mér líður mjög vel líkamlega. Ég var mjög opinn í kvöld en það verður ekkert þannig í öllum leikjum, það er á hreinu. Brynjar [Þór Björnsson] var á eldi í kvöld og þegar við erum spila svona þá er þetta rosalega gaman.“Bein lýsing: KR - TindastóllTweets by @Visirkarfa1 Helgi Freyr (nr. 8) í baksýn.vísir/antonBrynjar skoraði 33 stig.vísir/antonSigurður spilaði mjög vel í sínum fyrsta deildarleik með KR.vísir/anton
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira