Segir verslanir blekkja ferðamenn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. október 2016 20:00 Neytendasamtökunum hefur borist fjöldi kvartana og ábendinga um uppstillingar léttbjórs og áfengislauss víns í smávöruverslunum í miðbæ Reykjavíkur. Varaformaður samtakanna segir verslanir vera í blekkingaleik sem miði að því að selja ferðamönnum - sem ókunnugt er um íslenskar reglur um áfengi - áfengislaust vín. Neytendastofa telur ástæðu til að kanna málið. Áfengislausu víni og léttbjór er stillt upp á áberandi stöðum í nokkrum verslunum í miðbæ Reykjavíkur og telur Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, að verslanirnar séu að reyna að narra ferðamenn til að kaupa vöruna. „Við höfum líka fengið ábendingar frá íbúum í miðbænum sem þekkja þetta vel: þegar svekktir túristar koma glaðir út með kassa af léttvíni en það var kannski ekki alveg það sem þeir ætluðu að kaupa,“ segir Teitur. Hann segir að Neytendasamtökin hvetji fólk til að stunda heiðarlega viðskiptahætti og setja upp merkingar þess efnis að varan innihaldi ekki áfengi. Teitur sýndi fréttamanni hvernig léttbjór og áfengislausu víni er stillt upp í verslanir í miðbænum. Hann útbjó skilti og stillti því upp í einni versluninni. „Ég hef ákveðið að gefa þessari verslun þetta skilti og vona að það fái að standa hér sem lengst ,“ segir Teitur en upptöku af atvikinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Í samtali við fréttastofu sagði formaður Neytendastofu að tilefni væri til að kanna málið og skoða hvort framsetning vörunnar sé með þeim hætti að það geti talist vera villandi viðskiptahættir samkvæmt lögum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Neytendasamtökunum hefur borist fjöldi kvartana og ábendinga um uppstillingar léttbjórs og áfengislauss víns í smávöruverslunum í miðbæ Reykjavíkur. Varaformaður samtakanna segir verslanir vera í blekkingaleik sem miði að því að selja ferðamönnum - sem ókunnugt er um íslenskar reglur um áfengi - áfengislaust vín. Neytendastofa telur ástæðu til að kanna málið. Áfengislausu víni og léttbjór er stillt upp á áberandi stöðum í nokkrum verslunum í miðbæ Reykjavíkur og telur Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, að verslanirnar séu að reyna að narra ferðamenn til að kaupa vöruna. „Við höfum líka fengið ábendingar frá íbúum í miðbænum sem þekkja þetta vel: þegar svekktir túristar koma glaðir út með kassa af léttvíni en það var kannski ekki alveg það sem þeir ætluðu að kaupa,“ segir Teitur. Hann segir að Neytendasamtökin hvetji fólk til að stunda heiðarlega viðskiptahætti og setja upp merkingar þess efnis að varan innihaldi ekki áfengi. Teitur sýndi fréttamanni hvernig léttbjór og áfengislausu víni er stillt upp í verslanir í miðbænum. Hann útbjó skilti og stillti því upp í einni versluninni. „Ég hef ákveðið að gefa þessari verslun þetta skilti og vona að það fái að standa hér sem lengst ,“ segir Teitur en upptöku af atvikinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Í samtali við fréttastofu sagði formaður Neytendastofu að tilefni væri til að kanna málið og skoða hvort framsetning vörunnar sé með þeim hætti að það geti talist vera villandi viðskiptahættir samkvæmt lögum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent