Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Stjarnan 82-91 | Stjörnusigur eftir framlengingu Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. október 2016 20:30 Justin Shouse var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 20 stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar. vísir/anton Vel var mætt í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld þegar Stjarnan heimsótti Þór í Dominos-deild karla í körfubolta. Þórsarar eru nýliðar í deildinni og fengu vægast sagt verðugt verkefni í fyrsta leik en Stjörnunni er af mörgum spáð Íslandsmeistaratitli Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og keyrðu yfir heimamenn í fyrsta leikhluta. Gamla brýnið Justin Shouse skoraði átta fyrstu stig Stjörnunnar í leiknum. Þórsarar unnu sig betur inn í leikinn í öðrum leikhlutanum og fór boltinn að rúlla betur í sókninni. Stjarnan hélt þó frumkvæðinu og leiddi í leikhléi með sjö stiga mun, 40-47. Það var vel við hæfi að Stjörnumenn enduðu fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu því þeir skutu afar vel í fyrstu tveim leikhlutunum. Fór Arnþór Freyr Guðmundsson þar fremstur í flokki ásamt Shouse. Stjörnumenn héldu áfram frumkvæðinu í þriðja leikhluta en Þórsarar voru þó aldrei langt undan. Nýjasti liðsmaður Þórs, Bandaríkjamaðurinn Jalen Riley fór að hitta betur og munaði mikið um það. Riley fór svo algjörlega á kostum í fjórða leikhlutanum og var aðalmaðurinn í endurkomu Þórs sem tókst að jafna leikinn skömmu fyrir leikslok. Þórsarar fengu lokasóknina í venjulegum leiktíma en lokaskot þeirra fór ekki niður. Gestirnir virtust eiga meira eftir á tanknum í framlengingunni og fóru að lokum með níu stiga sigur frá Akureyri.Bein lýsing: Þór Ak. - StjarnanHrafn: Frábær leið til að byrja mótið „Mér finnst þetta frábær leið til að byrja mótið. Þetta Þórslið er alvörulið og mér fannst við koma frábærlega inn í leikinn. Ég var búinn að berja á því við strákana að byrja vel því við teljum okkur hafa breidd. En ég var ekki nógu ánægður með hvernig við fylgdum því eftir og þegar ég fór á bekkinn minn fannst mér við ekki ná að halda úti þeim krafti sem við þurftum,“ sagði Hrafn Kristjánsson eftir sigurinn á Þór í kvöld. „Það er ýmislegt sem gerist. Maður á að vera þakklátur fyrir sigra og sérstaklega sigra á erfiðum útivelli. Það eru ákveðin forréttindi að fá framlengingu og fá að reyna sig undir pressu og ná að vinna.“ Hrafn býst við spennandi og skemmtilegri Domino's deild í vetur. „Þessi deild er stórskemmtileg. Við vorum að spila við Þórsliðið sem er búið að bæta við sig fullt af flottum leikmönnum og það sama á við um ÍR-inga. Þeir eru búnir að gera stórar breytingar á sínu liði,“ sagði Hrafn. „Það eru nokkur lið búin að sigla undir radarnum og Benna vini mínum hefur tekist að sigla þessu liði undir radarinn hingað til en ég held honum takist það ekki eftir þennan leik.“Benedikt: Er ekki að fara að gráta mig í svefn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sá margt jákvætt við frammistöðu sinna manna gegn meistarakandítötum Stjörnunnar í kvöld. „Ég minnti bara menn á að þetta er fyrsti leikur tímabilsins og auðvitað var sárt að ná ekki að klára þetta en mótið er bara rétt að byrja og við getum tekið fullt út úr þessu. Framlenging á móti meistaraefnunum; maður er ekkert að fara að gráta sig í svefn en við vorum bara svo nálægt þessu og það er svekkjandi,“ sagði Benedikt eftir leik. „Ég er ánægður að halda þeim í 79 stigum miðað hvað þeir hittu í byrjun leiks. Þeir klikkuðu varla skoti og það rigndi þristum í fyrri hálfleik. Við náðum að loka á það og þá gekk þetta betur.“ Benedikt var ósáttur við byrjunina á leiknum en Stjarnan leiddi með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta. „Kannski var spennustigið eitthvað vitlaust en ég var aðallega svekktur hvað við vorum soft í byrjun. Það vantaði alla hörku og greddu í mína menn en það kom svo loksins. Vonandi var þetta bara aðlögun fyrir Þór Akureyri eftir langa fjarveru og menn vita núna hvað þarf í efstu deild,“ sagði Benedikt að lokum.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Vel var mætt í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld þegar Stjarnan heimsótti Þór í Dominos-deild karla í körfubolta. Þórsarar eru nýliðar í deildinni og fengu vægast sagt verðugt verkefni í fyrsta leik en Stjörnunni er af mörgum spáð Íslandsmeistaratitli Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og keyrðu yfir heimamenn í fyrsta leikhluta. Gamla brýnið Justin Shouse skoraði átta fyrstu stig Stjörnunnar í leiknum. Þórsarar unnu sig betur inn í leikinn í öðrum leikhlutanum og fór boltinn að rúlla betur í sókninni. Stjarnan hélt þó frumkvæðinu og leiddi í leikhléi með sjö stiga mun, 40-47. Það var vel við hæfi að Stjörnumenn enduðu fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu því þeir skutu afar vel í fyrstu tveim leikhlutunum. Fór Arnþór Freyr Guðmundsson þar fremstur í flokki ásamt Shouse. Stjörnumenn héldu áfram frumkvæðinu í þriðja leikhluta en Þórsarar voru þó aldrei langt undan. Nýjasti liðsmaður Þórs, Bandaríkjamaðurinn Jalen Riley fór að hitta betur og munaði mikið um það. Riley fór svo algjörlega á kostum í fjórða leikhlutanum og var aðalmaðurinn í endurkomu Þórs sem tókst að jafna leikinn skömmu fyrir leikslok. Þórsarar fengu lokasóknina í venjulegum leiktíma en lokaskot þeirra fór ekki niður. Gestirnir virtust eiga meira eftir á tanknum í framlengingunni og fóru að lokum með níu stiga sigur frá Akureyri.Bein lýsing: Þór Ak. - StjarnanHrafn: Frábær leið til að byrja mótið „Mér finnst þetta frábær leið til að byrja mótið. Þetta Þórslið er alvörulið og mér fannst við koma frábærlega inn í leikinn. Ég var búinn að berja á því við strákana að byrja vel því við teljum okkur hafa breidd. En ég var ekki nógu ánægður með hvernig við fylgdum því eftir og þegar ég fór á bekkinn minn fannst mér við ekki ná að halda úti þeim krafti sem við þurftum,“ sagði Hrafn Kristjánsson eftir sigurinn á Þór í kvöld. „Það er ýmislegt sem gerist. Maður á að vera þakklátur fyrir sigra og sérstaklega sigra á erfiðum útivelli. Það eru ákveðin forréttindi að fá framlengingu og fá að reyna sig undir pressu og ná að vinna.“ Hrafn býst við spennandi og skemmtilegri Domino's deild í vetur. „Þessi deild er stórskemmtileg. Við vorum að spila við Þórsliðið sem er búið að bæta við sig fullt af flottum leikmönnum og það sama á við um ÍR-inga. Þeir eru búnir að gera stórar breytingar á sínu liði,“ sagði Hrafn. „Það eru nokkur lið búin að sigla undir radarnum og Benna vini mínum hefur tekist að sigla þessu liði undir radarinn hingað til en ég held honum takist það ekki eftir þennan leik.“Benedikt: Er ekki að fara að gráta mig í svefn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sá margt jákvætt við frammistöðu sinna manna gegn meistarakandítötum Stjörnunnar í kvöld. „Ég minnti bara menn á að þetta er fyrsti leikur tímabilsins og auðvitað var sárt að ná ekki að klára þetta en mótið er bara rétt að byrja og við getum tekið fullt út úr þessu. Framlenging á móti meistaraefnunum; maður er ekkert að fara að gráta sig í svefn en við vorum bara svo nálægt þessu og það er svekkjandi,“ sagði Benedikt eftir leik. „Ég er ánægður að halda þeim í 79 stigum miðað hvað þeir hittu í byrjun leiks. Þeir klikkuðu varla skoti og það rigndi þristum í fyrri hálfleik. Við náðum að loka á það og þá gekk þetta betur.“ Benedikt var ósáttur við byrjunina á leiknum en Stjarnan leiddi með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta. „Kannski var spennustigið eitthvað vitlaust en ég var aðallega svekktur hvað við vorum soft í byrjun. Það vantaði alla hörku og greddu í mína menn en það kom svo loksins. Vonandi var þetta bara aðlögun fyrir Þór Akureyri eftir langa fjarveru og menn vita núna hvað þarf í efstu deild,“ sagði Benedikt að lokum.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira