Gylfi: Vorum frábærir í fyrri hálfleik Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. október 2016 21:06 Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik. vísir/ernir Gylfi Þór Sigurðsson átti að vanda góðan leik á miðjunni fyrir Ísland í kvöld gegn Tyrklandi en nú með nýjan samherja á miðri miðjunni. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði var í leikbanni og því lék Birkir Bjarnason með Gylfa á miðri miðjunni og gekk samvinna þeirra mjög vel. „Það var mjög fínt að spila með Birki,“ sagði Gylfi rétt að leiknum loknum. „Við Aron þekkjum hvorn annan gríðarlega vel. Ég reikna með að Aron komi aftur inn í næsta leik og við förum að spila aftur saman en það sýnir breiddina í hópnum að þegar við missum tvo, þrjá leikmenn að þá koma nýir leikmenn inn og þeir standa sig mjög vel.“ Í fyrsta sinn frá því að uppgangur landsliðsins hófst hefur liðið átt í meiðsla vandræðum en þeir leikmenn sem komu inn sýndu að þó nokkur breidd er í íslenska liðinu. „Það er erfitt fyrir þjálfarann að breyta þegar gengur vel og við höfum verið með mjög góða blöndu síðustu ár. Það hafa kannski ekki verið tækifæri til að breyta því við höfum verið að spila vel, bæta okkur og vinna leiki. „Það hefur verið erfitt fyrir strákana á bekknum að bíða en þeir hafa verið mjög þolinmóðir og þegar þeir fá sénsinn í dag eru þeir meira en nógu góðir til að byrja þessa leiki,“ sagði Gylfi. Gylfi var að vonum ánægðu með sigurinn og ekki síst spilamennskuna en Ísland yfirspilaði Tyrkland á löngum köflum í leiknum. „Frábær sigur. Við vorum mikið betri en á móti Finnum, það er á hreinu. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik. Mér fannst við vinna alla bolta, bæði fyrstu boltana og seinni boltana. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik en tvö eru nóg og að halda hreinu er frábært,“ sagði Gylfi sem vildi ekki gera lítið úr fyrri leikjum Íslands í keppninni þó þessi hafi verið sá besti til þessa. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik í Úkraínu og sköpuðum fullt af færum en náðum ekki að nýta þau. Það var kannski smá einbeitingarleysi í þeim leik, að klára ekki þann leik. „Við gerðum það sem við þurftum á móti Finnum og vorum frábærir í kvöld. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson átti að vanda góðan leik á miðjunni fyrir Ísland í kvöld gegn Tyrklandi en nú með nýjan samherja á miðri miðjunni. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði var í leikbanni og því lék Birkir Bjarnason með Gylfa á miðri miðjunni og gekk samvinna þeirra mjög vel. „Það var mjög fínt að spila með Birki,“ sagði Gylfi rétt að leiknum loknum. „Við Aron þekkjum hvorn annan gríðarlega vel. Ég reikna með að Aron komi aftur inn í næsta leik og við förum að spila aftur saman en það sýnir breiddina í hópnum að þegar við missum tvo, þrjá leikmenn að þá koma nýir leikmenn inn og þeir standa sig mjög vel.“ Í fyrsta sinn frá því að uppgangur landsliðsins hófst hefur liðið átt í meiðsla vandræðum en þeir leikmenn sem komu inn sýndu að þó nokkur breidd er í íslenska liðinu. „Það er erfitt fyrir þjálfarann að breyta þegar gengur vel og við höfum verið með mjög góða blöndu síðustu ár. Það hafa kannski ekki verið tækifæri til að breyta því við höfum verið að spila vel, bæta okkur og vinna leiki. „Það hefur verið erfitt fyrir strákana á bekknum að bíða en þeir hafa verið mjög þolinmóðir og þegar þeir fá sénsinn í dag eru þeir meira en nógu góðir til að byrja þessa leiki,“ sagði Gylfi. Gylfi var að vonum ánægðu með sigurinn og ekki síst spilamennskuna en Ísland yfirspilaði Tyrkland á löngum köflum í leiknum. „Frábær sigur. Við vorum mikið betri en á móti Finnum, það er á hreinu. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik. Mér fannst við vinna alla bolta, bæði fyrstu boltana og seinni boltana. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik en tvö eru nóg og að halda hreinu er frábært,“ sagði Gylfi sem vildi ekki gera lítið úr fyrri leikjum Íslands í keppninni þó þessi hafi verið sá besti til þessa. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik í Úkraínu og sköpuðum fullt af færum en náðum ekki að nýta þau. Það var kannski smá einbeitingarleysi í þeim leik, að klára ekki þann leik. „Við gerðum það sem við þurftum á móti Finnum og vorum frábærir í kvöld. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira