Verið fullkominn ferill Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2016 06:00 Jón Daði kemur Íslandi í 1-0 gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli haustið 2014. vísir/anton Fyrir rúmum tveimur árum var Jón Daði Böðvarsson óvænt í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta þegar það vann Tyrkland, 3-0, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016. Hann skoraði í frumraun sinni í mótsleik fyrir Ísland og hefur ekki litið um öxl. Fótboltinn fer í hring eins og lífið. Á sunnudaginn mæta strákarnir okkar Tyrklandi í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 og vonast Jón Daði til að vera með eftir að þurfa að hvíla gegn Finnlandi vegna meiðsla í nára. „Ég er bara góður. Eiginlega betri ef eitthvað er,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Selfyssingur við Fréttablaðið á æfingu landsliðsins í Egilshöllinni í gær. „Ég sé fram á að vera klár á sunnudaginn en maður veit aldrei því nárinn er svo lúmskur. Það er verið að vinna í honum.“Fótboltinn ekki alltaf fallegur Jón Daði átti ekki að byrja leikinn fræga gegn Tyrklandi í ágúst 2014 heldur átti Jóhann Berg Guðmundsson að fá tækifærið við hlið Kolbeins Sigþórssonar í framlínunni. Eins dauði er annars brauð í þessum bransa og tók það Jóhann Berg nokkra mánuði að vinna aftur sitt sæti. Það gerði hann reyndar með stæl og byrjaði, eins og Jón Daði, alla leiki Íslands á EM. Nú þegar Jón var sjálfur meiddur fékk Björn Bergmann Sigurðarson óvænt tækifæri í byrjunarliðinu. Skagamaðurinn hefur ekki haft áhuga á að spila fyrir landsliðið en var allt í einu mættur í byrjunarliðið, tilbúinn að heilla landsliðsþjálfarana. Það er aldrei þægilegt fyrir fótboltamenn að sjá einhverja aðra spila það sem þeir vilja meina að sé sín staða. „Það er samkeppni í þessu. Fótboltinn er harður heimur og er ekki alltaf fallegur. Maður þarf stundum að hugsa um sjálfan sig, en í leiðinni er maður að vona að öllum gangi sem best,“ sagði Jón Daði sem hafði þó ekkert nema góða hluti hluti um Björn Bergmann að segja. „Mér fannst Björn Bergmann standa sig vel í erfiðum leik. Við vitum að Björn er góður leikmaður. Þetta er líka flottur gaur, mjög kurteis og fínn strákur. Ég vona samt að ég verði klár í næsta leik.“Alltaf að bæta sig Þegar Jón Daði er beðinn um að líta yfir þessi tvö ár í fljótu bragði er hann sáttur við það sem hann hefur gert. „Þetta er búinn að vera fullkominn ferill hingað til. Ég verð alltaf betri og betri finnst mér og er að taka réttu skrefin. Ég hef verið mjög heppinn með að lenda í réttu umhverfi, heppnin þarf líka að vera með manni í þessu. Mér finnst ég alltaf að verða betri og betri í fótbolta. Ég bæti mig á hverju ári og sjálfstraustið er miklu meira en áður fyrr,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum var Jón Daði Böðvarsson óvænt í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta þegar það vann Tyrkland, 3-0, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016. Hann skoraði í frumraun sinni í mótsleik fyrir Ísland og hefur ekki litið um öxl. Fótboltinn fer í hring eins og lífið. Á sunnudaginn mæta strákarnir okkar Tyrklandi í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 og vonast Jón Daði til að vera með eftir að þurfa að hvíla gegn Finnlandi vegna meiðsla í nára. „Ég er bara góður. Eiginlega betri ef eitthvað er,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Selfyssingur við Fréttablaðið á æfingu landsliðsins í Egilshöllinni í gær. „Ég sé fram á að vera klár á sunnudaginn en maður veit aldrei því nárinn er svo lúmskur. Það er verið að vinna í honum.“Fótboltinn ekki alltaf fallegur Jón Daði átti ekki að byrja leikinn fræga gegn Tyrklandi í ágúst 2014 heldur átti Jóhann Berg Guðmundsson að fá tækifærið við hlið Kolbeins Sigþórssonar í framlínunni. Eins dauði er annars brauð í þessum bransa og tók það Jóhann Berg nokkra mánuði að vinna aftur sitt sæti. Það gerði hann reyndar með stæl og byrjaði, eins og Jón Daði, alla leiki Íslands á EM. Nú þegar Jón var sjálfur meiddur fékk Björn Bergmann Sigurðarson óvænt tækifæri í byrjunarliðinu. Skagamaðurinn hefur ekki haft áhuga á að spila fyrir landsliðið en var allt í einu mættur í byrjunarliðið, tilbúinn að heilla landsliðsþjálfarana. Það er aldrei þægilegt fyrir fótboltamenn að sjá einhverja aðra spila það sem þeir vilja meina að sé sín staða. „Það er samkeppni í þessu. Fótboltinn er harður heimur og er ekki alltaf fallegur. Maður þarf stundum að hugsa um sjálfan sig, en í leiðinni er maður að vona að öllum gangi sem best,“ sagði Jón Daði sem hafði þó ekkert nema góða hluti hluti um Björn Bergmann að segja. „Mér fannst Björn Bergmann standa sig vel í erfiðum leik. Við vitum að Björn er góður leikmaður. Þetta er líka flottur gaur, mjög kurteis og fínn strákur. Ég vona samt að ég verði klár í næsta leik.“Alltaf að bæta sig Þegar Jón Daði er beðinn um að líta yfir þessi tvö ár í fljótu bragði er hann sáttur við það sem hann hefur gert. „Þetta er búinn að vera fullkominn ferill hingað til. Ég verð alltaf betri og betri finnst mér og er að taka réttu skrefin. Ég hef verið mjög heppinn með að lenda í réttu umhverfi, heppnin þarf líka að vera með manni í þessu. Mér finnst ég alltaf að verða betri og betri í fótbolta. Ég bæti mig á hverju ári og sjálfstraustið er miklu meira en áður fyrr,“ sagði Jón Daði Böðvarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira