Jóhann Berg: Erum ekkert saddir þótt við höfum farið á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2016 21:00 Jóhann Berg lék einn sinn besta landsleik í kvöld. vísir/andri marinó Jóhann Berg Guðmundsson átti skínandi góðan leik þegar Ísland lagði Tyrkland að velli með tveimur mörkum gegn engu í kvöld. Ísland er nú komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018. „Það er gríðarlega mikilvægt að taka sex stig í þessum tveimur heimaleikjum. Við erum nokkuð góðir á heimavelli og höfum ekki tapað í 13 leikjum hér,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og hefði getað skorað tvö mörk á fyrstu fimm mínútum leiksins. „Við vissum að ef við myndum vinna baráttuna myndum við vinna þennan leik. Við hefðum átt að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik og gjörsamlega klára þetta. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi og mér fannst við vera með þetta allan tímann,“ sagði Jóhann Berg sem kvaðst nokkuð sáttur með eigin frammistöðu í leiknum. „Ætli ég hafi ekki verið ágætur í dag. Hver einn og einasti maður í liðinu átti frábæran leik og það er það sem þarf í liði eins og okkar.“ Jóhann Berg og félagar fara ekki leynt með hvert markmið þeirra er: að komast til Rússlands þar sem HM fer fram eftir tvö ár. „Okkar markmið er að komast á HM, hvernig svo sem við gerum það. Við erum ekkert saddir þótt við höfum farið á EM eins og ég held að allir sjái. Við viljum meira og þannig er metnaðurinn í þessum hópi. Það hlýtur að vera draumur allra leikmanna að fara á HM,“ sagði Jóhann Berg. „Við höfum sýnt að við eigum séns í hvern sem er. Við sýndum það á EM og í þessari undankeppni. Við erum óhræddir.“ Kantmaðurinn öflugi átti sem fyrr sagði frábæran leik. En hefði hann viljað fullkomna frammistöðuna með marki? „Jú, það hefði verið gaman. Ég man ekki hvenær ég skoraði síðast með landsliðinu. En mér er alveg sama svo framarlega sem við vinnum leiki,“ sagði Jóhann Berg að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Finnland | Sjáðu mörkin Króatía marði Finnlandi í Finnlandi 1-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarmótsins í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45 Úkraína lagði Kósóvó | Sjáðu mörkin Úkraína lagði Kósóvó 3-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45 Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54 Hugulsamir leikmenn Tyrkja | Pössuðu að krökkunum yrði ekki kalt Leikur Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 er nýhafinn. 9. október 2016 18:53 Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson átti skínandi góðan leik þegar Ísland lagði Tyrkland að velli með tveimur mörkum gegn engu í kvöld. Ísland er nú komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018. „Það er gríðarlega mikilvægt að taka sex stig í þessum tveimur heimaleikjum. Við erum nokkuð góðir á heimavelli og höfum ekki tapað í 13 leikjum hér,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og hefði getað skorað tvö mörk á fyrstu fimm mínútum leiksins. „Við vissum að ef við myndum vinna baráttuna myndum við vinna þennan leik. Við hefðum átt að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik og gjörsamlega klára þetta. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi og mér fannst við vera með þetta allan tímann,“ sagði Jóhann Berg sem kvaðst nokkuð sáttur með eigin frammistöðu í leiknum. „Ætli ég hafi ekki verið ágætur í dag. Hver einn og einasti maður í liðinu átti frábæran leik og það er það sem þarf í liði eins og okkar.“ Jóhann Berg og félagar fara ekki leynt með hvert markmið þeirra er: að komast til Rússlands þar sem HM fer fram eftir tvö ár. „Okkar markmið er að komast á HM, hvernig svo sem við gerum það. Við erum ekkert saddir þótt við höfum farið á EM eins og ég held að allir sjái. Við viljum meira og þannig er metnaðurinn í þessum hópi. Það hlýtur að vera draumur allra leikmanna að fara á HM,“ sagði Jóhann Berg. „Við höfum sýnt að við eigum séns í hvern sem er. Við sýndum það á EM og í þessari undankeppni. Við erum óhræddir.“ Kantmaðurinn öflugi átti sem fyrr sagði frábæran leik. En hefði hann viljað fullkomna frammistöðuna með marki? „Jú, það hefði verið gaman. Ég man ekki hvenær ég skoraði síðast með landsliðinu. En mér er alveg sama svo framarlega sem við vinnum leiki,“ sagði Jóhann Berg að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Finnland | Sjáðu mörkin Króatía marði Finnlandi í Finnlandi 1-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarmótsins í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45 Úkraína lagði Kósóvó | Sjáðu mörkin Úkraína lagði Kósóvó 3-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45 Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54 Hugulsamir leikmenn Tyrkja | Pössuðu að krökkunum yrði ekki kalt Leikur Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 er nýhafinn. 9. október 2016 18:53 Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Króatía marði Finnland | Sjáðu mörkin Króatía marði Finnlandi í Finnlandi 1-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarmótsins í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45
Úkraína lagði Kósóvó | Sjáðu mörkin Úkraína lagði Kósóvó 3-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45
Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54
Hugulsamir leikmenn Tyrkja | Pössuðu að krökkunum yrði ekki kalt Leikur Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 er nýhafinn. 9. október 2016 18:53
Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti