Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur 9. október 2016 20:37 Kári Árnason var frábær í íslensku vörninni. vísir/ernir Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. Íslenska liðið var miklu sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn var sanngjarn. Ísland komst yfir á 42. mínútu þegar Theodór Elmar Bjarnason skaut boltanum í Ömer Toprak og inn. Tveimur mínútum síðar skoraði Alfreð Finnbogason með góðu skoti eftir skalla Kára Árnasonar inn fyrir tyrknesku vörnina. Kári stóð upp úr í góðu íslensku liði að mati Fréttablaðsins og Vísis. Einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6Öruggur í úthlaupum og öllum sínum aðgerðum. Vörnin virðist afslappaðri með Hannes fyrir aftan sig. Reyndi ekki mikið á hann í kvöld. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7Stóð vaktina vel í vörninni og var góður í sóknarleik íslenska liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Miklu betri frammistaða en gegn Finnum. Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksinsSýndi enn og aftur frábæran leik í íslensku landsliðstreyjunni. Frábær í vörn, stórhættulegur í loftinu og kemur sér í færi í hverjum leik. Átti frábæra stoðsendingu þegar Ísland komst í 2-0. Búinn að koma með beinum hætti að þremur mörkum í undankeppninni. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8Öruggur að vanda í vörn íslenska liðsins. Allar staðsetningar mjög góðar og tímasetti öll sín hlaup mjög vel. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7Óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn og fór líka betur með boltann. Flottur leikur hjá bakverðinum. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9Frábær í fyrri hálfleik og var líklega enn betri í síðari hálfleik. Frábærar sendingar og afar duglegur í varnarvinnunni. Líklega einn hans allra besti landsleikur á ferlinum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 8Leysti Aron Einar af með sóma, var duglegur og harður í horn að taka. Var óheppinn að fá gult spjald í fyrri hálfleik. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9Stórkostleg frammistaða eins og svo oft áður. Frábær í pressu og leiddi hana oft á tíðum, vann ófáa bolta, meiriháttar í bæði vörn og sókn. Enn einn stórleikurinn hjá Gylfa. Theódór Elmar Bjarnason, vinstri kantmaður 8Gerði hlutina einfalt og var í góðum takti við leikinn. Átti stóran þátt í fyrra markinu sem var skráð sem sjálfsmark. Frábært að eiga mann sem kemur inn af jafnmiklum krafti og Elmar. Jón Daði Böðvarsson, framherji 7Duglegur að vanda. En kom sér ekki í mörg færi og það kom heldur lítið úr hans leik. Alfreð Finnbogason, framherji 8Fór fremur illa með tvö góð færi í fyrri hálfleik áður en hann afgreiddi glæsilega markið sem kom Íslandi í 2-0 forystu. Afar duglegur en hefði getað bætt við marki úr dauðafæri í síðari hálfleik. Kominn með þrjú mörk í jafn mörgum leikjum í undankeppninni. Varamenn: Björn Bergmann Sigurðarson 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 62. mínútu)Var ekki mikið í boltanum eftir að hann kom inn á. Sinnti varnarvinnunni af samviskusemi. Viðar Örn Kjartansson 6 - (Kom inn á Alfreð Finnbogason á 68. mínútu)Sama og með Björn Bergmann. Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Theodór Elmar Bjarnason á 86. mínútu)Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. Íslenska liðið var miklu sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn var sanngjarn. Ísland komst yfir á 42. mínútu þegar Theodór Elmar Bjarnason skaut boltanum í Ömer Toprak og inn. Tveimur mínútum síðar skoraði Alfreð Finnbogason með góðu skoti eftir skalla Kára Árnasonar inn fyrir tyrknesku vörnina. Kári stóð upp úr í góðu íslensku liði að mati Fréttablaðsins og Vísis. Einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6Öruggur í úthlaupum og öllum sínum aðgerðum. Vörnin virðist afslappaðri með Hannes fyrir aftan sig. Reyndi ekki mikið á hann í kvöld. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7Stóð vaktina vel í vörninni og var góður í sóknarleik íslenska liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Miklu betri frammistaða en gegn Finnum. Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksinsSýndi enn og aftur frábæran leik í íslensku landsliðstreyjunni. Frábær í vörn, stórhættulegur í loftinu og kemur sér í færi í hverjum leik. Átti frábæra stoðsendingu þegar Ísland komst í 2-0. Búinn að koma með beinum hætti að þremur mörkum í undankeppninni. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8Öruggur að vanda í vörn íslenska liðsins. Allar staðsetningar mjög góðar og tímasetti öll sín hlaup mjög vel. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7Óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn og fór líka betur með boltann. Flottur leikur hjá bakverðinum. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9Frábær í fyrri hálfleik og var líklega enn betri í síðari hálfleik. Frábærar sendingar og afar duglegur í varnarvinnunni. Líklega einn hans allra besti landsleikur á ferlinum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 8Leysti Aron Einar af með sóma, var duglegur og harður í horn að taka. Var óheppinn að fá gult spjald í fyrri hálfleik. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9Stórkostleg frammistaða eins og svo oft áður. Frábær í pressu og leiddi hana oft á tíðum, vann ófáa bolta, meiriháttar í bæði vörn og sókn. Enn einn stórleikurinn hjá Gylfa. Theódór Elmar Bjarnason, vinstri kantmaður 8Gerði hlutina einfalt og var í góðum takti við leikinn. Átti stóran þátt í fyrra markinu sem var skráð sem sjálfsmark. Frábært að eiga mann sem kemur inn af jafnmiklum krafti og Elmar. Jón Daði Böðvarsson, framherji 7Duglegur að vanda. En kom sér ekki í mörg færi og það kom heldur lítið úr hans leik. Alfreð Finnbogason, framherji 8Fór fremur illa með tvö góð færi í fyrri hálfleik áður en hann afgreiddi glæsilega markið sem kom Íslandi í 2-0 forystu. Afar duglegur en hefði getað bætt við marki úr dauðafæri í síðari hálfleik. Kominn með þrjú mörk í jafn mörgum leikjum í undankeppninni. Varamenn: Björn Bergmann Sigurðarson 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 62. mínútu)Var ekki mikið í boltanum eftir að hann kom inn á. Sinnti varnarvinnunni af samviskusemi. Viðar Örn Kjartansson 6 - (Kom inn á Alfreð Finnbogason á 68. mínútu)Sama og með Björn Bergmann. Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Theodór Elmar Bjarnason á 86. mínútu)Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira