Fáum við sögulegan sigur eða hefnd í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. október 2016 20:00 Vísir/Getty Michael Bisping mætir Dan Henderson um millivigtartitilinn í nótt á UFC 204. Þessi titilbardagi er með þeim furðulegri í UFC en gæti orðið sögulegur fyrir margar sakir. Michael Bisping varð millivigtarmeistari UFC eftir óvæntan sigur á Luke Rockhold í sumar. Bisping kom inn með tveggja vikna fyrirvara og rotaði þáverandi meistara í 1. lotu. Sigri hann Dan Henderson í nótt setur hann met yfir flesta sigra í sögu UFC.Bisping mætir Dan Henderson í sinni fyrstu titilvörn sem er nokkuð sem hefur mætt mikilli gagnrýni. Henderson er 46 ára gamall, í 13. sæti styrkleikalista UFC og hefur tapað sex af síðustu níu bardögum sínum. Henderson á þó heiðurinn af versta tapi á ferli Bisping. Henderson rotaði Bisping í 2. lotu á UFC 100 og var rothöggið nokkuð hrottalegt. Rothöggið er eitt það eftirminnilegasta í sögu UFC og sat það lengi í Bisping. Þegar Bisping varð loksins meistari var bara einn andstæðingur sem hann vildi mæta – Dan Henderson. Bisping vill hefna fyrir tapið slæma árið 2009 og það var nú eða aldrei. Dan Henderson ætlar nefnilega að hætta eftir þennan bardaga hvort sem hann standi uppi sem sigurvegari eða ekki. Henderson er klárlega einn besti bardagamaður í sögu MMA enda sigrað stór nöfn í nokkrum þyngdarflokkum á borð við Fedor Emelianenko, Mauricio ‘Shogun’ Rua, Wanderlei Silva og Vitor Belfort. Hann vann titil í Strikeforce bardagasamtökunum og í japönsku bardagasamtökunum Pride á sínum tíma. Með sigri á morgun yrði hann sá fyrsti til að vinna titla í Pride, Strikeforce og UFC. Lengi vel var Henderson ekkert á því að hætta þrátt fyrir að vera kominn vel yfir fertugt. Fyrir og eftir hvern einasta bardaga var hann spurður hvort hann ætlaði núna að hætta. Henderson virtist alltaf vera jafn hissa á spurningunni enda bara 45 ára ungur. Eftir sigur hans á Hector Lombard í sumar var annað hljóð í honum. Hann var farinn að huga að endalokum ferilsins og mun hætta eftir bardagann í nótt. Þrátt fyrir að vera löngu kominn af léttasta skeiði er hann ennþá með sína hættulegu hægri bombu. Getur hann endurtekið leikinn frá árinu 2009 eða mun Michael Bisping ná fram hefndum? Það kemur í ljós í kvöld þegar UFC 204 fer fram í Manchester í nótt. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. MMA Tengdar fréttir Seldist upp á UFC 204-bardagakvöldið á sex mínútum Breskir UFC-aðdáendur gátu ekki leyft sér að sofa á verðinum fyrir UFC 204-viðburðinn sem fer fram í Manchester í næsta mánuði en miðasalan stóð aðeins yfir í sex mínútur áður en það varð uppselt á bardagakvöldið. 11. september 2016 23:30 Bisping fyrsti breski heimsmeistarinn í UFC Hinn 37 ára gamli Michael Bisping varð um nýliðna helgi heimsmeistari í millivigt UFC er hann vann mjög óvæntan sigur á Luke Rockhold. 6. júní 2016 15:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Michael Bisping mætir Dan Henderson um millivigtartitilinn í nótt á UFC 204. Þessi titilbardagi er með þeim furðulegri í UFC en gæti orðið sögulegur fyrir margar sakir. Michael Bisping varð millivigtarmeistari UFC eftir óvæntan sigur á Luke Rockhold í sumar. Bisping kom inn með tveggja vikna fyrirvara og rotaði þáverandi meistara í 1. lotu. Sigri hann Dan Henderson í nótt setur hann met yfir flesta sigra í sögu UFC.Bisping mætir Dan Henderson í sinni fyrstu titilvörn sem er nokkuð sem hefur mætt mikilli gagnrýni. Henderson er 46 ára gamall, í 13. sæti styrkleikalista UFC og hefur tapað sex af síðustu níu bardögum sínum. Henderson á þó heiðurinn af versta tapi á ferli Bisping. Henderson rotaði Bisping í 2. lotu á UFC 100 og var rothöggið nokkuð hrottalegt. Rothöggið er eitt það eftirminnilegasta í sögu UFC og sat það lengi í Bisping. Þegar Bisping varð loksins meistari var bara einn andstæðingur sem hann vildi mæta – Dan Henderson. Bisping vill hefna fyrir tapið slæma árið 2009 og það var nú eða aldrei. Dan Henderson ætlar nefnilega að hætta eftir þennan bardaga hvort sem hann standi uppi sem sigurvegari eða ekki. Henderson er klárlega einn besti bardagamaður í sögu MMA enda sigrað stór nöfn í nokkrum þyngdarflokkum á borð við Fedor Emelianenko, Mauricio ‘Shogun’ Rua, Wanderlei Silva og Vitor Belfort. Hann vann titil í Strikeforce bardagasamtökunum og í japönsku bardagasamtökunum Pride á sínum tíma. Með sigri á morgun yrði hann sá fyrsti til að vinna titla í Pride, Strikeforce og UFC. Lengi vel var Henderson ekkert á því að hætta þrátt fyrir að vera kominn vel yfir fertugt. Fyrir og eftir hvern einasta bardaga var hann spurður hvort hann ætlaði núna að hætta. Henderson virtist alltaf vera jafn hissa á spurningunni enda bara 45 ára ungur. Eftir sigur hans á Hector Lombard í sumar var annað hljóð í honum. Hann var farinn að huga að endalokum ferilsins og mun hætta eftir bardagann í nótt. Þrátt fyrir að vera löngu kominn af léttasta skeiði er hann ennþá með sína hættulegu hægri bombu. Getur hann endurtekið leikinn frá árinu 2009 eða mun Michael Bisping ná fram hefndum? Það kemur í ljós í kvöld þegar UFC 204 fer fram í Manchester í nótt. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2.
MMA Tengdar fréttir Seldist upp á UFC 204-bardagakvöldið á sex mínútum Breskir UFC-aðdáendur gátu ekki leyft sér að sofa á verðinum fyrir UFC 204-viðburðinn sem fer fram í Manchester í næsta mánuði en miðasalan stóð aðeins yfir í sex mínútur áður en það varð uppselt á bardagakvöldið. 11. september 2016 23:30 Bisping fyrsti breski heimsmeistarinn í UFC Hinn 37 ára gamli Michael Bisping varð um nýliðna helgi heimsmeistari í millivigt UFC er hann vann mjög óvæntan sigur á Luke Rockhold. 6. júní 2016 15:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Seldist upp á UFC 204-bardagakvöldið á sex mínútum Breskir UFC-aðdáendur gátu ekki leyft sér að sofa á verðinum fyrir UFC 204-viðburðinn sem fer fram í Manchester í næsta mánuði en miðasalan stóð aðeins yfir í sex mínútur áður en það varð uppselt á bardagakvöldið. 11. september 2016 23:30
Bisping fyrsti breski heimsmeistarinn í UFC Hinn 37 ára gamli Michael Bisping varð um nýliðna helgi heimsmeistari í millivigt UFC er hann vann mjög óvæntan sigur á Luke Rockhold. 6. júní 2016 15:00